Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 10
víst gott núna, en við þoldum ekki tapið og gáfumst upp. Ég hef svo sem smiðað og málað fyrir Leikfélag Keflavikur siðan, og svo setti ég upp Kjarnorku og kven- hylli, sem fariö var með til Færeyja. En siðan er margt breytt, og ætli þessum kafla sé ekki lokið. Leiklist og terpentinubrúsi — Það var viða reglulega skemmtilegt að starfa Uti á landi. Bezt fannst mér að vinna með Litla leikklUbbnum á tsafirði og með Ungmennafélaginu Drang i Vik. Ég hef alveg sérstakt dálæti á Jónasi Arnasyni og set upp Táp og fjör og Koppa- lognið, hvar sem ég hef þvi við komið. Litli leikklUbburinn fór með Táp og fjör til Sviþjóðar. Það var fin sýning og stórkost- leg ferð. En það er margs skemmtilegs að minnast frá uppsetningunum Uti á landi. Huröarskreyting eftir Sævar, innan á hurö i setustofu. Um litina er þaö aö segja, að mest ber á svörtu, en dáiitiö er um grátt og rautt og einnig blátt og eitt hvað gult, að okkur minnir, en þaö sakar ekki að geta þess, að myndin er upphleypt, og þegar myndin var tekin var rétti hurðarhúnninn I stil ekki kominn á sinn stað. Ég var fenginn til Hvammstanga til að setja upp Táp og fjör með krökkunum i Barnaskólanum þar, og ég þurfti að hafa tjöldin við þeirra hæfi, ekki ýkja há i loft- inu. En frammistaðan og sýningin voru stórfin. Eða þá i Reykjaskóla... En sem sagt, ég er hættur, ætli það ekki. Og i þvi sambandi get ég sem málara- meistari ekki sagt annað en þetta: Tómum terpentinubrúsa stillir maður ekki upp i hillu. Maður hendir honum i ruslið og fær sér annan nýjan — eða að minnsta kosti lætur hann á afvikinn stað og biður eftir áfyllingu. Hin sanna lifsgæfa — Það er vissulega gæfa min i lifinu að hafa fengið að gera það, sem ég hef helzt viljað, eða, eins og sumir kalla það, fá að gera leikinn að starfi. En það er annað, sem er miklu þyngra á metunum i sam- bandi við lifsgæfuna, og það er það, að ég eignaðist góða konu, karlinn minn. Ég var nefnilega svo heppinn að kvænast gáfuð- ustu og beztu konunni, sem ég hef kynnzt. Ég geri mér ljóst, að ég hef eytt alltof miklum tima i starfið til að geta sinnt görpunum minum, eins og skyldi, en þá eyðu hefur hUn fyllt upp, og miklu meira en það, þratt fyrir störf sin i tónlistarskól- anum og annars staðar. Án góðrar konu er maður ekki svo ýkja mikið, skal ég segja þér. VIÐ SKELLTUM VeghUsabUanda upp á Framhald á bls. 40 Hérna gekk fataskápur inn I setustofuna, og þá var bara „hlaöinn steinveggur” utan um skápinn. Það er hins vegar framleiösluleyndarmál Sævars úr hverju „grjótiö” er, en öllum er leyfilegt að geta sér til um það. 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.