Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 6
Egill Egilsson Fæddur 14. júlí 1898 Dáinn 9. janúar 1984 Laugardaginn 14. janúar s.l. var gerð frá Bræðratungukirkju í Biskupstungum útför frænda míns Egils Egilssonar, fyrrum bónda og ferju- manns á Króki þar í sveit. Egill lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. janúar s.l. eftir skamma sjúkdómslegu þar og á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Við Egill frændi minn vorum um margt hug- sjónalega tengdir auk frændseminnar, og finn ég nú sárt til þess að hafa ekki einkum á seinni árum gefið mér meiri tíma til viðræðna og samvista við hánn. Með fátækLegum kveðjuorðum langar mig nú að bæta fyrir mistökin, og rifja í leiðinni upp nokkur minningabrot af starfsvettvangi þessa síunga gleðigjafa, scm um margt stóð upp úr meðalmennskunni, sem sannur vinur og góður samferðamaður og félagi. Pessir eiginleikar Egils komu jafnt fram við unga sem aldna, og þess vegna eru þeir nú margir sem sakna vinar í stað, auk hans nánustu. Egill móðurbróðir minn var fæddur að Þverá á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu 14. júlí 1898 og voru foreldrar hans Egill Egilsson frá Hörgslands- koti þar í sveit, og Guðlaug Steinunn Guðlaugs- dóttir frá Pverá. Egill var elstur móðursystkina minna átta að tölu, og er hann fyrstur þeirra sem fellur frá. Árið 1899 fluttu afi minn og amma búferlúm austan af Síðu, og út í Biskupstungur, þar sem ungu hjónin hófu búskap að Galtalæk. Tvær aðrar jarðir í Biskupstungum stóðu ungu hjónunum til boða á þessum tíma, Fellið og Miklaholt, en þau kusu að búa á Galtalæk, sem reyndist fjölskyld- unni farsæl ákvörðun. Pegar þessir sögulegu flutningar áttu sér stað, var amma mín Guðlaug Steinunn aðeins tvítug að aldri, og reiddi hún frumburð sinn Egil á fyrsta ári fyrir framan sig alla þessa löngu leið, yfir óbrúaðar ár og stór-fljót sem sum hver voru í foráttu-vexti eftir votviðrasamt vor. Skaftfellingurinn ungi í öruggum móðurhönd- um, hlaut þá eldskírn sem dugði honum farsællega á langri æfi. Aldrei var það háttur hans síðar á æfinni, að mikla fyrir sér erfiðleikana sem að steðjuðu, heldur kaus hann að takast á við þá, og þá var ckki ónýtt á stuodum að eiga létta lund, til þess að geta eygt heiðríkjubletti í fjarska, þegaröðrum byrgði sýn. Eins og Egill átti kyn til var hann snemma léttur á fæti, og fóru ýmsar sögur af íþróttalegum fræknleika hans, þótt ekki tæki hann þátt í kappmótum. Um miðjan aldur sótti hann elstur manna námskeið fyrir héraðslögreglumenn í Árnessýslu, og þótti um margt standast þeim yngri snúning. Egill unni sönnum vaskleika og íþróttum 6 og fylgdist vel með á því sviði þar til yfir lauk. Ungum frændum hans hefur verið það mikil hvatning, að vita af því að þessi aldni frændi þeirra fylgdist grannt með afrekum þeirra á íþróttasvið- inu, og fyrir það ber nú að þakka m.a. Að hætti ungra manna í þá daga stundaði Egill sjómennsku á vetrarvertíðum, m.a. hjá frændum sínum að Meiðastöðum í Garði, miklu ágætis fólki sem hann minntist æ síðan. Árið 1923 gerðist Egill ráðsmaður föður síns að Króki, en hann hafði þá tekið jörðina til ábúðar. Árið 1925 kvæntist Egill síðan eftirlifandi eiginkonu sinni Þórdísi ívarsdóttur, sem alist hafði upp í Norður-koti í Grímsnesi, og tóku þau þá við ábúðinni að Króki, sem hefur verið heimili þeirra alla tíð síðan. Fimm urðu börn þeirra Egils og Þórdísar, en auk þeirra ólu þau upp tvo drengi frá unga