Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 3
Alfreð G. Sæmundsson Fæddur 6. sept. 1915 Dáinn 14. nóv. 1983 Sú harmafregn barst mér, að vinur minn og sveitungi Alfreð G. Sæmundsson frá Kambi væri látinn. Ég vissi reyndar að heilsa hans hafði verið slæm að undanförnu en að svo langt væri komið hans ævidögum, grunaði mig síst er við hittumst á götu nokkrum dögum fyrir andlát hans og ræddum um sameiginleg áhugamál okkar. Alfreð G. Sæmundsson var fæddur 6. sept. 1915 í Veiðileysu í Árneshrepp í Strandasýslu. Hann var sonur hjónanna Sæmundar Guðbrandssonar bónda á Kambi og konu hans Kristínar Sigríðar Jónsdóttur ættaðrar úr Bjarnafirði. Sæmundi búnaðist vel á Kambi, þó að börnin væru orðin 13 talsins og allt virtist leika í lyndi, en þá dró ský fyrir hamingjusól Kambsfjölskyldunn- ar, heimilisfaðirinn Sæmundur lést skyndilega tæplega fimmtugur að aldri og fjölskyldan stóð uppi fyrirvinnulaus. Það var úr yöndu að ráða. Þegar slíkir hlutir hentu barnmörg heimili í þá daga, lá naumast annað fyrir en að fjölskyldunni yrði tvístrað og börnin færu hvert í sína áttinna. Þegar þessir atburðir gerðust var Alfreð 23 ára gamall, svo honum hefur að sjálfsögðu verið ljóst, hvaða afleiðingar þessi missir gæti haft fyrir fjölskyldu hans. Alfreðvar3. í röðinni af systkinunum 13ogelstur bræðranna. Það kom því í hans hlut, að taka að sér stjórn og forsjá hins stóra heimilis ásamt móður sinni. Það hefur að sjálfsögðu ekki verið auðvelt hlutverk fyrir liðlega tvítugan mann að taka að sér stjórn og forsjá á svo stóru heimili, því mörg voru vandamálin sem greiða þurfti úr, en þetta hlutverk sem og öll önnur störf sem hann tók að sér leysti hann með dugnaði, samviskusemi og æðruleysi, enda naut hann virðingar sambænda sinna í Árneshrepp fyrir myndarlega búskaparhætti. Ég veit að systkini hans hugsa hlýtt til og með þakklæti fyrir að taka upp merki föðurins á örlaga stundu og koma í veg fyrir að fjölskyldan sundraðist. Árið 1945 brugðu þau mæðgin búi á Kambi, enda börnin flest á legg komin, nenla tvö, sem. fóru með móður sinni inn að Hamarsbæli (Gauts- hamri), en þar var Halla elsta dóttir hennar. Eftir að Alfreð hætti búskap á Kambi fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í trésmíði. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Þóru Stefáns- dóttur frá Miðbæ á Hnappavöllum í Öræfasveit. Þau giftu sig 1949 og hófu búskap hér í Kópavogi. Þá voru örfá hús í Kópavogi. en mikið land, sem heið þeirra sem höfðu kjark. þrek og kúnnáttu til að byggja þar upp heimili handa sér. Alfreð hófst sJrax handa um að byggja sér og sínum heimili. Hann fékk lóð við Vallargerði 14 hér í bae og hyggði þar hið myndarlegasta einbýlishús, sem hann stækkaði síðar er fjölskyldan þarfnaðist þess rneð. Vinna og iðni var Alfreð í blóð borinn. Hann 'slendingaþættir vann oft langan vinnudag, einkum á meðan hann var að byggja húsið, en það byggði hann að mestu í aukavinnu. Er hann hafði verið í trésmíðinni í 15 ár kom t' ljós að fætur hans þoldu ekki það álag, sem vinnan útheimti. Læknir ráðlagði honum að skipta um vinnu. Hann fór að þeim ráðum og fór nú að vinna hjá Blindravinafélaginu Ingólfsstræti 12. Hjá því félagi vann hann alla tíð meðan heilsa entist ýmist sem smiður,, verkstjóri ,eða leiðbein- andi. Þar nam hann tágaiðn og er einn af'þeim örfáu, sem