Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 8
verkefna, og starfskrafturinn er ódrep- andi, — hann sjálfur, í flestum tilfellum. Sævar er kvæntur Ragnheiði Skúladótt- ur, píanókennara og undirleikara kóra, og eiga þau tvo unga syni. Fjölskyldumynd verður að biða seinni tima, er við röbbum við Ragnheiði siðar meir, — og fjölskyld- an hefur stækkað. Fæddur fiktari — Ég hef alltaf verið fiktari. Þetta er vfst i ættinni, að geta gert hitt og þetta i höndunum. Meðan við vorumfyrir austan var pabbi á vertið i Eyjum á veturna, en verkstjóri i vegavinnu á sumrin. Þá stundaði hann handverk með, smiðaði gúmmiskó og klippti menn. Eftir að hann kom hingað suður hefur hann alltaf unnið að smiðum. Bræður minir eru lika lærðir iðnaðarmenn. — Meistarabréfið mitt veitir mér rétt- indi i málaraiðn. Mér hefði nú fundizt skemmtilegra að hafa það meira alhliða, en þvi verður naumast breytt úr þessu. Annars er þetta skemmtileg stétt og skip- uö prýðismönnum, miklum húmoristum. Eða hefurðu heyrt, hvað einn málara- meistarinn, sagði, þegar hárskeri nokkur var að núa honum um nasir, að fagið væri ekki nógu göfugt, Þá sagði minn maður: ,,Ykkur ferst, þessum hárskerum, og eftir mánuðinn sést ekki nokkur skapaður hlut- ur eftir ykkur!” Sagt frá hugsjónamanni — Annars get ég sagt þér alveg eins og er, að ég hef ekki lært af neinum manni eins og honum Erlingi Jónssyni. Hann er bezt gefni maður i handmennt, sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Háleitur hugsjóna- maður og spámaður fyrir sitt byggðarlag. Ég vildi mega óska þess, að um mig yrði einhvern tima sagt það sama og hann hef- ur til unnið, að hafa lyft Grettistaki á sviði handmenntar. Baðstofuhugmynd Erlings er einstök i sinni röð á okkar timum. Bað- stofan var áður miðstöð alls iðnaðar i landinu, þar sem allt var unnið af höndum fram. Þennan gamla heimilisiðnað er Er- lingur að reyna að endurvekja, þar á meðal gamlar og svo til gleymdar aðferð- ir, eins og málmsteypu i sandi og fleira. Það er starfsemi eins og þessi, sem mér finnst opinberir aðilar eigi að ýta undir og hjálpa til að koma á laggirnar sem viðast. Hús með sögu —Veghúsin eiga sina sögu. Húsið er byggt árið 1906 og smiðaverkstæðið um svipað leyti. Það var Arni Vigfús Árna- son, sem það gerði, kunnur maður um öll Suðurnes og viðar fyrir smiðar sínar og hagleik. Hann smiðaði báta. Sumir kom- ust fyrir hérna inni. annars reisti hann þá á lóðinni hérna fyrir utan. Það er góður andi yfir þessum vinnustað, og ég er ekki viss um, nema ég hafi stundum fegnið að- stoð, — þegar á hefur legið, en ég er ekki viss um, að mér verði liðið það að breyta miklu hérna eða færa mikið úr skorðum. En það er slökkt á vélum, þegar það vill gleymast, og það er kveikt á þeim, án þess að ég komi þar nærri, þegar svo ber undir... Það er gott til þess að vita að vera ekki einn. Nei, ég er ekki fluttur í ibúðarhúsið, ég þarf að breyta þvi svo mikið áður. Kunn- ingjarnir eru að hlæja að mér, að ég skuli ætla að fara með fjölskylduna inn i ekki stærra húsnæði. Þarna hafa þó áður fyrr búið ellefu-tólf manns, og ég efazt um, að þeim hafi þótt þröngt, þvi að hjartarúmið var nóg. Það er ekki nógu oft hugsað út i það. Fjölbreytilegt fyrirtæki — Já, þetta getur farið að kallast fyrir- tæki hjá mér. Ég keytpti Veghúsin i ágúst 1972 og flutti inn. Fyrst hafði ég meðferðis trésmiðavélar, sem ég var nýbúinn að kaupa, málaradollur og nokkra pensla. Það var ekkert alltof mikið að gera fyrst. Ég þarf nefnilega að hafa svo mikið að gera, að ég sjái ekki fram úr þvi. Þá liður mér vel. En það komu margir. Það þurfti viða að ditta að. Ég byrjaði á gömlum húsgögnum, svo fóru að koma skilti. Þá rak skiltagerðina og silkiprentið upp á fjörur minar. Nú, talsverður timi i fyrra- vor fór i að búa til landvættina hans Helga S. Það var rosaleg vinna, en ekki datt mér i hug annað en reyna að leysa hana pf hendi.Þaðernefnilega það, sem gefurlif- inu gildi, að fá eitthvað nýtt til að glima við. Ég smiðaði mót eftir teikningum Helga og sneið plast inn i þau og smurði siðan plastið út i mótið með epoxy- kvartsi. Þegar það harðnar, verður þaö alveg eitilhart. Það var þungt aö roga þessu niður að stöng. En það verður lik- lega þyngra að setja Islandskortið upp á barnaskólann. Þetta er 28 fermetra kort, steinsteypt og á að koma á gaflinn á skól- anum, nokkur stykki, sem ég á eftir að pússa og mála. En það kemst upp á sinum tima. Silkiprentið er skemmtilegast. Ég fékk félaga minn og vin, Helga Kristins- son, til að kenna mér og aðstoða við það. Við prentuðum tússmynd eftir Helga mág minn fyrir jólin. Ég held, að hún hafi heppnazt bara vel, nóg er hún eftirsótt. Þá kom silkiprentið að góðum notum við gerð umferðarskilta og gatnamerkinga, eins og götunum fjölgar svo að segja dagléga hérna i bænum! Landráðamaður fyrir leiklistaráhuga — Ég hef alltaf haft yndi af að leika, en þetta hefur dofnað með árunum. Reynsl- an hefur kennt manni svo margt. Ég hef umgengizt marga, lært að vara mig á fólki, — en ég sé svo sem ekki eftir timan- um, sem i þetta hefur farið, þó mér hafi ekki alltaf verið þakkað. Ég var kallaður landráðamaður hérna i Keflavik, af þvi að ég hafði minar skoðanir á þvi, á hvern hátt vegur leiklistarinnar hér yrði sem mestur. Við stofnuðum Njarðvikurleik- húsið nokkrir ungir Suðurnesjamenn hérna um árið. Ég hef nefnilega aldrei getað sætt mig við hreppariginn i þessum málum. Þannig var, að Stapi bauð upp á alla hugsanlega aðstoð við uppsetningu leiksýninga, og áttu Ungmennafélagið og kvenfélagið að vera bakhjarlinn. Þá var Ungó gamla eina leikhúsið i Keflavik, og aðstaða engin. Ég stakk upp á, að við fær- um inn i Stapa. Þetta máttu keflviskir leikarar ekki heyra nefnt, ég var sakaður um landráð. En við fórum nokkur inn eft- ir. Helgi Skúlason var ráðinn leikstjori og við settum upp Allra meina bót. Þaö gekk fint. Svo réðumst við i að setja upp A valdi óttans. Það gekk sjö sinnum og við feng- um 500 manns á þær sýningar. Þaö þætti Þetta er merki fyrirtækisins, málað á farkostinn. A myndinni sést greinilega litrík svunta forstjórans. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.