Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Page 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Page 7
Þórður Jónsson skrifstofumaður Fxddur 6. apríl 1909 Dáinn 14. nóvember 1983 Þórður Jónsson, skrifstofumaður, Bólstaðahlíð 52, Reykjavík, andaðist í Landskotsspítala að kvöldi mánudagsins 14. nóvember sl. eftir erfiða sjúkralegu. Þórður var vel hugsandi maður, trúaður og vonaði alltaf það besta í öllu sínu veikindastríði. Hann var traustur og prúður í allri umgengni og ég leyfi mér að segja að orstír muni krýna hann, bæði lífs og liðinn. Þórður var hvers manns hugljúfi og er hans því sárt saknað af stórum vinahóp. Það er ánægjulegt að hafa kynnst slíkum manni og tengjast honum og mega leita til hans með hvað sem vera vildi, því hann var fljótur að leysa allan vanda, enda benda þau trúnaðar- störf, sem honum hafa verið falin frá unga aldri til hins síðasta dags til þess, því hann var fluttur frá sínum störfum á slysadeild og þaðan á sjúkrahús. Þórður Jónsson var fæddur í Súðavík, N-ísa- fjarðarsýslu, 6. apríl 1909 og uppalinn þar. Foreldrar hans voru Jón Gíslason, f. 8.desember 1870 að Stíflisdal í Þingvallasveit, sjómaður og verkstjóri, um árabil oddviti Súðavíkurhrepps, d. 22,desember 1949, og Margrét Þórðardóttir, f. 19. Báðir þeir menn, sem ég vísa til, létu orð sín falla um mömmu af eigin raun. Rósberg var tíður gestur, einkum á Sneis. Hann ritaði um föður minn bók sem er sérstæð í flokki ævisagna, vegna hreinskilni þeirrar er þar birtist. ítarleg er hún ekki, enda ekki ætlun hans að semja neina sagnfræði, heldur að bregða upp myndum af skáldinu og dalabóndanum, björtum og dökkum á víxl. Mamma var einstakur dýravinur. Gjafmild var hún við fátæka og þurfandi. Og það verður að segjast hér, að hún var stórum mildari í skapi en faðir minn, þótt hún væri langt frá því að vera skaplítil, ef í það fór eða á reyndi. Hún var húsfreyja, lengstaf í afdal, lengst þó á Sneis og Refsstöðum. Búskap hóf hún að vísu í Elivogum með föður mínum, aðeins átján ára að aldri. Voru þau gefin saman af Kristjáni Linnet, sýslumanni á Sauðárkróki hinn 11. sept. 1922. Sambúð foreldra minna varaði yfir tvo áratugi. Þrátt fyrir erfiðleika í sambúð oft og einatt, þó mest á fyrri sambúðar- árum, stóðu þau ætíð saman í stríðu jafnt sem blíðu. Og fáar konur munu hafa hlotið fegurri ljóð frá eiginmanni sínum en mamma. Vísa ég þar þó aðeins til vísu þeirrar, er faðir minn orti til hennar helsjúkur, nýkominn frá Reykjavík. Mun það síðasta sem hann orti. Vísan er snilldarverk. Man ég, er hann fór með vísuna í norðurherberginu á Refsstöðum þannig: Langa vegi haldið hef, hindrun slegið frá mér. Hingað teygja tókst mér skref til að deyja hjá þér. íslendingaþættir ágúst 1878 að Hattardal í Súðavíkurhreppi, d. 6. október 1921. Maki8. júní 1947: Guðný Þorvalds- dóttir, f. 14. nóvember 1910 að Svalvogum í Dýrafirði, saumakona. Barn: Margrét Anna, f. 4. nóvember 1947, hjúkrunarfræðingur, Þórður stundaði nám í Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði 1934-35. Hann starfaði við sjómennsku o.fl. Var sjúklingur á Vífilsstaðaspít- ala 1944-46 og 1949-55. Vistmaður á vinnuheimil- inu að Reykjalundi var hann 1946-49 og vann þar við skrifstofustörf en hefur frá 1955 verið fulltrúi á skrifstofu ríkisspítalanna í Reykjavík. Þórður var í hreppsnefnd Súðavíkurhrepps 1938-44, lengst af oddviti. í nokkur ár í skólanefnd. í