Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 2
bar aldrei skugga frá því að við kynntumst á æskuárunum, þegar öll sönn vinátta grundvallast Þóroddur Jónasson t Ég hitti Jóhann Hannesson fyrst haustið 1937 í Menntaskólanum á Akureyri. Við kynntumst ekki mikið þá, það voru þrjú ár á milli okkar. En það kvað að honum í skólalífinu: manna fríðastur, forystumaður í leiklist, söngmaður, hagorður þó að menn vissu kannski ekki um raunverulega skáldgáfu hans þá; dux, umsjónarmaður skóla þegar kom í sjötta bekk. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1939. Næsta vetur var hann við einkakennslu, en fór síðsumars 1940 vestur um haf til náms í ensku og enskum bókmenntum við University of California í Berkeley. Þar kvæntist hann fallegri og mikilhæfri stúlku, Lucy Winston Hill, sem stundaði nám í heimspeki við háskólann. Hún lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Lucy Winston og Sigurði, og er, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð. Haustið 1942 hittumst við Jóhann í Berkeley á nýjan leik og vorum þar samtíða í skóla tæp þrjú ár. Þar hófst langt samtal okkar, sem stóð í raun og veru óslitið í fjörutíu ár, þó að leiðir okkar skildi öðru hverju. Við prtum dálítið þai þar á meðal limrur og höfðum fyrir satt að undir þeim hætti hefði aldrei fyrr verið ort á íslenzku. En það var nú kannski ekki alveg víst. Fyrstu misserin í Berkeley lagði Jóhann mesta áherzlu á bókmennt- ir; hann tók B.A. próf 1943 og M.A. próf 1945. En smám saman höfðu málvísindi, ensk og germönsk, farið að skipa meira rúm í námi hans. Ég man þegar hann tók þá ákvörðun að láta þau sitja í fyrirrúmi. Hann gerði það ekki þrautalaust, og mig grunar að ég hafi latt hartn þess. Hann varð ágætur málfræðingur, en ég held að með þessari ákvörðun hans hafi farið forgörðum mikill gagn- rýnandi. Ég hefi fáa menn þekkt persónulega jafnskarpa á bókmenntaleg gildi, jafnrökvísa á þau almennu sannindi, sem gagnrýni er fær um að draga af bókmenntum. En hann hafði líka yndi af málvísindum. t fyrsta lagi hafði hann ákaflega gaman af orðum eins og þau koma fyrir og skörp íhygli hans og frjálsleg en rökvís hugkvæmni drógu hann sjálfkrafa að íhugun máls. Nú ,eru málvísindi engin óbilgjörn klöpp, en þau eru öllu fastara land undir fótum en bókmenntirnar, og það hentaði rökhyggju Jóhanns. í kvæðisbroti sem hann orti til mín skömmu áður en hann dó, stendur þetta: Það er vitleysa, sem ég vona þig aldrei dreymi, að ég virdi ekki það sem skeður í þínum heimi, þó margt sem gerist þar gangi nú þannig til aðþað gengur í berhögg við allt sem ég veit og skil og í mínum heimi er það yfirleitt alls ekki til sem ég ekki skil. Þetta eru nú að einhverju leyti skáldlegar ýkjur og bæði gaman og alvara um skáldskap okkar beggja, en allt um það varpa þessar línur ofurlitlu Ijósi á staðhæfingar mínar um vin minn hér að að framan. En áhugi Jóhanns á bókmenntum féll ekki niður, þó að hann breytti dálítið áherzlum í námi, og hann átti síðar eftir að kenna bókmenntir og bókmenntasögu. Eftir M.A. próf hélt Jóhann áfram námi í ensku 2 og málvísindum um tveggja ára skeið, lengst í Berkeley, nema hann var sumarið 1946 við málvísindastofnunina við University of Michigan í Ann Arbor. Hann kom heim til íslands haustið 1947 og gerðist kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík og jafnframt lektor í ensku við háskólann, 1948-50. Þá fór hann aftur vestur um haf og gerðist kennari í ensku við sinn gamla háskóla í Berkeley 1950-52. Sumarið 1952 réðst hann til Cornell-háskóla í fþöku í New York sem bókavörður hins íslenzka Fiske-safns og kennari í ensku. Sem bókavörður var hann jafnframt ritstjóri fyrir Islandica, ritröð þeirri sem safnið gefur út. í þessari ritröð gaf han út þýðingu sína á Sturlungaöld Einars Ól. Sveinssonar, Bibliography of the Eddas og The Sagas of Icelanders, skrá um útgáfur fornsagna. Um áramótin 1959-60 fluttist Jóhann með fjölskyldu sinni til íslands og gerðist skólameistari við Menntaskólann á Laugarvatni, 1960-70. Frá 1970-72 vann hann að rannsóknum á fyrirkomu- lagi menntaskóla og undirbúningi fjölbrautaskóla fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Frá 1972 var hann kennari í ensku við Menntaskólann í Hamrahlíð, en síðustu þrjú árin, sem hann lifði, hafði hann leyfi frá kennslu til að vinna sem ritstjóri að nýrri ensk-íslenskri orðabók fyrir bókaútgáfuna Örn & Örlyg. Sú bók er nú langt á veg komin og verður, þegar henni er lokið, fyrsta íslenzka orðabókin yfirerlent fnál, sem með réttu er hægt að kalla annað og meira en langt orðasafn. Gegnum árin var kennsla aðalstarf