Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 21.12.1983, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.12.1983, Qupperneq 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 21. desember 1983 — 48. tbl. TÍMANS Stefán Kjartan Snæbjörnsson vélvirkj ameis tari Fæddur 19. júní 1915 Dáinn 21. október 1983 Góður maður er genginn, sem gott var að kynnast. Þetta voru þau orð, sem mér komu fyrst í hug, er mér var sagt lát vinar míns og samstarfsmanns um árabil, Stefáns Kjartans Snæ- björnssonar. Eftir stutta legu a sjukrahúsinu á Sauðárkróki lést hann, föstudaginn 21. okt. s.l. Minningarathöfn um hann var í Sauðárkróks- kirkju mánudaginn 24. okt. en útför hans var gerð frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 28. okt. Stefán sá ég fyrst á fögrum haustdegi árið 1976. En það haust flutti hann að Hólum í Hjaltadal og hóf þar kennslustörf, þá um sextugt. Fundum okkar bar saman á kennsluverkstæðinu þar sem hann var að undirbúa vetrarstarfíð, fullur áhuga og eftirvæntingar. Mátti ætla, að þar færi ungur maður, sem væri að hefja sitt ævistarf. Heimsóknir mínar uru margar á verkstæðið til Stefáns eða heim til hans, á meðan við dvöldum báðir á Hólum. Þegar eitthvað gekk miður var gott að hitta Stefán. Þegar Stefán kom að Hólum, var hann nýlega farinn að vinna eftir erfið veikindi og aldrei varð hann heiil heilsu. Þó gat enginn séð, að þar færi sjúkur maður, sem Stefán fór, því ætíð var hann glaður og bjartsýnn og lét lítið yfir veikindum sínum þótt spurður væri. Stefán var meðalmaður vexti og fríður. Fram- koma hans var hæg og viðmót hlýtt. Hann var skapmaður en kunni vel að stilla skap sitt. Ágætlega var hann gefinn og hafði fjölhæfa greind. Áberandi þættir í fari Stefáns voru, hjálpsemi, iðjusemi og skyldurækni. Aldrei vissi ég til, að hann neitaði bón nokkurs manns. Það var eins og honum væri nauðsynlegt að geta rétt einhverjum hjálparhönd á degi hverjum. Að veita samferða- fólkinu aðstoð var Stefáni andleg næring, sem hann naut að meðtaka. Iðjusemi hans var viðbrugðið og hagur var hann svo af bar og skipti litlu við hvað hann fékkst. Þótt heilsa Stefáns væri tæp síðustu árin kom fréttin um andlát hans mér nokkuð á óvart. Heilsa hans hafði virst heldur betri síðustu árin, heimilis- aðstæður hans voru einnig betri og í þriðja lagi var starfsvettvangur hans tryggari en verið hafði um tíma. Hins vegar kveið Stefán því að láta af störfum, flytja frá Hólum og gerast bara ellilífeyr- isþegi. Ætti Stefán frístund frá amstri daganna, leit hann gjarnan í bók. Las hann þá helst bækur um þjóðlegan fróðleik, ættfræði og sögu. Þá las hann mikið um vélar og tækni og fylgdist vel með á því sviði, enda ótrúlega víða heima í þeim efnum. Við fráfall vinar hvarflar hugurinn til baka. Allar mínar minningar um Stefán eru góðar. Yfir þeim er birta og ylur. Minningar um mann, sem ætíð reyndi eftir bestu getu að létta samferða- mönnunum lífsgönguna og láta gott af sér leiða. Við fráfall slíks drengs hefur samfélag okkar mikið misst. við gerum okkur ef til vill nú fyrst grein fyrir því hversu alltof lítið við ræktum vináttuna við hann, og hversu miklu betur við hefðum getað stutt hann í lífsbaráttunni en við gerðum. En þó vinir tregi góðan dreng þá er söknuðurinn sárastur hjá ástvinum hans. Þeim öllum sendi ég niínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég vil svo að tíðustu Stefán minn, flytja þér þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir vináttu þína og góðvild í okkar garð samstarfið, sem aldrci bar skugga á. Guð varðveiti þig á nýjum leiðum. Og Vilborg mín. Guð styrki þig og leiði á þessum vegamótum. Góður maður er genginn, sem gott er að minnast. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. Haustið 1976 losnaði staða vélfræðikennara við Bændaskólann á Hólum. Við heimamenn vorum að vonum spenntir að vita hver kæmi í það sæti. Á stað eins og Hólum, oft innilokuðum í vetrarríki, þarf fólk meira hvert á öðru að halda en þar sem fjölmenni er meira og umferðgreiðari. í stöðuna var ráðinn Stefán K. Snæbjörnsson frá Akureyri, rúmlega sextugur að aldri og heima- mönnum ókunnugur. Flótt kom í ljós að við höfðum eignast einstaklega góðan félaga og nágranna og skólinn traustan starfsmann, sem gekk að verki heill og óskiptur. Stefán fæddist á Dalvík 19. júní 1915, daginn sem konur fengu kosningarétt á íslandi eins og hann sagði okkur. Foreldrar hans voru hjónin Snæbjörn Magnússon frá Gili í Öxnadal og Svanborg Jónasdóttir ættuð frá Kífsá í Kræklinga- hlíð í föðurætt en Gvendarstöðum í Köldukinn í móðurætt. Fjögurra ára flutti Stefán til Siglufjarðar með foreldrum sínum, en þar stofnaði faðir hans vélaviðgerðarverkstæði sem hann rak til ársins 1927 að hann flutti til Akureyrar. í Siglufirði fæddust bræður Stefáns, Óttó blikksmiður og Magnús plötu- og ketilsmiður, báðir nú búsettir á Akureyri. Þegar Stefán hafði aldur til hóf hann nám hjá föður sínum í vélvirkjun og rennismíði á vélaverk- stæði sem þeir feðgar stofnuðu og nefndu „Júní“. Þar lauk hann sveinsprófi í þessum greinum en meistarabréf fékk hann í þeim báðum árið 1946. Árið 1941 seldu þeir feðgar verkstæði sitt en Stefán réðst til Vélsmiðjunnar Odda hf. á Akureyri. Þar starfaði hann til ársins 1961 að hann stofnaði Véla- og raftækjasöluna á Akureyri með æskufélaga sínum Antoni Kristjánssyni. Við hana vann Stefán til ársins 1971 að hann sneri aftur til starfa í Vélsmiðjunni Odda. Haustið 1973 veiktist hann af hjartasjúkdómi og var óvinnufær næstu árin. Vorið 1976 gekkst hann undir aðgerð og hlaut svo mikinn bata að um haustið réðst hann sem kennari að Hólum og þar starfaði hann til æviloka, 21. október sl. Árið 1936 kvæntist Stefán Sigurlaugu Jóhanns- dóttur frá Sjávarbakka í Arnameshreppi í Eyja- firði. Þau eignuðust fjögur börn: Snæbjörgu Jóhönnu gifta Braga Stefánssyni bifreiðastjóra á Akureyri, Jónas kennara, kvæntan Sigrúnu Kris- tjánsdóttur sjúkraliða á Akureyri, Gylfa sem lést árið 1963, 18 ára að aldri og Fjólu gifta Val Sigurbjörnssyni vélstjóra við Laxárvirkjun. Barnabörnin eru níu og bamabamabörnin tvö. Stefán og Sigurlaug slitu samvistum árið 1966. Stefán tók upp sambúð með Vilborgu Pálma-

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.