Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 30.11.1983, Blaðsíða 4
Ása Margrét Aðalmundardóttir Fædd 5. september 1890 Dáin 9. nóvember 1983 Ása Margrét Aðalmundardóttir, húsfreyja á Þórsgötu 25 hér í bæ, lést á Landakotsspítala þ. 9. þ.m.,93 ára aðaldri. Vegnahins háa aldursog heilsuleysis, sem hún hafði átt við að stríða síðustu misserin sem hún lifði, kom fráfall hennar fjölskyldu hennar og vinum ekki á óvart. Ása fæddist 5. september 1890 á Eiði á Langanesi ogátti Ása þar heimili til ársins 1917 er hún Giftist Ara Helga Jóhannessyni frá Ytra-Lóni á Langanesi. Ari hafði lokið prófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri og vakti þar á sér athygli sem mikill námsmaður enda hugði hann á langskólanám. En vegna heilsubrests varð hann að hætta námi við Menntaskólann í Reykjavík og hverfa til heimahaga sinna. Eftir það að Ása og Ari gengu í hjónaband bjuggu þau um skeið á Ytra-Lóni á móti Jóhannesi og Þuríði, foreldrum Ara, en 1930 fluttu þau með börnum sínum, en þau voru fimm að tölu er upp komust, á Þórshöfn á Langanesi. Stundaði Ari þar einkum unglinga- kennslu ásamt söngstjórn og kenns|u í söng og hljóðfæraslætti, en hann var söngvinn mjög. Ása var einnig söngvin og lék vel á orgel. Var hún manni sínum mjög samhent um iðkun tónlistar. Öll voru börn þeirra söngvin og tóku flest þeirra síðar meiri og minni virkan þátt í opinberu tónlistarlífi hér í Reykjavík. Þau hjón fluttust til Reykjavíkur 1935 og mun tilgangur búferlaflutningsins fyrst og fremst hafa verið sá að greiða fyrir skólagöngu barna sinna, en þrjú eldri systkinin voru þá komin í framhalds- skóla, dæturnar, Guðrún og Þóra, í Kyennaskól- ann í Reykjavík og elsti sonurinn, Jóhannes, í Samvinnuskólann. En þremur árum eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur, eða sumarið 1938, varð hún fyrir því þunga áfalli að heimilisfaðirinn Ari féll frá, tæplega fimmtugur að aldri. Það varð þá hlutskipti Ásu, sem svo margra kvenna annarra er fyrir því hafa orðið að missa menn sína á góðum aldri frá stórum barnahópi, að sjá heimili sínu farborða eftir því sem kostur var. Nú á dögum gera almannatryggingar þetta hlutskipti auðveldara en áður var, en fyrir 45 árum voru þær lítils megnugar. Eldri systkinin höfðu þá lokið, eða voru um það bil að ljúka skólagöngu sinni, en þá var heimskreppan mikla enn í algleymingi, svo að unglingar, þótt lokið hefðu skólanámi sínu, gátu sjaldnast gripið upp góða og örugga vinnu. Með hagsýni og dugnaði og hjálp góðra manna tókst Ásu þó að halda heimili sínu saman og útvega eldri systkinunum viðunandi atvinnu. Dvöldu systkinin öll á heimili móður sinnar þar til þau stofnuðu sitt eigið heimili. Yngri synina tvo, Þorstein og Jón, sem voru um og innan við fermingaraldur er faðir þeirra féll frá, kostaði 4 Ása til náms við menntaskóla. Luku þeir báðir stúdentsprófi og hófu að því búnu háskólanám. Baráttu Ásu fyrir velferð barna sinna við erfiðar aðstæður lauk þannig með fullum sigri hennar, en miklar fórnir kostaði það hvað snerti vinnutíma og persónuleg lífsþægindi. Sá er þetta ritar kynntist Ásu fyrst fyrir 40 árum, er við Guðrún, eldri dóttir hennar, gengum í hjónáband árið 1943. Var Ása þá komin á sextugsaldur. Allmikið kynslóðabil var auðvitað okkar í milli og viðhorf okkar til ýmissa hluta því mismunandi. Ása var ekki í hópi þeirra sem bera tilfinningar sínar á torg, og var jafnvel dul gagnvart þeim sem henni