Jóhanns. Nú er það svo um kennara, að hvorki þeir né aðrir sjá beinan árangur verka þeirra nema að einhverju leyti. Ég þekkti Jóhann svo vel að ég veit að hann var mikill kennari, að minnsta kosti fyrir þá, sem voru nógu þroskaðir til að læra af glöggskyggni hans og vitsmunalegri yfirsýn; mig grunar að sem háskólakennari hafi hann notið sín bezt. En eins og kennslustörf verða seint metin til fiska eru þau ágeng við allan tíma manna, ekki sízt dagleg, daglöng menntaskólakennsla. Samt liggur margt eftir Jóhann í rituðu máli. Hann var afburða þýðandi, hvort sem var á íslenzku eða ensku. Ég þekki ekki betri enska þýðingu á sagnfræðilegu íslenzku verki en Sturl- ungaöld Einars. Ól. Sveinssonar í meðferð Jóhanns. Þýðing hans á Ragtime eftir Doctorow, sem kom út á íslenzku 1977, er í senn hugsuð og fágætlega lifandi þýðing. Þá liggur eftir Jóhann margt af ritgerðum og fyrirlestrum, eins og koma mun betur í Ijós þegar þeim verður safnað til útgáfu; sumt er nú prentað á víð og dreif, sumt óprentað. f þessum greinum, sem bera vitni mikilli þekkingu og menningarlegri hugsun, er víða að finna mjög persónuleg viðhorf, sem ekki eru allra, en eiga við oss erindi þó að tímar líði. Mér koma í hug sem lítið en alkunnugt dæmi pistlar Jóhanns sem hann flutti í útvarp í þættinum fslenzkt mál 1971, og vöktu mikla athygli og nokkurn úlfaþyt. Að baki þeim lá skiíningur Jóhanns á þeim voða, sem menningu tungunnar stendur af hugsunarlausri málvöndunarstefnu. Ljóðabækur Jóhanns standa sem minnisvarði um merkilegt skáld. Fyrri bók hans, Ferilorð, 1977, er safn kvæða frá ýmsum tímum ævi hans og er ef til vill misjafnara en síðari bók hans. Allt um það geymir til dæmis kaflinn, sem heitir Menntun, nokkur af allra beztu kvæðum Jóhanns; þar er íhugunin sjálf bæði uppistaða og búningur kvæðanna; enginn klofningur milli þess sem sagt er og hvernig það er sagt, þannig að kvæðin verða óvefengjanleg. En í annarri Ijóðabók Jóhanns eru flest beztu kvæði hans. Ég nefni sem dæmi eftirfarandi kvæði, sem ég trúi að muni standa, hvernig sem veltist: Bæn, Þorsteinn Valdimarsson, Próflaus áfangi, Eden, Systir guðsins, Líf og list. Ég leyfi mér að tilfæra hér eitt kvæði, Við óskabrunninn, bæði af því að það er afburðakvæði og ágætt dæmi um stíl Jóhanns Hannessonar: Einhvern tíma œtla ég að koma hér af einskærri forvitni. Þó ekkifyrst um sinn: ennþá geng ég með alla vasa fulla af óskamynt og kasta henni fram yfir brunninn svo vatnið gárast áður en ég kem að því, og áður en það kyrrist á ný er ég farinn. En einhvern tíma, þegar óskirnar þrýtur, þó ekki fyrsl um sinn, vil ég koma hér að spegilsléttu vatni og vita hvprt við mér blasir úr hyldýpi óska minna himinninn, einsogégheld, eðakolsvarturbotninn. Kvæðið er vissulega óaðfinnanlega hugsað og óaðfinnanlega sett upp, mynd þess svo rétt og heil, að engin truflun kemst að. En tvær litlar innskotssetningar, aðalsmark íhugunar, gefa kvæðinu svip og líf öðru fremur, og innihald írónískrar sjálfsskoðunar: „þó ekki fyrst um sinn“ og „eins og ég held“. Þannig er stíll Jóhanns, og þannig er lýsing hans á trú, sem manni býður í grun að sé í raun trú vor flestra. Hugsun Jóhanns var ekki einföld, hann var mjög fyndinn maður í hugsun, þó að fyndni hans kæmi enn skýrar fram í tali hans og óbundnu rituðu máli en kveðskap. Eins og hugsun hans var samsett og þó skýr, var mál hans bæði rökvíst og listrænt. Honum lét fágætlega vel rökvís leikur í máli. Ég kveð Jóhann Hannesson með meiri söknuði en flesta menn, sem ég hefi séð á bak, mér skylda sem óskylda. Ég sakna drengskapar hans, vináttu og lýsandi gáfna. Hann lauk miklu dagsverki í almanna þágu. En um mikla hæfileikamenn, eins og Jóhann var, er það jafnan svo, að oss finnst þeir hafi hlotið að eiga svo margt ógert. En það eru ólíkt betri eftirmæli um mann, að hann hafi átt eitthvað ógert heldur en ofgert. Kristján Karlsson. t Kynni mín af Jóhanni, fyrst sem enskukennara í gagnfræðaskóla, síðan skólameistara og loks sam- kennara, voru öll á eina lund, skemmtileg, menntandi og þroskandi. Þegar Jóhann kom vestan frá Bandaríkjunum árið 1960 til þess að veita Menntaskólanum að Laugarvatni forstöðu, hófst nýtt þroskaskeið í sögu þess skóla og framhaldsskólans í heild. Fyrir tilstilli Jóhanns varð frjó umræða um eðli og tilgang menntunar meðal okkar kennaranna við M.L. Að henni búum við enn. Bein og óbein áhrif Jóhanns á framfarirnar í íslenskum framhaldsskólum síðustu tvo áratugina eru mikil, þótt þau séu að mestu leyti á fárra vitorði. Á þessari stundu viljum við hjónin þakka íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.