Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 10
Geir Þorleifsson Fæddur 27. des. 1921. Dáinn 18. jan. 1984. Þann 28. janúar 1984 var jarðsunginn frá Borgarneskirkju Geir Þorleifsson múrarameist- ari. Hann fæddist 27. des. 1921. Foreldrar hans voru Þorleifur M. Ólafsson bóndi Rauðanesi og María Steinunn Eyjólfsdóttir. Ungur missti Geirsi, einsogvið kölluðum hann, föður sinn og fluttist þá móðir hans í Borgarnes en hann ólst að mestu leyti upp hjá Haraldi Bjarnasyni Álftárnesi, Álftárneshreppi. Hann lærði múraraiðn í Borgarnesi og vann við það þar og í nágrenninu til dánardags. Eftirlifandi kona hans heitir Jóhanna Soffía Níborg Jakobssen ættuð úr Færeyjum. Þau áttu fjögur börn: Maríu f. 1947 búsett á Flórída, Steinunni f. 1950 býr á Breiðabólsstað í Reyk- holtsdal, Geirdísi f. 1953 og Þorleif f. 1956 bæði búandi í Borgarnesi. Núna síðustu árin hefur þeim hjónum veist sú ánægja að fóstra dótturson sinn Geira fæddan 1968. Hann er sonur Maríu. Aðaláhugamál Geirsa var hestamennska. Ævinlega átti hann nokkuð af hestum og einmitt í gegnum þá tengdist hann okkur á Beigalda mjög mikið. Ég man ekki eftir öðru en hann hafi átt hestana sína í hagagöngu heima á sumrin. Framan af gengu þeir með heimahrossunum en síðustu árin í sérstakri girðingu norðan við aðalveginn. Oft kom Geirsi við í eldhúsinu á Beigalda, þáði kaffi og sagði sögur. Það var segin saga að ekki kom hann inn væru gestir fyrir. Hann var nefnilega að eðlisfari hlédrægur. seintekinn en stór vinur vina á Loftsalaheimilinu hafi verið með besta móti þrátt fyrir að búið væri lítið og margir munnar til að fæða. Þarna í einni fegurstu og gjöfulustu sveit landsins, í stórri fjölskyldu óx Lára úr grasi og úr sveitinni sinni fluttist hún aldrei. Árið 1940 giftist Lára eftirlifandi ntanni sínum Steinþóri Elíasi Jónssyni frá Vestra-Skaganesi og settust þau þar að. Þau eignuðust 2 börn, Guðbrand sem nú er deildarstjóri við Tækniskóla fslands og Sigríði sem nú stýrir búi að V-Skaga- nesi. Síðustu æviár sín barðist Lára við erfiðan og vægðarlausan sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Sú barátta var hetjuleg og þótt holdið léti á sjá var andinn sívirkur og lét hvergi undan. Hún átti því láni að fagna að eyða síðustu árunum með sínum nánustu. Það var alltaf gleðilegt að koma að Nesi hin síðari ár og verða vitni að því hversu vel Láru leið þrátt fyrir veikindi sín. Þar naut hún frábærrar umhyggju Siggu dóttur sinnar og það hefur áreiðanlega ekki verið henni lítils virði að vita sig í svo traustum höndunt. Ég held ég geti fullyrt að heima á Nesi leið Láru eins vel og hugsast gat miðað við allar aðstæður. 10 sinna. Handtak hans sýndi hversu mikilli hlýju hann bjó yfir. Geirsi hafði sérstaka hæfileika til að segja skemmtilega frá. Hann gaf sér góðan tíma. Ásamt hægðinni var það hnyttið orðaval sem setti svip á sögurnar og stundum mátti sjá augun leiftra í takt við atburðarásina. Þá gat oft verið stutt í leikræna tilburði. Mínar fyrstu minningar um Geirsa eru nokkuð óljósar, einstaka svipmyndir úr eldhúsinu heima man ég þó mjög glöggt. Allir hlógu mikið og hann var miðpunktur. Sagði sögur og fór nteð vísur, innihald man ég ekki og hef sennilega alls ekki Lára hafði lag á því að njóta þess sem hún gat notið hin síðustu ár en vissulega settu veikindi hennar skorður við því. Umkringd fjölskyldu sinni og barnabörnum naut hún þess öryggis og hlýju sem aldraðir