stjórn Verkalýðsfélags Álftfirðinga í Súðavík og formað- ur þess um skeið. Við hjónin og allar hans vinafjölskyldur, ætt- ingjar og vinir þökkum Þórði fyrir hans þægilega viðmót og allar þær ánægjulegu heimsóknir alla tíð frá því hann giftist Guðnýju systur minni. Eitt sinn komu þau til okkar að Svalvogum með dóttur sína, sem þá var smá barn, þá fann ég strax hvað var gaman að kynnast Þórði. Hann hafði frá svo mörgu að segja, var mikill bókamaður og las mikið og var því fróður um margt. Sumir fara að vísu á annan veg með seinni part vísunnar. Pabbi átti það iðulega til að breyta Ijóðum sínum. Og nokkuð er, að hann mun hafa Iátið Guðmund Jósafatsson á Brandsstöðum, sem hann hitti skömmu síðar, heyra vísuna, þar sem seinni parturinn er þannig: Til þín dregist torveld skref til að deyja hjá þér. Pabbi tók banvænan sjúkdóm sumarið 1944 og lést í sjúkrahúsi í Reykjavík árið eftir, aðeins 56 ára að aldri. Mamma fluttist til Reykjavíkur ásamt börnum sínum tveimur: undirrituðum og Þóru Kristínu (nú í Bandaríkjunum) og átti þar heima til dánardægurs, 19. apríl 1958. Hún náði ekki háum aldri fremur en fyrri maður hennar. En mamma giftist á ný, þá komin undir fimmtugt, Ármanni Hanssyni frá Hrísdal á Snæfellsnesi. Var hann henni afar góður. Kom það ekki síst fram í banalegu hennar, sem var löng og ströng. Mamma hvílir við hlið föður míns í Fossvogskirkjugarði. Hún var góð kona og hjartahlý. Blessuð sé minning hennar. Fyrir fáum dögum voru liðin 80 ár frá fæðingu mömmu. Bið ég íslendingaþætti Tímans fyrir þessa minningargrein mína. Veit ég vel, að minningu hennar mætti gera betri skil, en hér skal látið staðar numið að sinni. Nafn föður míns, Sveins Hannessonar frá Elivogum, þekkja afar margir. Með þökk fyrir birtinguna, Auðunn Bragi Sveinsson Við biðjum honum guðs náðar og blessunar hinum megin við móðuna miklu. Við í hinum stóra vinahópi Þórðar Jónssonar sendum fjöl- skyldu hans innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir Ijúfa og ógleymanlega samfylgd á liðnum tímum. Blessuð sé minning hans. > Ottó Þorvaldsson Ottó Þorvaldsson Framhald á bls. 8 Á „kvenna-árinu“ kvað hann svo: „Sértu fár um formanns val flest í ár má kanna. Forkur knár þar falla skal fyrir klárum svanna." Ég get líka af nokkurri reynd á þessum hátíðisdegi Ottós, samglaðst honum og þeim hjónum, að niðjar þeirra sem ég þekki til, njóta sjáanlega góðra erfða og kunna Ijóslega að meta gott uppeldi og sýna foreldrum sínum í verki þakklæti sitt. Niðjatalan er komin á annað hundraðið. Vel hefur þessi stóra fjölskylda staðið saman og sýna myndir í bók Ottós það. Oft er stór hópur við sumarbústaðinn er þau öldnu hjón byggðu sér í stæði Hafnarbæjarins. Börnin og skylduliðið gleyma ekki stórhátíðis- dögum foreldranna, né að gefa þeim ferðir utan lands og innan og ætla nú í tilefni áttræðis afmælis föðurins að bjóða til veitinga kl. 5 til 7, í Matstofu Miðfells í Funahöfða 7 á afmælisdeginum, laugar- daginn 29. október. Þótt sá, sem á að baki ævistarf sem Ottó, kenni veilu til daglegs strits, skyldi engan undra, og öll munum við samgleðjast honum áttræðum með þann dýrmæta auð sálarinnar, að njóta gleði hverrar lífsstundar svo lengi kostur er. Við hann vil ég segja að lokuní: Alltaf gleðst við okkarfund, ei þig slitið hrelli Heill sé þér með létta lund, lengi haltu velli. Ingþór Sigurbjörnsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.