Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 4
Það er eitthvað félegt um Sævar Helgason, sem Gróa a Leiti hvislar i eyra pokaprestinum, sem gjóar iðrunaraugum upp á skapara sinn. SNEMMA SUMARS úrkomuárið mikla, að Suðurnesjamönnum fannst, kleif ungur gósseigandi miðsvæðis i Keflavikurbæ, upp á bárujárnsklædda húseign sina, sett- ist klofvega á mæninn og tók að mála. Nú heföi þetta ekki þótt sérstökum tiðindum sæta, ef hversdagslega hvitt hús með grænu þaki hefði ekki á furðu skömmum tima tekið óhugnanlegustu stakkaskipt- um, að aimanna áliti. Þakið var málað dökkbrúnt, húshliðarnar ryðbrúnar, gluggakarmar svartir og póstarnir hvitir. Til að kóróna allt malaði piitur svo grindverkiö hjá sér grásvart. Þá blöskr- aði mönnum fyrst. En þetta vandist, sér i lagi, þegar strompurinn var oröinn kolsvartur með hvitum rákum, likt og hann væri hlaðinn úr svörtu grjóti með hvitu steinlimi á milli. Þá sögðu menn: — Mikið skrambi er hann Sævar nú allt- af sniðugur. Það er sagt um suma menn, að þeir setji svip á bæinn, og er þetta notað i ýms- um merkingum, missönnum stundum. En það er erfitt aö draga það i efa. að Sævar Helgason sé i raun og veru sá, sem geysi- mikinn svip hefur sett á umhverfi sitt. Það er sögð sú saga af honum, að jafn- vel nánir kunningjar þekki hann ekki, nema hann sé með málningarsvuntuna framan á sér, arkandi i tréklossunum með pensil eða hamar i hönd, og helzt nokkra nagla i munnvikinu. A þessu vil ég ekki taka neina ábyrgð, en hitt veit ég, að það er afskaplega erfitt að fá næði með honum til smá-blaðaviðtals yfir hádaginn a.m.k. Einn kemur með gömlu kistuna hans afa sins, sem endilega þarf að pússa upp og mála, annar þarf að fá lappað upp á Fjallkonuskilliri frá þjóðhátiðarárinu, þann þriðja vantar siikiprentaða að- göngumiða, og svo biður frú úti i bæ eftir að hann komi og lemji saman uppgönguna hjá henni. Fyrir jólin var virkilega gaman að fylgjast með hamaganginum i kringum hann, þvi að þá þurfti að skreyta heilu verzlunarhúsin, að ekki sé talað um sam- komuhús, — en þá varð hann lika að fá sér aðstoð. Þá sjaldan hann hefur ekkert annað að gera, sezt hann niður og dútlar, — þá gerir hann figúrur i leir. Þetta eru allt saman góðvinir hans, eins og Jón sker-i-nef, sem gefur engum neitt, en selur ódýrt, og pokapresturinn, sem Sævar er búinn að móta þó nokkrum sinnum, en helzt ekki á myndunum fyrir girugum kaupendum... Og það er engan veginn öll sagan sögð Stiklað á ævisteinum SÆVAR HELGASON fæddist að Vik i Mýrdal 12. júli árið 1941. Foreldrar hans eru Jóhanna Halldórsdóttir sem lézt fyrir allmörgum árum og Helgi Helgason. Tólf ára gamall fluttist hann með foreldrum sinum og systkinum ti) Keflavikur, þar sem hann hefur verið búsettur siðan. Arin 1960—62 stundaði hann nám við Leikskóla Þjóðleikhússins, og útskrifaðist þaðan. Næsta árið var hann á samningi við Þjóð- leikhúsið. Einn vetur vann hann við Leik- hús æskunnar, sem var undanfari Grimu, og einn vetur var hann á samningi hjá Leikfélagi Reykjavfkur. Eitt hlutverk lék hann hjá leikfélaginu Stakk i Keflavik, áður en hann réðst ásamt nokkrum ung- um Suðurnesjamönnum i að stofna Njarð- vikurleikhúsið. Ekki var það langlift, en saga Sævars sem leikara og leikstjóra er þó engan veginn öll sögð þar með, þvi að fram til þessa hefur hann stjórnað um tuttugu leiksýningum á vegum ýmissa leikfélaga um allt land, leikið mismun- andi stór hlutverk, farið með sýningar til útlanda — og i langflestum tilfellum smið- að og málað sviðsmyndirnar. Jafnframt leikstjórninni stundaði Sævar nám i málaraiðn hjá Birgi Guðnasyni, lauk þvi námi og hefur meistararéttindi i iðninni. Seinasta hálfaannaðáriðhefurhann rekið eigin fyrirtæki i Keflavik, og fært út kvi- arnar af djörfung, þannig að hann ræður nú yfir vélakosti til margvislegustu 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.