Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 4
Guðmundur Þorsteinsson Klafastöðum Fæddur 30. apríl 1900. Dáinn 7. nóvcmber 1983. Þann 7. nóv. s.l. lést á Sjúkrahúsi Akraness Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Klafastöðum, eftir áralanga veru þar, oft illa haldinn. Guðmundur var sonur þeirra heiðurshjóna Porsteins Narfasonar og Ragnheiðar Þorkelsdótt- ur, sem langan aldur bjuggu rausnar fyrirmyndar- búi á sinni ágætu jörð Klafastöðum í Skilmanna- hreppi. Þorsteinn var sonur Narfa Einarssonar og Þjóðbjargar Þórðardóttur, þau bjuggu í Stíflisdal í Þingvallasveit, en fluttu að Klafastöðum vorið 1879. Keyptu jörðina ásamt Klafastaða-Grund, sem hafði verið sjálfstætt býli. Síðan hefur þarna verið ein jörð falleg og notadrjúg. Þessir forfeður Guðmundar, í föðurætt bjuggu, mann fram af manni í Stíflisdal. MóðirGuðmund- ar var Ragnheiður Þorkelsdótti, Kristjánssonar hreppstjóra á Kárastöðum f Þingvallasveit. Kona Þorkels var Birgrét Einarsdóttir, systir Narfa afa Guðmundar í föðurætt, þau bjuggu í Helgadal í Mosfellssveit. Kristján í Álsnesi íKjalarneshrepp, þekktur maður var bróðir Ragnheiðar. f báðar ættir Guðmundar var mikið myndarfólk, þar fylgdist að gjörfuleiki og gáfur, dugnaður og hyggindi. Þorsteinn Narfason tekur við búi af föður sínum. Hann var stórhuga framkvæmdamaður. íbúðarhúsið, sem enn sómir sér vel á Klafastöðum ber því vitni. Það er byggt 1907. Góð útihús úr timbri, járnklædd, fjós og hlaða voru byggð um líkt leyti, svo fjárhús og hlaða á Grundinni 1912. Þannig var þessi jörð húsuð svo til fyrirmyndar var á þeim tíma. Öll umgengni utan húss, sem innan bar fólkinu gott vitni um þrifnað ogsnyrtimensku. Gestrisni var þar annáluð, greiðvikni og góðvild. Þar var ætíð mætt útréttum hjálpar höndum. Klafastaðafólkið var úrvalsfólk, sem vildi öllum gott gera, og mátti ekkert aumt sjá. Þar gilti einu hvort menn eða málleysingjar áttu í hlut. Nágrannar, sveitungar og margir fleiri úr samtíðinni nutu oft góðs af allri þeirri greiðvikni og kærleiksvilja. Þau Klafastaðahjón einguðust 11 börn, 4 dóu í frumbernsku, eins og altítt var á þeim árum. Þau sem upp komust eru hér talin í aldursröð Þjóðbjörg, Gumundur, Ásta, Narfi, Kristmund- ur, Þórður og Jensína. Öll börnin áttu sína ævidaga óskipta á sínu ættaróðali, samstæð fjöl- skylda. Börnin tóku við búsforráðum af foreldrun- um, ekkert átti maka, ekkert barn, svo þegar lífsþætti þessa fólks lýkur hljóðnar rödd þess fyrir fullt og allt á þessum stað. Einn þáttur íslands- sögunnar líður, annar þáttur hefst á öðrum stað. Þetta lögmál er okkur öllum ætlað. En við eigum góða minningu geymda á sínum stað, um gott samtíðarfólk, granna og vini. Þau Klafastaðahjón lifðu til hárrar elli. Nú hefur þetta fólk gengið útaf sviðinu, nema Kristmundur, sem mætir okkur vingjarnlegur og furðu hress, þó búi við laka 4 heilsu. Til hans leitar hugur minn á þessari stundu, fullur samúðar. Þetta fólk allt voru góðir grannar frá mínum uppvaxtarárum á næsta bæ, ég hugsa til þess með þökk og virðingu, við þessi þáttaskil. Guðmundi Þorsteinssyni voru búin all sérstæð forlög. Hann var fæddur aldamótamaður, í orðsins fyllstu merkingu, með brjóstið fullt af lífsorku og fyrirheitum, ekki síður en aðrir, sem Iofaðir hafa verið í ræðu og riti. Hitt mátti hann svo sætta sig við að fæðast stórfatlaður. Það vantaði annan fótinn uppundir hné, og vinstri höndin var aðeinS með tveim bækluðum fingrum fram úr únliðnum, þung byrði það. En Skaparinn gaf Guðmundi margt annað á móti, sem öðrum var ekki gefið. Fyrst skal nefna góðar gáfur, óvenju sterkan viljastyrk, líkamshreysti og karl- mennsku, dugnað, ákafa og áræði. Trú á það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Trú á það sem er, og það sem koma skal, eftir liðinn dag. Hann vakti á sér athygli fyrir óvenjulega lífjorku. Hann stóð við slátt með