þá iðn kunna hér á landi. , Alfreð og Þóra eignuðust 5 börn. Öll hafa þau hlotið góða menntun og er yngsti sonurinn enn í námi. Börn þeirra eru: Sæmundur gjaldkeri hjá Olíufélaginu, búsettur í Reykjavík, Unnur iðju- þjálfi, sem nú dvelur í Svíþjóð. Helga meinatækn- ir, búsett í Reykjavík, og Björk fóstra og Stefán, sem er við hjúkrunarnám í Háskóla íslands. Þau Björk og Stefán búa enn í heimahúsum. Það vill oft fara svo, að þeir sem vinna langan vinnudag, verða láta félagsmálin sitja á hakanum. Alfreð starfaði ekki mikið í félagsstörfum, en gæfi hann sig að þeim þá vann þar sem annars staðar af alhug og einlægni. Ég minnist þess hér á árunum áður, að við sátum saman í stjórn Ungmennafélagsins Eflingu á Djúpuvík, en það var á blómatímum fæðingar- sveitar okkar, þegar síldin fyllti flóa og firði og bjartsýni ríkti um framtíðina þar heima. Seinna sátum við saman í stjórn Félags smábáta- eigenda hér í Kópavogi. Hann var ritari í stjórn þess félags frá upphafi og bera vel skrifaðar fundargerðir hans þess vitni að þarf fór skilagóður maður, sem greindi vel milli aðal og aukaatriða. Tillögur Alfreðs voru rökfastar og raunsæjar. Við félagarnir í Smábátafélaginu þökkum honum, hans starf í þágu félagsins. Margar ánægjustundirnar áttum við Alfreðsam- an á litla skemmtilega bátnum okkar hér á Faxaflóanum og mun ég minnast þeirra stunda með ánægju og þakklæti. Ég veit, að fjölskylda Alfreðs hefur skylduræk- inn og góðan heimilisföður og að hún er harmi slegin, en það er þó huggun harmi gegn, að gott er að minnast góðs drengs. Að þessum fátæku orðum mæltum sendi ég eiginkonu og börnum mínar dýpstu samúðar kveðjur. Guð blessi ykkur. Friðrik Pétursson t Alfreð Sæmundsson var fæddur 6. september 1915 að Veiðileysu í Árneshreppi. Hann lést þann 14. nóvember sí. Alfreð Sæmundsson húsasmiður hóf störf hjá Blindravinafélagi íslands haustið 1962. Tók hann að sér verkstjórn vinnustofu félagsins og var mikill hluti starfs hans aðstoð við blinda við bursta- og körfugerð. Hann var ákaflega fljótur að aðlaga sig starfinu og liðsinnti blinda fólkinu með velvilja og lipurð. Samhliða verkstjórn gerðist Alfreð sölumaður fyrir fyrirtækið Blindraiðn og rækti þar starf sérlega vel. Hann var áhugasamur í starfi og ávann sér traust viðskiptavina sem og samstarfs- manna. í janúar 1973 gerðist hann nemi í körfugerð og tók Alfreð sveinspróf í þeirri iðngrein í desember 1976. Meistararéttindi fékk hann 1979. Alfreð var einstaklega fljótur að tileinka sér handbrögð í körfugerð. Smíðaði hann líka ýmis hjálpartæki til að létta vinnuaðferðir. Eftir sveinspróf varin hann jöfnum höndum við að kenna körfugerð og að framleiðslustörfum. Báru öll hans verk vitni um hagleik og snyrti- mennsku enda mörg iistasmíð. Alfreð vildi félaginu sérstaklega vel og lét hag þess ávallt sitja í fyrirrúmi. Hann var mjög nærgætinn í öllu samstarfi hvort sem í hlut áttu blindir eða sjáandi og var mikils metinn af öllum sem kynntust honum. Félagið hefur misst einn sinn traustasta starfs- mann og er hans nú sárt saknað og hann kvaddur með virðingu og þakklæti. Blindravinafélag íslands sendir eftirlifandi konu hans frú Þóru Stefánsdóttur og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. F.h. Blindravinafélags fslands Þórsteinn Bjamason 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.