Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 2
Hrefna Jóhannsdóttir Fædd: 2. júlí 1936 Dáin: 5. nóv. 1983 Kallið er komið Komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvœm stund vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð V. Briem var takmörkuð í landi og til muna verr launuð. Hrepptu þá færri skiprúm en vildu. Ekki lét Frans sitt cftir liggja um borð, eri hann var ósérhlífinn og dugmikill svo orð fór af. Hætturnar leynast á hafinu jafnan, eins og nýleg dæmin sanna. Það var eitt sinn sem oftar að þeir Guðmundur sigldu með fisk til Englands á bv. Skallagrími. Er búið var að afferma skipið voru kol tekin í lestina til heimflutnings. Ekki var það þó í þeim mæli að hún væri fyllt. Þá var timbur sett á dekkið. Var því næst látið í sæ frá Englandi. Veður var miður gott, en þó talið haffært. í Pentlinum herti veðrið snögglega með roki og hafróti. fór svo nokkru síðar að bv. Skallagrímur fékk á sig stórsjó og lagðist á hliðina. Við þetta köstuðust kolin til í skipinu og timbrið fór fyrir borð, að mestu sjálfkrafa. Áttu menn þess þá helst von að skipið færi niður á hverri stundu, úr því sem komið var. Er hér var komið fyrirskipaði Guðmundur skipverjum að fara niður í lestina og moka til kolunum. Var svo gert og dró þar enginn af sér. Þá lét Guðmundur skipstjóri herða á gangi vélar og tókst að keyra skipið upp. Bar ekki til tíðinda það sem eftir var ferðar heim. Aðspurður hvort ekki hefði verið ófýsilegt að fara niður í lest til kolamokstursins í umrætt sinn, svaraði Frans með eftirfarandi orðum: „Ekki var um annað að gera. Við vorum þá farnir hvort sem var, ef ekki hefði tekist að rétta skipið við.“ Eftir að Frans hætti sjómennsku á Skallagrími, stundaði hann ýmist vinnu í landi eða til sjós. Hann var og í varaliði lögreglunnar um skeið, sem kvatt var út til liðsauka, þegar annir voru miklar hjá lögreglunni. Franz kvæntist árið 1920 Þórunni Sigríði Stef- ánsdóttur frá Stykkishólmi og varð þeim fjögurra barna auðið. Þórunnar naut ekki lengi við þar eð hún andaðist 1928. Ekki þarf orð að því að leiða hvílíkt áfall það varð eftirlifandi eiginmanni og börnum þeirra ungum. Ættingjar og venslafólk létu ekki sitt eftir liggja til að létta undir með Frans og börnum hans, svo að vel greiddist úr. 2 Það var eins og kaldur gustur léki um mig þegar fréttin um hið sviplega áfall Hrefnu vinkonu minnar barst mér að morgni 5. nóv. Við slík þáttaskil verður maður svo óendanlega lítill. Minningarnar hrannast upp. Spurningar vakna. Af hverju svona fljótt? Því getur aðeins einn svarað. Hrefna fæddist í Bakkagerði í Jökulsárhlíð 2. júlí 1936, einkabarn foreldra sinna, Gunnþórunnar Eiríksdóttur og Jóhanns Kristjánssonar er þar bjuggu og þar ólst hún upp við sveitastörf í harðbýlli sveit. Á unglingsárunum lá leið hennar í Eiðaskóla og þaðan lauk hún gagnfræðanámi. Hún var góðum gáfum gædd, las mikið og fylgdist vel með þjóðmálunum. Nokkru eftir veruna á Eiðum veiktist hún af berklum og fór þá á Vífilsstaðahæli snemma árs Árið 1930 kvæntist Frans Sveinbjörgu Guðmunds- dóttur frá Eyrarbakka, hinni mestu dugnaðar- konu, sem jafnan reyndist manni sínum styrk stoð. Börn Frans af fyrra hjónabandi eru þessi: Guðbjartur Bergmann, strætisvagnstjóri, Ari Bergþór, prentari, Ragnar, skipstjóri og Magnea Bergmann, kaupkona, en af seinna hjónabandi Þórunn Franz, kunn sem hannyrðakona og lag- asmiður. Þegar sá sem þetta ritar kynntist Frans, var hann tekinn að reskjast. Starfaði hann þá hjá Timburversluninni Völundi. Hann átti þá trillubát og stundaði öðru hvoru sjó í frístundum. Einkum voru það hrognkelsaveiðar á vorin og fram á sumarið. í nokkur ár fór ég öðru hvoru í róðra með honum á trillunni og geymi ánægjulegar minningar frá þeim sjóferðum. Frans var maður velviljaður öðrum, greiðugur og gestrisinn. Sjálfur gleymdi hann ekki að þakka ef honum fannst sér greiði gerður. Prúður var hann og rólyndur dagfarslega. Hann var í hærra lagi á vöxt, þrekinn og rammur að afli. Mun ekki ofmælt þó sagt sé að hann hafi verið í hópi sterkustu manna hér í Reykjavík um langt árabil. Voru eldri mönnum minnisstæð ýmis kraftatök hans bæði í starfi og leik. Oftar en einu sinni lánaðist honum að bjarga drukknandi mönnum úr sjó. Eitt sinn fórhann sjálfur ísjóinn íslíku tilfelli, er skipsfélagi hans hafði fallið útbyrðis í úfnum sjó. Náði hann manninum, sem orðinn var örmagna. Fyrir fjórum árum veiktist Frans og var síðan oft mikið þjáður, en bar það af stakri karlmennsku og hugarró. Hann átti sitt trúnaðartraust og var það honum styrkur. Kona hans Sveinbjörg annað- ist hann af alúð og umhyggjusemi, allt þar til nú fyrir skömmu að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús, þar sem yfir lauk. Frans Arason er nú kvaddur af ættingjum, venslamönnum og vinum. Honum er þökkuð traust samfylgd og óskað góðrar lendingar á strönd fyrirheitna landsins. eftir siglingu yfir ómælishafið. Hallgrímur Jónsson 1956. Eftir eitt ár var hún búin að ná allgóðri heilsu og gerðist starfsstúlka á „Hælinu" næstu sex ár. En hún sótti fleira en batnandi heilsu á Vífilsstaðahæli. Á þessum árum dvaldist þar Björgvin Alexandersson frá Súgandafirði. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 21. apríl 1962. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópavogi, en síðan í eigin íbúð að Ljósheimum 20. Þar bjuggu þau sér og börnunum sínum þremur, JóhanniÞór, Söndru Margréti og Önnu Rós hlýlegt og gott heimili, sem hún helgaði sig óskipta upp frá því. Þetta ár er búið að vera Hrefnu þungt í skauti. Hún átti við erfiðan sjúkdóm að stríða sem hún bar eins og hetja. Hún var dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Talaði alltaf um það sem betra var en lét hitt kyrrt liggja. Nú skiljast leiðir um sinn. Ég hef henni margt að þakka. Fyrir þolinmæði og umburðarlyndi við mig litla, þegar við vorum að alast upp í sama túninu. Fyrir allar þær ljúfu stundir sem ég átti á hennar góða heimili. Fyrir trygga vináttu sem aldrei bar skugga ár. Ég minnist hennar þegar ég heyri góðs manns getið. Eiginmanni, börnum, aldraðri og sjúkri móður færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýra hnoss þú hljóta skalt" V. Briem Drottinn gefðu dánum ró, hinum líkn sem lifa. Blessuð sé minning hennar. Anna Kristinsdóttír íslendingaþsettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.