og sjúkir fara oft á mis við nú á dögum. Það voru oft skemmtilegar stundir við eldhúsborðið á Nesi þar sem rabbað var saman, drukkið kaffi og spilað fram eftir kvöldi, oft fram á nótt. Alltaf var Lára í miðpunkti, áhugasöm unt heima og geima og gamansemi hennar var við- brugðið. Við sem til sáum gátum ekki annað en dáðst að þeirri umönnun og aðbúnaði sem Lára hiaut hjá ástvinum sínum og gerði henni kleift að njóta sín til fulls. Fyrir vikið leið öllum vel sem gistu að Nesi. Ég veit að það verður gaman að konta að Nesi hér eftir sem endranær en óneitanlega er skarð fyrir skildi og ögn verður tómlegra við eldhúsborð- ið en áður. Ella, Siggu og Guðbrandi sendi ég dýpstu samúðarkveðjur, þau hafa mikils að sakna. Ég þakka ómetanleg kynni af hlýrri manneskju. Blessuð sé minning Láru Guðbrandsdóttur. Björn Guðbrandur Jónsson skilið þær. Eftir á veit ég að langflestar fjölluðu þær um æsku og uppvaxtarár á Mýrum vestur en þar áttu þeir pabbi svo mikið sameiginlegt. Hann sat gjarnan gengt okkur krökkunum við borðið og öðru hverju gaf hann sér tíma til að láta vísifingur _ og litlafingur tríttla yfir það með viðkomu á litlu nefi. Þetta er svo ferskt í minni að ég finn jafnvel enn spenninginn í maganum. Veturinn 1968-1969 múraði Geirsi íbúðarhúsið sem nú stendur á Beigalda. Næstum öllum stundum vorum við systkinin hjá honum við vinnuna og spurðum eins og börnum er eðlilegt. Hann þreyttist aldrei að svara. Meira að segja reyndi hann að útskýra ættartengsl okkar og kallaði mig „Settu frænku". Mér var mikil stríðni af þessari nafngift enda aldrei kölluð Setta nema af honum. Hann var meinlaust stríðinn, beitti stríðni sem meiddi engan. Núna alveg nýlega hófu þau hjónin framkvæmd- ir í hestagirðingunni, við að koma sér upp sumarbústað. Margri stund var varið þar síðastlið- ið sumar við að girða og laga til. Elsku Borga, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Tíminn einn ásamt sterkum huga getur læknað þau djúpu sár sem sorgin grefur. Megi minningar frá liðnum tíma koma þér til hjálpar, því þær verða ekki frá þér teknar. Ég og fjölskylda mín öll vottum þér, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sesselja Árnadóttir. t Laugardaginn 28. janúar síðastliðinn fór fram jarðarför Geirs Þorleifssonar í Borgarnesi að viðstöddu fjölmenni. Hestamenn stóðu heiðurs- vörð við kistuna og vinur söng einsöng: Efst á Arnarvatnshæðum. Var það maklegt og vel við hæfi. Mig langar til að kveðja þennan trygga og góða vin minn nokkrum orðum. Geir var sonur Steinunnar Eyjólfsdóttur og Þorleifs Ólafssonar og fæddur 27. desember 1921 að Hofsstöðum í Hálsasveit. Þaðan flutti fjöl- skyldan að Rauðanesi í Borgarhrepp. Steinunn missti mann sinn meðan börn hennar voru mjög ung og yngri dó'ttirin raunar ófædd. Systir hennar tók litla barnið en hennar missti þá fljótlega við svo að teipan fór heim aftur. Steinunn fluttist síðan í Borgarnes og vann þar fyrir sér og sínum með miklum dugnaði. Stundaði aðallega sauma- skap í heimahúsum. Mörg verkefni bar henni að höndum og ekki var óvanalcgt, að jakkaföt og karlmannafrakkar þungir sæust á saumaborðinu í litla húsinu við Gunnlaugsgötu. Þegar Evjólfur faðir Steinunnar var orðinn ellimóður og ót'ær til starfa hafði hann misst konu sína og af þrettán börnum hans lifðu aðeins þrjú. Þá tók S teinunn föður sinn og sinnti um hann til ÍSLENDINGAÞ/ETTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.