Íslendingaþættir Tímans - 21.12.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.12.1983, Blaðsíða 4
Anna Kristjánsdóttir Fædd 24. október 1904 Dáin 21. september 1983 Þeir sem komnir eru á miðjan aldur hafa oft gaman af að leita í sjóð minninganna og koma upp með.eitthvað fallegt tii að skoða sjálfir og jafnvel sýna öðrum. Tilefnin geta verið margvísleg, t.d. lát vinar eða ættingja sem maður þekkti ungur. Eða börnin á heimilinu koma og vilja fá sögu. helst frá í „gamla daga“ þegar þú varst lítil eða frá því í „eldgamla daga“ þegar amma var lítil. Þegar svo langt er seilst til fortíðar, sem þykir allra skemmtilegast hér á þessum bæ, þá hef ég stundum gripið til frásagnar úr Fremstafelli sem mamma sagði mér þegar ég var barn. Segðu okkur söguna af því þegar Anna systir þín fór með afa að gefa hrútunum, báðum við systkinin. Þegar Anna systir var lítil var hún oft óþæg og rellin eins og við allar Fremstafellssystur, byrjaði mamma. Og einu sinni þegar hún var búin að hrína hátt og lengi, þá sagði pabbi við hana: Hættu nú að skæla heillin og komdu með mér út og sjáðu þegar ég gef hrútunum hafrana. Þetta mun þeirri litlu hafa þótt meira en lítið forvitni- legt, því að hún þagnaði samstundis og fylgdi föður sínum í húsin. Gamanið fór þó fljótlega af. { stað þess að lafa hrútana í hrútakrónni éta geithafrana í ystukrónni stráði Kristján bóndi bara höfrum í garðann hjá hrútunum handa þeim að éta. Þetta fannst Önnu móðursystur hversdags- leg og ómerkileg athöfn og alls ekki þess virði að fara út í kvöldrökkrið fyrir. Hún byrjaði þess vegna aftur að grenja. Ég lét mömmu oft segja mér þessa sögu og hef oft sagt hana sjálf. Ég velti henni líka oft fyrir mér, vissi auðvitað að hún var dagsönn, en þótti hún samt ótrúleg. Svoleiðis sögur eru skemmtilegast- ar. En sagan var ótrúleg af því að ég hafði kynnst Önnu móðursystur minni og hún var svo stillileg og rólynd, blíðleg og góð, að erfitt var að hugsa sér hana sem öskrandi óþægðarorm. Ég sá þessa elstu systur móður minnar, Önnu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, raunar ekki mjög oft þegar ég var að alast upp og sjaldnar en hinar móðursystur mínar, því að hún var gift austur á Kirkjubæjarklaustri og bjó þar búi sínu með manni sínum Júlíusi Lárussyni frá Klaustri og einkadóttur þeirra Unni. í þá daga var ekkiskotist austur að Klaustri eða flakkað landshorna á milli yfirleitt, nema nauðsyn bæri til, og frænka mín hefur sjálfsagt haft annað að gera á gestkvæmu rausnarheimili heldur en að frílysta sig í höfuð- staðnum, en einstöku sinnum komu þær mæðgur, hún ogUnnur, í heimsókn til okkar í Austurbæjar- skólann. En árið 1947 verður breyting á högum þeirra Klausturhjóna, því að þá flytja þau til Reykjavík- ur. Þá var líka breyting orðin á högum móður minnar, hún orðin ekkja með 5 ung börn á framfæri. Og þá var það sem Anna og Júlíus fluttu 4 til okkar í risíbúðina í Bólstaðarhlíð 14 og bjuggu þar í nokkur ár. Það hefur vissulega verið móður minni styrkur að hafa systur sína búandi í sama húsi, og það er frá þessum árum sem ég á flestar minningar um frænku mína og heimili hennar, sem alltaf stóð okkur systkinunum opið. Hún var, eins og ég sagði áðan, engin æsingamanneskja, flíkaði ekki tilfinningum sínum og reyndi ekki að neyða skoðunum sínum upp á aðra. Af öllum Fremstafellssystrum 5 sem upp komust held ég að Anna hafi verið líkust móður sinni, Rósu ömmu, að lunderni: vinnusöm, æðrulaus, góðlynd kona, sem gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra. Hún var ekki langskólagengin en fróð um marga hluti og þó einkum um fólk, um líf og sögu samferðarmanna, ættir og örlög. Og hún kunni þá Iist að segja frá. Oft heyrði ég móður mína segja: Æ, ég man þetta ekki fyrir víst, en hún Anna systir man það. Og það hygg ég að hafi sjaldan brugðist. Það var sérlega gaman að hlusta á þær systur rabba saman, rifja upp atburði, rekja ættir fólks og segja löngu liðnar sögur úr íslensku þjóðlífi, atburði sem þær ýmist mundu sjálfar eða höfðu heyrt sagt frá. Jafnan ræddu þær um fólk af samúð og skilningi, ekki til að