Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 30. nóvember 1983 — 45. tbl. TÍMANS Jóhann S. Hannesson skólameistari Fæddur 10. apríl 1919 Dáinn 9. nóvember 1983 Jóhann Hannesson, fyrrum skólameistari á Laugarvatni, var fæddur á Siglufirði 10. apríl 1919, sonur hjónanna Hannesar Jónassonar, bók- sala, og Kristínar Þorsteinsdóttur. Hann tók stúdentspróf frá MA 1939 og próf í ensku og málvísindum frá Berkeley-háskóla t' Kaliforníu 1945. Að undanteknum árunum 1947-1950, en þá var hann kennari við Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar í Reykjavík og síðan lektor í ensku við Háskóla íslands, var hann í Ameríku við nám og störf til ársins 1959. Lengst af þeim tíma eða 1952-1959 var hann bókavörður við The Fiske Icelandic Collection við Cornell-háskóla í Ithaca. Síðan kom hann heim og var skólameistari við Menntaskólann á Laugarvatni 1960-1970. Þar næst starfsmaður Fræðsluskrifstofunnar í Reykja- vík 1970-1972, en síðan kennari við Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Síðustu árin hafði hann leyfi frá kennslu en vann að undirbúningi nýrrar ensk-íslenskrar orðabókar. Jóhann andaðist 9. nóvember s.l., sextíu og fjögurra ára að aldri. Á háskólaárum sínum í Kaliforníu kvæntist Jóhann Winston Hill og eiga þau tvö uppkomin börn, Winston og Sigurð. Winston er ein af þeim ágætustu konum, sem flutt hafa hingað til lands með eiginmönnum sínum, mönnum, sem hafa farið utan til að „mannast á heimsins hátt“. í dag skal henni flutt samúð vegna fráfalls Jóhanns og mikil þökk fyrir hlut hennar í lífi hans í full fjörutíu ár. Jóhann eyddi mestum hluta starfsævi sinnar við bækur og fólk og hafði mikið dálæti á hvoru- tveggja. Árin við Fiske-safnið voru mjög helguð bókum, fræðistörfum og útgáfu. Á síðustu árum komu út tvö lítil kvæðasöfn frá hans hendi. Auk þess smákver með limrum þegar hann var sex- tugur, en limran var eftirlætisform hans hin síðari ár. Hann sagði að knappt og rígbundið form hennar kæmi í veg fyrir að hann semdi innantómar langlokur. Aðaleinkenni kveðskapar Jóhanns er frumleiki og fágun. Síðustu misseri voru bækur enn aðalviðfangsefni hans, að þessu sinni ensk-ís- lensk orðabók, sem mun verða frábrugðin eldri orðabókum og algert tímamótaverk hér á landi. Fólk, ungt fólk, nemendur, var aðalumhverfi Jóhanns í tuttugu ár, á Laugarvatni og í Menntask- ólanum í Hamrahlíð. Af umræðum Jóhanns um störf hans þessi ár og ummælum fjölmargra nemenda hans veit ég að verk sín þar vann hann af árangursríkri alúð. Hann fylgdist með ferli ótrúlega margra nemenda sinna, einkum Laug- vetninganna, eftir að þeir fóru úr skóla. Gladdist yfir velgengni þeirra eða harmaði hlutskipti þeirra eftir því hvemig lífið og þeir áttu leik saman. Að nánustu fjölskyldu Jóhanns undanskilinni munu fáir hafa staðið honum nær en bekkjarsyst- kin hans til stúdentsprófs, „þessi blessaður hópur“ eins og hann nefndi okkur í ræðu á okkar vegum fyrir fjórum árum. Við vorum sérkennilegur hópur, fámennasti stúdentahópur úr MA til margra ára. Kreppu-unglingar, komin víðsvegar af landinu úr sveitum og sjávarþorpum. Ekkert okkar gat í raun og veru talizt frá Akureyri, hvað þá frá stærri stöðum. Jóhann hafði strax í byrjun sérstöðu innan þessa hóps. Hann var mjög bráðþroska á allan hátt, flugnæmur og jafnvígur á allar námsgreinar. Hann var dúx bekkjarins og hélt því sæti alla tíð án þess að ofreyna sig á lestri námsbóka. Á hinn bóginn var hann óvenju lesinn í alls konar bókmenntum, átti nokkuð af bókum og safnaði þeim. Auk þess fróðleiks, sem honum hafði þannig áskotnazt, gerði frjótt ímyndunarafl, frumleiki í hugsun og orðavali samvistir við hann eftirsóknarverðar og eftirminnilegar. Hann var flúgandi hagmæltur og stundum brá þá þegar fyrir því skáldi, sem hann varð. En honum var fleira til lista lagt. Hann var söngmaður góður, frambæri- legur leikari og vel búinn ýmsum íþróttum á okkar mælikvarða. Hann hafði bæði í orðum og gerðum á sér heimsmannssnið, sem okkur hinum var framandi, enda kominn frá síldarbænum Siglufirði og hafði kynnzt þar lífsviðhorfum, sem ekki þekktust á heimaslóðum flestra okkar. Jóhann var inspector scholae, skólaumsjónarm- aður úr okkar árgangi, og þegar einhver hefur þurft að koma fram fyrir okkar hönd út á við hefur hann verið sjálfkjörinn til þess. Við vissum frá gömlum tíma að hann var hugkvæmur og orðsnjall. Við höfum vitað að hann yrði sér og okkur til sóma og það hefur aldrei brugðizt. Við stóðum vel saman út á við og gerum það enn í dag, en innan bekkjar erum við gagnrýnin, óvægin og deilugjörn. Það fékk Jóhann að reyna ekki síður en við hin. En ekki sízt þegar hann kom fram sem fulltrúi okkar, sem andlit bekkjarins út á við, þá var hann gleði okkar og stolt. Við Jóhann hófum báðir nám í 2. bekk MA haustið 1934. Tilviljun réð því að við settumst þar hlið við hlið, og það var a.m.k. mér heldur á móti skapi. Við höfðum tekið utanskólapróf upp úr 1. bekk vorið 1934 ásamt mörgum öðrum og þá kynnzt nokkuð. Og mér, ófermdum dreng úr afskekktri sveit, sem var að stíga sín fyrstu spor utan fæðingarsveitar, leizt illa á þennan orðhvata, langa strák frá Siglufirði. Þessi afstaða mín breyttist á ótrúlega skömmum tíma í gagnkvæma vináttu, sem ekki hefur bliknað síðan í full fjörutíu og níu ár. Við áttum meiri og minni samskipti dag hvern í skóla, skrifuðumst á á sumrin, bjuggum saman þrjá vetur í heimavist á háalofti MA ásamt Gesti Jónssyni, dyggum vini okkar. Síðan skildu leiðir en mismunandi nám og störf, ólík búseta hér innanlands, jafnvel Atlants- haf okkar á milli í nær tvo áratugi skipti engu máli og breytti engu. Þó vorum við ólíkir, ósammála um margt og létum það óspart í ljós. Annað hefðum við talið vítaverða óhreinskilni. Slfk vinátta, einlæg, óeigingjörn, hreinskilin og hafin yfir stað og stund, er einhver dýrmætasta gjöf, sem fengin verður. Á vináttu okkar Jóhanns

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.