Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 7
SSEEE Guðmundur Einarsson, Ögðum, Dalvík Fæddur 18. júlí 1886 Dáinn 28. janúar 1984 Foreldrar Guðmundar voru Einar Bjarnason bóndi í Brautarhóli í Svarfaðardal og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir og áttu þau bæði ættir sínar að reka í Fljót og Ólafsfjörð. Árið 1906 létu þau af búskap í Brautarhóli og fluttu til Dalvíkur. Þá var Guðmundur sendur í sumardvöl fram í sveit. Sú dvöl varð þó lengri en ætlað var því hann dvaldi á ýmsum bæjum í sveitinni til fullorðins ára. Hann mun hafa séð um sig sjálfur eftir fermingu. Sumarið sem hann varð átján ára var hann kaupamaður í Fagraskógi. Þar kom það í hans hlut að binda hvern bagga og láta mikinn hluta þeirra á klakk. Honum þótti þetta all erfitt til að byrja með en innan skamms varð honum þetta leikur einn. Þetta sumar var Davíð skáld heima í Fagraskógi. Að læknisráði átti hann ekki að vinna, hann sleppti engu tækifæri að tala við Guðmund, spurði hann spjörunum úr um menn og málefni hér útfrá og sagði honum frá ýmsu sem hann hafði séð og heyrt bæði utanlands og innan. Þarna gafst Guðmundi skemmtun og fróðleikur sem hann bjó lengi að. Hann mat Davíð líka umfram flesta aðra menn. Þorvaldur bróðir Guðmundar nokkru eldri fór . til Noregs og var þar nokkur ár. Hann kom heim trúrækin og biðjum við góðan Guð að fylgja henni á nýju tilverustigi. Dætrum og öðru venslafólki vottum við innilega samúð. Jón Magnússon t Dýpsta sœla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar lunga, tárin eru beggja orð. Ólöf Sigurðardóttir í dag á að kveðja ömmu hinstu kveðju. Þegar svo er komið verður manni litið um öxl og minningarnar streyma fram, minningar um góða konu sem ávallt var lítillát og hógvær í fasi. Eg hef notið þeirrar gæfu að leiðir okkar hafa legið saman allt frá þeirri stundu er ég man fyrst eftir mér. Fyrstu árin mín var ég meira og minna í Skálanesi, þar undi ég mér með frændum mínum að leik með kubba og tölur og ófáar voru sögurnar sem amma sagði okkur. Aldrei þreyttist hún á að segja okkur sögur af álfum, dvergum, smala- drengjum og sögur úr sveitinni sinni, einnig kenndi hún okkur bænir, vers og kvæði. Svo sem titt er um börn vill margt gleymast en sumt hefur náð að festa rætur og verður ekki þaðan slitið, svo ÍSLENDINGAÞÆTTIR um þessar mundir og settist að hjá foreldrum sínum fór hann skömmu síðar að byggja hús fyrir þau sem hann skírði Agðir. Ekki lauk hann þó við bygginguna en hvarf aftur til Noregs. Guð- mundur tók þá við heimilinu og sá um foreldra þeirra cftir það. Hann kvæntist um þessar mundir er með þessar þrjár vísur sem hún kenndi mér: Fyrsta vísan er glettin vísa sem Stefán pabbi hennar orti til þeirra barnanna Unga fólkið eina stund innan lœstra sala átti með sér áulafund en enginn kunni að tala. Hinar tvær vísur orti Símon Dalaskáld, er hann var gestkomandi hjá Oddnýju langömmu og ömmu. Kristbjörg eins og vorrós vex væn og siðprúð meyja, lifað æsku árin sex auðgað hefur Freyja. Gœðir gleði huga manns , glöð og hýr við dróttir, kveikir glóðir kœrleikans Kristbjörg Stefánsdóttir. Árin liðu, 1966 fluttumst við burt frá Vest- mannaeyjum. Þetta var ömmu þungbært, að sjá á eftir yngstu dóttur sinni og augasteini og allri hennar fjölskyldu til Reykjavíkur. Bættar sam- göngur og breyttir tímar réðu bót á þessum aðskilnaði, amma lagði land undir fót og var til skiptis hjá mömmuog Ingibjörgu í Vestmannaeyj- Baldvinu Þorsteinsdótturfrá Böggvisstöðum. Eða nánar tiltekið 5. maí 1927. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar hafa gifst og eignast börn. Guðmundur vann lengst af hjá útibúi Kaupfé- lags Eyfirðinga á Dalvík bæði við vöruafgreiðslu og í sláturhúsi. Á meðan kjöt var flutt saltað út þurfti að höggva það niður eftir vissum reglunt t.d. að kljúfa skrokkana eftir miðjum hrygg. Það var bæði vandasamt verk og erfitt. Það verk lék í höndunum á Guðmundi og skeikaði aldrei frá settum reglum. Þá afgreiddi hann líka vörur utan búðar. Það var gott að senda til hans börn og unglinga. Hann tók þeim alltaf tveim höndum, afgreiddi þau fljótt og vel og bjó um varninginn til flutnings svo sem best máfti vera. Hann átti líka góðan hug þeirra alla tíð. Og hvað er betra veganesti en góður hugur æskunnar. Guðmundur var heilsubilaður mörg hin síðustu ár. Gat þó haft nokkrar kindur og sinnt þeim. En svo fyrir eitthvað tveimur árum fékk hann annað áfall. Missti málið að mestu og gat aðeins gengið lítillega innan húss. Samt hélt hann tígulegri reisn og karlmennsku sem hann bar með sér til hinstu stundar. Hann var borinn til grafar frá Dalvíkurkirkju 4. febrúar síðastliðinn. Blessuð sé minning hans. Gestur Vilhjálmsson um, auk þess sem hún heimsótti þær Oddnýju og Láru. Þetta fyrirkomulag mæltist vel fyrir hjá okkur barnabörnunum, þó bryddaði stundum á örlítilli afbrýðisemi ef okkur fannst hún búin að vera fulllengi í burtu. Enn líður tíminn bæði í sort og gleði, í mínum augum var amma óháð tímanum, hún var bjargið sem hægt var að reiða sig á. Stcrkustu minningamar um ömmu eru frá nýliðnum árum, þessar minningar koma upp í hugann eins og ljósmyndir óháðar hver annarri, allar þessar myndir lýsa ömmu sem óeigingjarnri, trúaðri konu sem alltaf bar hag annarra fyrir brjósti. Jafnvel þegar mest mæddi á henni sjálfri var hún að hugsa um aðra, láta okkur vita að hún væri óhrædd, hefði leitað styrks í trúnni og við skyldum vera róleg. Ég ætla mér ekki að lýsa ömmu nánar, þeir sem til þekkja vita að þaðgerðu verkin hennar best. Deyr fé deyja frœndur deyr sjálfur hið sama En orðstír deyr aldreigi hveim es sér góðan getur. (Hávamál) Megi elsku amma mín hvíla í friði. Kristbjörg Eyvindsdóttir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.