Iasta eða fordæma heldur til að setja sig í annarra spor og svo auðvitað sér og öðrum til saklausrar skemmtunar, því að ýmislegt broslegt hefur vissulega hent frændur okkar í Kinninni fyrr og síðar. Ég gat þess hér að framan að Anna hefði ekki verið Iangskólagengin, en hún fór þó ung að heiman og í Samvinnuskólann í Reykjavík. Hún giftist síðar Júlíusi Lárussyni frá Kirkjubæjar- klaustri og þar bjuggu þau hjónin, en Júlíus var lengi vöruflutningabílstjóri milli Klausturs og Reykjavíkur. Eftir að þau fluttu suður voru þau nokkur ár leigjendur hjá móður minni, en byggðu sér síðan hús í Kópavogi og í Kópavogi stóð heimili þeirra upp frá því. Eftir að Anna og Júlíus fluttu úr Bólstaðarhlíð- inni fækkaði auðvitað fundum okkar, þó að alloft væri skroppið í heimsókn á Álfhólsveginn, en svo flutti ég sjálf úr bænum og síðustu árin hef ég aðeins fylgst með þessu frændfólki mínu úr fjarska. Þó veit ég að frænka mín átti við vanheilsu að stríða alllengi eftir að árin færðust yfir, en hitt veit ég líka, að Unnur dóttir hennar annaðist hana svo að til fyrirmyndar er og dóttúrsonurinn Eiríkur var henni til mikillar gleði og litla Anna Júlía var skírð skömmu áður en langamma hennar var öll. Fyrir sjónum galvaskra nútímakvenna kann þetta að virðast fábrotin ævisaga sveitastúlku sem fer ung úr föðurgarði, giftist, verður húsmóðir og vinnur upp frá því eingöngu innan veggja eigin heimilis. En sé betur að gáð kemur e.t.v. annað í ljós. Hún var alin upp á mannmörgu heimili, elst 8 systkina, og á bernskuheimili sínu kynntist hún bæði fjölbreytilegum störfum og fjölbreytilegu mannlífi. Á búskaparárunum austur í Skaftafells- sýslu kynntist hún nýju fólki og bast vináttubönd- um, ogþetta fólk átti vísa gestrisni á heimili þeirra hjóna eftir að þau fluttu suður. Hún var líka ættrækin og hélt sambandi við fólk sitt og hafði nóg að starfa meðan heilsan leyfði, þótt vinnustað- urinn væri heimilið og starfsheitið húsmóðir. Að endingu votta ég eiginmanninum eftirlifandi og Unni frænku minni samúð og þakka Önnu móðursystur minni, þótt fullseint sé, fyrir allt sent hún gerði fyrir okkur krakkana í Bólstaðarhlíðinni í gamla daga. Kristín R. Thorlacius t Hún dó hér í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra. Hún hafði verið sjúklingur þar og á Landspítala síðustu mánuði, en síðustu þrjá áratugi hafði hún verið heilsutæp, þótt hún næði sér nokkuð á milli. Anna var fædd í Fremstafelli 24. okt. 1904 og var elst systkina sinna, fyrsta barn Rósu Guðlaugs- dóttur og Kristjáns Jónssonar, sem þá og lengst síðan bjuggu í Fremstafelli. Þau systkin voru átta. Yngst var Ásdís, sem dó nær sjö ára gömul 1936, og næst elst var Rannveig sem dó 1966, og gift Páli H. Jónssyni frá Mýri, fóstursyni Páls og Guðrúnar í Stafni. Hin systkini Önnu eru á lífi og eru Áslaug, ekkja Sigurðar Thorlacius, Ólafssonar læknis á Búlandsnesi og Ragnildar Eggerz, Friðrika, gift Jóni Jónssyni frá Mýri, bónda í Fremstafelli, bróður Páls sem áður var nefndur, Helga, gift Jóhanni L. Jóhannessyni bónda á Silfrastöðum, Jón, bóndi í Fremstafelli giftur Gerði Kristjánsdóttur frá Finnsstöðum og yngstur er Jónas í Árnastofnun giftur Sigríði Kristjánsdóttur Jóhannessonar síðast bónda í Hriflu, fósturdóttur Egils Þorlákssonar og Aðal- bjargar Pálsdóttur frá Stóruvöllum. Þau Kristján og Rósa foreldrar Önnu bjuggu lengst af í Fremstafelli, harðdugleg og ósérhlífin hjón en ólík að öðru leyti. Rósa var dóttir Guðlaugs Ásmundssonar og Önnu Sigurðardótt- ur. Þau Guðlaugur og Anna voru bæði þriðji ættliður frá Helga Ásmundssyni á Skútustöðum og fimmti liður frá Kolbeini á Kálfaströnd, en frá þessum báðum eru raktar miklar ættir. Vísast þar í rit Þuru í Garði um Skútustaðaætt og rit Indriða Indriðasonar um ættir Þingeyinga. Guðlaugur gamli í Fremstafelli var sagður gæfumaður og lánaðist flest vel í lífinu, var fróður og ræðinn og kunni sögur. Hann kom 1892 að Fremstafelli sem var þjóðjörð. Hinn afi Önnu, Jón Kristjánsson, var fálátur maður og starfssamur, fæddur í mikilh islendingaþsettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.