Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 7
Benedikt Guðnason Ásgarði Vallahreppi 80 ára Hinn 11. nóvember síðastliðinn varð Benedikt Guðnason áttræður. Ég gat því miður ekki heimsótt hann á þessum merkisdegi, en sendi honum í þess stað nokkrar línur. Benedikt er fæddur á Stór-Sandfelli í Skriðdal 11/11 1903. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Kristjánsdóttir frá Grófargerði á Völlum og Guðni Björnsson frá Stóra-Sandfelli. Benedikt var þriðja barn þeirra merkishjóna, en þau eignuðust fimm börn: Elstur var Bjöm, þá Kristján, báðir bændur í Stór-Sandfelli. Þeir em látnir fyrir mörgum árum. Haraldur bóndi á Eyjólfsstöðum á Völlum og Sigrún húsfreyja í Arnkelsgerði á Völlum. Sigrún er látin fyrir nokkmm árum. Öll voru Stóra-Sandfells systkinin vel gefin og dugnaðarfólk, þau fóm öll til náms í Alþýðuskólann á Eiðum. Benedikt vandist allri vinnu á unga aldri eins og vinnubrögðum var þá háttað, allt unnið með handverkfærum. Ungur gekk Benedikt í Ung- mennafélag Skriðdæla og var þar góur félagi. Hann lærði ungur á bíl og var einn af fyrstu vörubílstjórum hjá K.H.B. á Reyðarfirði, stund- aði akstur fyrir kaupfélagið í nokkur ár og fórst það vel. Vegir vom í þá daga bæði mjóir og krókóttir. Árið 1937 verða þáttaskil í lífi Benedikts, 2. juní það ár giftist hann heitkonu sinni, Þuríði Guðmundsdóttur frá Amkelsgerði, hinni ágætu konu sem hefur reynst honum traustur og farsæll lífsförunautur. Sama ár stofna ungu hjónin nýbýl- ið Ásgarð á 5/8 hluta jarðarinnar Tunguhaga á Völlum, og hefja byggingu á íbúðarhúsi úr steinsteypu. Samhliða byggði Benedikt öll gripa- hús og heyhlöðu. Túnið sem fylgdi jarðarhlutan- um var þýft. Benedikt hóf þegar að slétta það og notaði til þess undirristuspaða eins og þá var algengt, og vann síðan flagið með hestaverkfær- um. Einnig handgróf hann langa skurði til að þurrka land og vann drjúgar spildur með hestun- um sínum. Þegar vélknúnu tækin komu til sögunn- ar stækkaði túnið ört og varð fljótt með fallegustu og best ræktuðu túnum sveitarinnar. Benedikt er mikill skepnuvinur og fer vel með allar skepnur. Hann hefur átt góða reiðhesta, og mér er sagt að hann hefði átt hest í tamningu síðastliðinn vetur, og í vor þegar hann sótti hestinn á tamningarstöð- ina þá settist hann á bak og reið heim. Frænka hans sagði mér að Benedikt hefði verið léttur í spori þegar verið var að smala í haust og hlaupið fyrir kindurnar. Félagsmálastörf Benedikts verða ekki rakin hér, en geta vil ég þess að hann var lengi kjötmatsmaður við sláturhúsið á Egilsstöðum og leysti það starf prýðis vel af hendi. Benedikt er meðalmaður á hæð, glaðlegur í viðmóti, fastur fyrir og drengskap hans viðbrugðið, enda vina margur. Hjá þeim Ásgarðshjónum er mikil gest- risni og þangað er gott að koma. í Ásgarði hafa dvalið börn og unglingar mörg sumur og eiga vafalaust þaðan góðar minningar. Þau Þuríður og Benedikt eignuðust þrju börn, sem eru: Guðmundur, Ingigerður og Guðni. Öll eru systkinin vel gefin og manndómsfólk og hafa stofnað sín eigin heimili. Kæri vinur, á þssum tímamótum í ævi þinni biðjum við þér og þínum allrar blessunar nú og ævinlega. Stefán Bjamason Flögu. tóku þeir þá venjulega „skák“ Stebbi og hann. Þá kom Hallur Björnsson frá Rangá mjög oft. Þeir frændur Stebbi og hann sungu þá mikið, Stebbi spilaði undir og söng bassa en Hallur söng efri rödd. Þeir sungu „glúntana", lög Sigvalda Kalda- lóns og