orfi og ljá, sem heill maður og gaf öðrum ekki eftir, varðandi afköst , ég sá hann standa í haugmokstri og hamast. Hann var allra ungra manna fljótastur í spretthlaupi, með tré- hækjuna sína, (en hann fékk ekki gervifót fyrr en 25 ára gamall). Og ekki hoppuðu aðrir hærra jafnfætis. Það var enginn maður heitfengari. Mér fannst nóg um á sjúkrahúsinu, á meðan hann komst niður í lyftunni og út í göngugrindini, um há vetur í froststormi, í einum léreftsjakka, sem hann hneppti frá sér og lét svalan storminn blása um bert brjóstið. Settist síðan útundir vegg, án skjólfata og fann ekki fyrir kulda. Miklu frekar fyrir ferskleikanum, sem gaf nýjan mátt, ótrúlegt en satt. Slík var líkamshreystin, þrátt fyrir aðra kröm. Hann sagði mér frá því að niður við Grundartanga væri klettur útí sjó, hann sagðist oft hafa farið úr öllu og stutt sig á sínum eina fæti, og notið þess vel að fá þannig sjóbað oft í mjög köldum sjó. Aldrei sagðist hann hafa liðið fyrir kulda. Hann var engum líkur að hreysti og viljastyrk. Guðmundur var vel laghentur maður við smíðar og hvað annað. Þó var lægni hans þekktust við að líkna skepnunum. Oft var hann sóttur úr nærliggjandi sveitum, þá mest til að hjálpa kúm um burð. Hann var mikill dýravinur, mikill áhugamaður um allar kynbætur og vann þar lengi í forustuhlutverki, bæði varðandi kýrnar, hrossin einnig. Hann vann að fleiri framfaramál- um af dáð og drengskap. Hann var mikill bóndi og sveitamaður að eðlisfari. Guðmundur bjó yfir góðum námshæfileikum. Það sagði hann mér ef aðstæður hefðu leyft, hefði hann kosið að verða dýralæknir. Þá tvo vetur sem hann sótti barnaskóla á Akranes, taldi hann sig hafa mikið lært, önnur varð skólagangan ekki, en hann var mikið lesinn og sjálfmenntaður, svo aðrir langskólagengnir hefðu mátt vara sig á honum. Athyglin var næm, skilningsgáfan í góðu lagi og minnið brást aldrei. Það leiddist engum á viðræðufundi við þennan fjölfróða gáfumann. Við vorum vinir við Guðmundur, ég kom því oft að sjúkrabeði hans, þessi síðustu ár. Oft var hann vanmáttugur til viðræðna, en viðmótið og það sem innra fyrir bjó birtist í svip og látbragði. Hinar stundirnar voru ótal margar, sem við máttum ræðast við, þær gáfu mér oft mikið og voru lærdómsríkar. Guðmundur var ekki í neinum vafa um að sín biði nýtt líf á annarri plánetu. Ég held hann hafi borið í brjósti tilhlökkun og eftirvæntingu, um betra og fegurra líf. Við þessi þáttaskil bið ég honum því fararheilla. Megi góðar vonir allar rætast, megi hann nýr og heill, hugdjarfur, sem fyrr mæta til nýrra athafna, á vonarlandinu góða. Eftirminnilegan mann kveð ég bestu þakkar- kveðju. Blessuð sé hans minning. Valgarður L. Jönsson frá Eystra-Miðfelli- Guðmundur Þorsteinsson fæddist 30. apríl, aldamótaárið, á Klafastöðum í Skilmannahreppi og þar eyddi hann langri ævi. Mikill vandi er á höndum að klæða minningu þessa manns orðum, sem gera hvort tveggja í senn að lýsa mannlegum kostum og koma jafnframt til skila þeirri hógværð og lítillæti, sem einkenndi allt hans líf. Guðmundur var sonur hjónanna Ragnheiðar Þorkelsdóttur og Þorsteins Narfasonar, sem voru bæði ættuð úr Þingvallasveit. Foreldrar hans hófu búskap á Klafastöðum og þar fæddust ellefu systkini. Af systkinahópnum er Kristmundureinn á lífi. Guðmundur átti við líkamlega fötlun að búa allt frá fæðingu en honum var gefinn andlegur styrkur, sem gerði honum kleift að Iifa með fötlun sinni. Alla tíð gekk hann til sömu verka og heilbrigðir menn og skilaði síst minna dagsverki. Guðmundur naut takmarkaðrar kennslu > barnaskóla eins og títt var í upphafi aldar. Á honum sannaðist, eins og mörgum öðrum, að fleiri leiðir liggja til þroska en formleg skólaganga. Frá barnæsku þurfti hann að beita sjálfan sig mikilli ögun til að yfirvinna fötlun sína og verða Islendingaþættii'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.