Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Side 8
Ottó Þorvaldsson frá Svalvogum, áttatíu ára „Fjör kenni oss eldurinn frostið oss herði, fjöll kenni oss torsóttum gœðutn að ná bœgi sem Kerúb ttteð sveipandi sverði silfurblár ægir oss kveifarskap frá.“ f slíkum skóla skilst mér að Ottó Þorvaldsson hafi alist upp og skólastjóri þess skóla; faðir hans, Þorvaldur, sýnt í lífi og starfi árangur slíkra uppeldisskilyrða. Kunnugur lýsir Porvaldi Kristjánssyni svo, í tveim af 5 erindum: „Fœkkar hetjum fyrri tíma, fallin ketnpa er í valinn, dregst að sjónum dánargríma, dauðinn hefur mundað falinn. Ellin gat þig ekki bitið árið varð þér sólarhringur, fólk, sem augum fékk þig litið, fann, að þar var tslendingur. “ „Hafið var þér ætíð yndi, eins þó blæddi úr lófa sárum. Framar enginn forma tttyndi að fara lengra á tveimur árum. Bœri að höndum bráður vandi brotnaði hann á þreklundinni, og þli nœðir ætíð landi. einnig nú i hinsta sinni". Um móður Ottós ÞorValdssonar, Sólborgu Matthíasdóttur, segir í öðru ljóði: „Um Sólborgu það segja mætti hún sjálf var bóndans önnur hönd. Á jólum fædd að fornum hætti og framtíðinni broshýr, mætti að Haukabergi á Barðaströnd" Afmælisbarnið, sem fullu nafni heitir Svein- björn Kristján Ottó Þorvaldsson, er fæddur að Neðra-Miðhvammi í Dýrafirði 29. október 1903. Meðal kunnugra er hann sjaldan nefndur nema Ottó frá Svalvogum, hvar hann segist muna fyrst eftir sér, er móðuramma hans var að kenna honunt bænir og vers. Viti var byggður að Svalvogum 1920 og tók Ottó við vitavarðarstöð- unni af föður sínum 1943. Ef við lítum í minningabók Ottós er kom út 1980, sjáum við að hann var ekki einn að búi að Svalvogum. Magnea Símonardóttir kona hans hefur sjáanlega þurft að halda vel á sínuni hluta með tólf börn auk annars heimafólks og oft ferðlúinna gesta. Þau grýttu spor þess tíma og þessa staðar eru svo ólík nútíma og staðháttum að ég er alveg viss um að fleirum en mér sem hafa alist upp og dvalið mest á venjulegu sléttlendi, væri fengur í að lesa þá minningabók Ijóða og mynda. Sjálfur kveður Ottó svo: 8 „Parna oft ég þreyttur vann. Prýsti kambi I Lárinn, lífs í þráðinn líka spann liðug fimmtíu árin. Auk þeirra sterku ættarstofna og uppeldis hefur meðfæddur kjarkur og léttlyndi verið hans sterki lífsþráður, félagsvilji og félagsstarfs eðlisáhugi, að láta ekki erfiðar aðstæður á afskekktum veg- leysustað draga úr sér kjark né áræði til úrbóta. Til stælingar sálarorku sér og öðrum til handa hafði Ottó líka spilað á harmoniku á yngri árum til að auka skilyrði annarra til gleðskapar. Um baráttuvilja og þor þessa ættleggs í Svalvog- um í 70 ár, segir Guðmundur Ingi Kristjánsson í hinu sterka ljóði sínu (sem er í mihningabók Ottós). „Svalvogar átttt enga leið, sem ekin væri á landi. Pað stöðvuðu hamrabeltin breið og bjargið var ósigrandi. Sú mótaða sterka hamrahöll var harðger á öllum sviðum. Hún stóð eins og gamalt steingert tröll og storkaði nýjum siðum." „Allir veganna valdamettn með verkfrœðings hyggju ríka, þeir töldu það vera óráð enn að eiga við hamra slíka, en vitinn ætti að vera kyrr og vernda hann gœslumaður, það yrði að haldast eins og fyrr hin afskekkti nesjastaður. “ „Og síðar segir þar: f Svalvogum urðu aldaskil er undrið í berginu skeði.“ Þetta var á bernskuár- um ýtuvéla tækninnar og þar sem helst er að sjá að hugur ýtumanns hafi verið sterkari en ýtan, var það bergið er smá lét undan þeirri látlausu hörðu sókn, og vegarleiðin, heiðursmerki þeirra er að þessu stórátaki stóðu. Hörmulegt sjóslys 1935 er enskur togari lenti í stórviðri uppí urðina vestan við Hamarslending- una í Svalvogum og fórst með allri áhöfn. Enn meiri hrollvekja mun það lengi hafa verið í hug margra, þar sem heimamenn munu hafa séð einn skipverja uppistandandi um borð, rétt í því er brimið svalg togarann með öllu. Þótt erfitt væri um samgöngur kunni a.m.k. Ottó því illa, að ekki skyldi vera starfandi þar nein deild frá slysavarnasamtökunum á nesinu. Árið 1949 þoldi hann það ekki lengur aðgcrðar- laust, boðaði til fundar til stofnunar slíkrar deildar og á níunda tug manna mætti og stofnaði deild er hlaut nafnið Vinabandið. Erfitt mun hafa verið með allt félagsstarf þá, flestir slíku óvanir, ferðalög erfið og ekki hafði þá neitt stórslys orðið frá því enski togarinn fórst 1935, en kveikjuvaldurinn bæði af æskuskeiði og fluttist burt fáum árum síðar. Ekki dó samt þetta út í huga hans, og átti hann eftir að senda þeim mörg heillaskeyti vestur, a.m.k. á 30 ára afmæli starfsins, en þá sendi hann þessa stöku: „Allt mitt sanna eigið Itrós ykkar framtak virði. Heill sé bæði hal og drós heima I Dýrafirði. “ Þá höfðu þeir glatt hann mjög, er þeir höfðu stækkað starfssvið sitt. Kynni okkar Ottós hófust fyrst er hann kom í Kvæðamannafélagið Iðunni og hefur ekki fallið skuggi á síðan og langt því frá, enda naumast skilyrði þar til slíks við mann sem elur þann hugsunarhátt er birtist í þessari stöku hans: Gefðu oss Drottinn gæfuár, gleði vektu sanna, linaðu þjáðra sviða sár, svæfðu fólsku manna. í einni af hinum árlegu sumarferðum Iðunnar í Þórsmörk kvað Ottó: ../ sæludalnum svaf ég vel söngvahljómum undir, aldrei lifað, að ég tel unaðslegri stundir. “ og: „Með Iðunni ég fyrstu ferð fór að þessu sinni, þar er merk og mannleg gerð. tnild ég þakka kynni." Framhald á bls. 7 Islendingaþa2ttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.