stóðu næst. En þó hún berði ekki bumbur til að vekja athygli á sér og skoðunum sínum, var jafnan hlustað með athygli á það í hópi vina og vandamanna, sem þessi greinda og hægláta kona hafði að segja. Hún hafði líka miklu að miðla sökum langrar lífsreynslu og erilsams starfsdags. Þegar ég kynntist Ásu mátti segja að erfiðasti hjallinn í lífsbaráttu hennar væri að baki. En fórnarlund hennar, sem börn hennar höfðu í svo ríkum mæli notið og nutu raunar ávallt, kynntumst við sem síðar tengdumst henni þar sem var umhyggja hennar fyrir barnabörnun- um sínum. Var hún jafnan til þess búin að taka börnin á heimili sitt um lengri tíma, bæði í veikindatilvikum og vegna fjarveru foreldra, og veita þeim þá aðhlynningu er best varð á kosið. Gestrisin var Ása með afbrigðum og hafði jafnan, allt til hins síðasta, er hún gat vart stigið fram úr rúmi sínu, kaffi á könnunni og meðlæti til að veita gestum er að garði bar. Við, sem því láni áttum að fagna að tengjast Ásu fjölSkylduböndum, erum ríkari af þeirri jákvæðu lífsreynslu, sem því fylgir að kynnast góðu og merku fólki. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Björnsson t Hinn 9. nóvember sl. andaðist í Landakotsspí- tala Ása Margrét Aðalmundardóttir. Hún var fædd á Eiði á Langanesi 5. september 1890 og var því fullra 93 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Benjamínsdóttir og Aðalmundur Jónsson, dugmikil hjón og ráðdeild- arsöm. Stóðu að þeim hjónum báðum traustar og tápmiklar þingeyskar bændaættir. Aðalmundur var t.d. orðlagður hreysti- og kjarkmaður. Var karlmennska hans á orði höfð, hvort sem hann þreytti fang við norðlenska miðsvetrarbylji eða hann knúði árina í hörðum leik við Ægi á hafi úti. í bernsku fluttist Ása með foreldrum sínum frá Eiði að Eldjárnsstöðum á Langanesi og þar ólst hún upp til fullorðinsaldurs í skjóli foreldra sinna. Þótt skólahald væri af skornum skammti á Langanesi í æsku hennar náði hún fyrir dugnað og greind mjög góðum árangri í þeim námsgreinum sem krafist var til fermingar á þeim árum. Eftir fermingaraldur dvaldi hún um nokkurt skeið á Sauðanesi, hinu víðfræga prestssetri, hjá prófasts- hjónunum, séra Jóni Halldórssyni og frú Soffíu Danielsdóttur. Mörg hinna fornu prestssetra voru merk menntasetur, þar sem aðkomuungmenni nutu tilsagnar og fræðslu, bæði í bóklegum og verklegum efnum og reyndist sú leiðsaga oft hollt veganesti síðar í lífinu. Minntist Ása oft með þakklæti og hlýju á þessa dvöl sína á Sauðanesi og taldi hún að sjóndeildarhringur sinn hafi þá stórum víkkað, auk þess sem hún nam þar ýmislegt þarflegt bæði til munns og handa. Innan við tvítugsaldur fór Ása til Akureyrar og dvaldi þar um tveggja ára skeið við nám í Húsmæðra- skóla Akureyrar, sem á þeim tíma þótti hin merkasta stofnun. Samtímis naut hún tilsagnar í söng og orgelspili hjá hinum víðkunna organista og söngstjóra Magnúsi Einarssyni. Árið 1917 giftist Ása Ara Helga Jóhannessyni á Ytri-Lóni á Langanesi og hófu þau búskap á 1/2 jörðinni í sambýli við tengdaforeldra hennar, þau Jóhannes Jóhannesson og Þuríði Þorsteinsdóttur. Bjuggu þau hjónin á Ytra-Lóni til ársins 1930, er þau brugðu búi og fluttust til Þórshafnar. Ari gerðist þar unglingaskólastjóri, auk annarra starfa sem hann hafði með höndum. Ari var fjölmenntaður gáfumaður og voru kennslustörfin á Þórshöfn honum langtum hentari en búsýslan. Hann var islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.