fleiri, þetta var allt mjög skemmtilegt. Þegar liðið var nokkuð fram á þorra 1932 var flutt heim í Bót nýtt galdratæki sem útvarpsvið- tæki nefndist. Þetta var snotrasti kassi og fylgdi stór hátalari sem hljóðið átti að koma úr, svo og rafhlaða og glerrafgeymir. Þá þurfti að setja upp hátt og nokkuð langt loftnet úti. Þetta var gert af mikilli elju, reist há loftnetsstöng inn og upp á hól. Svo biðu allir með eftirvæntingu að heyra í fyrsta sinn frá „útvarpsstöð íslands í Reykjavík". En öllum til vonbrigða heyrðist ekki neitt nema smá urg þegar tökkum var snúið. Siggi bróðir minn var þá í Bót, hann þótti laginn við ýmislegt og þeir lögðu nú hugann í bleyti Stebbi og hann, en ekkert dugði. Þá var nú ekki kominn smi í Bót. en það var vitað að Þórhallur Jónasson hreppstjóri á Breiða- vaði var búinn að eiga „útvarp" í nokkur ár. Það varð að ráði að Stebbi skrifaði Þórhalli bréf og tjáir honum þessi vandræði. Næsta dag er ég sendur með bréfið, veður og gangfæri var gott og ágætur ís á Lagarfljóti. Þórhallur brást vel við bjó sig í skyndi og við íslendingaþættir gengum af stað, stutta viðdvöl höfðum við í Skógargerði og Gísli bóndi slóst í för með okkur upp í Bót. Á leiðinni töluðu þeir um leyndardóma stjarnanna og ráðgátur alheimsins. Ég var mjög hrifinn af samtalinu og í þetta skipti hefði leiðin heim í Bót mátt vera svolítið lengri. Um kvöldið fór áð heyrast í útvarpinu, en frekar lágt til að byrja með. Gísla varð þá að orði „ég vil nú heldur að hann Steffán taki í orgelið“. En Gísli notaði alltaf tvö f í Stefánsnafninu. Gísli var mjög skýrmæltur og talaði ósvikna íslensku. Stebbi var lengi með póstafgreiðslu og póstferð- ir frá Bót og út í Nefbjamarstaði. Útvarpstækið í Bót var það fyrsta í sveitinni og var mikið spurst frétta og um veðurfréttir þegar maður var í póstferðum áður en útvörp urðu almenn. Heims- kreppan var þá skollin yfir og fjárhagur margra þröngur, því breiddist útvarpið hægt út. Ég fer í Eiðaskóla haustið 1933 og er þar aðeins einn vetur. Laufey kemur alkomin í Bót eftir að þau giftu sig. Og byrja þau Stebbi og Laufey búskap í Bót vorið 1934. En Stebbi var raunar lengi búinn að vera fyrir búinu í Bót með móður sinni, en nú dró hún sig alveg frá búskapnum og var hjá þeim. Ég átti að heita vinnumaður hjá þeini Stebba og Laufeyju fyrsta búskaparár þeirra. En það var það síðasta sem ég var í Bót. Laufey er mannkostamanneskja vel gefin og stálminnug á löngu liðna atburði. Stebbi hefur verið mér alla tíð sem besti „bróðir“. Ég óska „afmælisbörnunum" til hamingju með þessi merku tímamót og vona að þau eigi enn eftir að dvelja í Bót margar sumarstundir ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barna-börnum. Gunnlaugur V. Gunnlaugsson Heiðarseli Leiðrétting 1 minningargrein um Lárus G. Sigurðsson, sem birtist í íslendingaþáttum 16. nóvember 43.tbl. urðu nokkrar villur. Ingibjörg, systir Lárusar, var sögð gift Valgeiri Jónassyni bónda á Skarði í Melasveit, en átti að vera Leirársveit. Þá er í næst síðustu málsgreininni sagt að Lárus hefði sagt það eitt „sinn” mesta happ að Sigurjón væri hneigður til búskapar, en á auðvitað að vera eitt „sitt“ mesta happ. f sömu málsgrein er talað um, að það væri öllum sönnum bændum gleðiefni ef niðjar þeirra héldu „samstarfr u“ áfram, en á að vera ef þeir héldu „starfinu" áfram. Er hér með beðist afsökunar á villum þessum. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.