aldri, og er annar þeirra Heimir Jóhannesson núverandi bóndi að Króki. Börnin voru: Þuríður húsfreyja í Kópavogi, Steinunn sem lést úr mislingum aðeins 19 ára görnul, Egill, húsasmiðurá Selfossi, fvar Grétar, búsettur í Kópavogi, og Jóna Kristín. húsfreyja að Ósabakka á Skeiðum. Þá var Unnsteinn sonur Þuríðar alinn að mestu upp hjá þeim Krókshjón- um. Dóttirin Steinunn varð þeim hjónum og öllum er til þekktu mikill harmdauði. Glæsilegt ung- menni varð á svo ótímabæran hátt fyrir Ijá sláttumannsins mikla, en eftir lifði minningin um fölskvalausa ljúfmennsku eins og hún gerist best, birta, fegurð, og Ijósir lokkár. Að Króki í Biskupstungum hefur verið lögferja á Tungufljóti allt fram á síðustu ár. Enginn sem ekki þekkir til getur ímyndað sér hvílík umferðar- miðstöð slíkir bæir voru hér fyrr á tíð. Og þegar það fór nú saman að á Króki var eini síminn í sunnanverðri Eystri-Tungu þegar ég man fyrst eftir og lengi frameftir árum. Ferjumannsstarf Egils og fjölskyldu hans mun lengi í minnum haft, og væri efni í langa sögu eitt sér, sem vonandi verður einhverntíma skráð. Tungnamenn og aðrir sem leið áttu um Króks- ferju á Tungufljóti minnast margra kraftaverka ferjumannsins í hörðum vetrarveðrum, og einnig gamansamra tilsvara ferjumannsins, sem alltaf. varð að hlýða kalli hvernig svo sem á stóð. Þá reyndi gestagangur ferjustaðarins ekki síst á húsmóðurina, sem jafnan veitti gestum og gang- andi af sinni alkunnu rausn. Á þeim tíma sem mjólkurflutningar og aðrir aðdrættir Tunguhverfisbænda fóru alfari um Króksferju, trúi ég að margur matarbitinn og kaffibollinn hafi horfið suma dagana, og á ég sjálfur ekki litla úttekt á þeim ógreidda reikningi til Krókshjónanna. Rausn þeirra hjóna var reyndar slík, að ekki var alltaf mjög auðvelt að komast hjá því að þiggja góðgerðir. Það var Agli frænda mínum mikið gleðiefni að geta tekið þátt í því að gera Krókinn að nútíma stórbýli, ásamt fóstursyninum Heimi og síðar hans ágætu konu Margréti Baldursdóttur, frá Kirkjuferju í Ölfusi. Þá hygg ég að það hafi ekki síður verið fyrir hvatningu og góðan vilja Krókssystkinanna að þessi skipan mála og uppbygging hefur tekist svo vel sem raun ber vitni. Allir aðstandendur Krókshjónanna svo og sveit- ungar þeirra fagna þessari þróun mála varðandi ábúð jarðarinnar, og óska ungu hjónunum vel- farnaðar í hvívetna. Þau Egill og Þórdís tóku virkan þátt í félagslífi' sveitunga sinna um langa hríð, og voru þá meðal annars bæði virk í leiklistarstarfi sem þá stóð með miklum blóma í Biskupstungum, eins og oft síðar. 'Egill á Króki var sérlega barngóður, og nutu þess auðvitað fyrst og fremst börn hans og uppeldisbarn og síðar barna-börn, en einnig fjölmörg börn önnur sem áttu með honum samleið og dvöl heima eða heiman. í ferðalögum þar mcð talið fjallferðum, og á vinnustöðum utan heimilis var Egill jafnan eftir- sóttur félagi, og eru þeir margir sem minnast með ánægju slíkra samverustunda. Hans kveðja til okkar allra gleymdist heldur ekki áður en yfir lauk, því áður en hann gekk til skurðarborðsins, sem reyndist hans hinsta för, sagði hann á sinn ljúfmannlega hátt: „Ég bið að heilsa öllum". Eftirfarandi ummæli Egils til hjúkrunarliðs á Sjúkrahúsi Suðurlands, er hann dvaldi þar fyrr í vetur, lýsa betur en nokkuð annað ljúfmennsku og einstöku hugarþeli þessa aldna frænda míns, er hann sagði: „Það er svo gott að vera hér. Mér finnst sem ég ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.