Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 24
í FÍNUM FÖTUM Fötin eru prjónuð úr Hjarta Crepe-garni eöa garni af svipuðum grófleika og notaö- ir eru prjónar nr. 3. Eins og áður greinir, er miðað við brúðu, sem er um 45 sm á hæð. PEYSAN Fitjið upp 50 1 (Fram- og afturstykki eru prjónuð hvort i sinu lagi) og prjónið beint upp, þar til stykkið er 6 sm. Þá er tekið úr fyrir ermum: 2 sl, 2 sl saman og sl þar til 4 1 eru eftir. Þá eru teknar 2 1 öfugar saman og 2 sl. Næsti prjónn er snúinn og þessir tveir prjónar endurtakast, þar til 20 1 eru eftir. Fellið af. Framstykkiðer eins og bakið, þar til tekið hefur verið 12sinnum úr fyrir ermar. I 13. umf. eru 6 1 i miðjunni felldar af fyrir hálsmáli og hver hlið þrjónuð fyrir sig. Haldið áfram með ermaúrtökuna, þar til 3 1 eru eftir og dragið endann i gegn um þær. Ermar: Fitjið 34 1 upp og prjónið 4 prjóna og siðan eina gataumferð: + 1 sl, slá um, 2 sl saman + endurtakið frá + til + prjóninn á enda. Prjónið siðan beint þar til ermin er 11 sm löng. Þá er byrjaö að taka úr fyrir handveginum eins og á fram- og afturstykkinu, þangað til 6 1 eru eftir. Fellið af og prjónið hina ermina alveg eins. Pressið stykkin og saumið saman, en látið annan ermasauminn að aftan standa opinn, þannig að höfuð brúðunnar komisthæglega i gegn. Heklið fl meðfram rifunni og lykkjum fyrir hnappagöt öðru megin. Þá er heklað kring um hálsmálið og framan á ermarnar. t götin á ermun- um er dregin hekluð snúra og bundin slaufa. Snúran er um 20 sm löng. SKRIÐBUXURNAR I þær þarf um 1 hnotu af hvitu og afganga af bleiku, blágrænu, grænu og rauðgulu og 4 litla hnappa. Rendurnar eru 2 p hvitt, 2 p blágrænt, 2 p hvitt, 2 p grænt, 2 p hvitt, 2 p bleikt, 2 p hvitt, 2 p rauðgult og 2 p hvitt, alltaf til skiptis. Afturstykkið: Byrjið að neðan og fitjið upp 15 1. Prjónið siðan beint áfram röndótt, þar til 5 sm eru komnir. Það á að passa til og með rauðgulu röndinni. Þá er haldið áfram með hvitu og 2 1 teknar sam- an i byrjun og enda annars hvors þrjóns, þar til 7 1 eru eftir. Þá er aukið i aftur, 1 lykkja i byrjun og enda annars hvors prjóns, þar til aftur eru 15 1 á. Prjónið blá- græna og græna rönd til viðbótar og siðan er haldið áfram i hvitu og jafnframt aukið út, 1 lykkja á hægri hlið i 6a hverjum prjóni, þar til stykkið er um 22 sm. Út- aukningarnar verða 7. Þá er þetta stykki lagt til hliðar og annað alveg eins prjónað, nema hvað þá eru útaukningarnar 7 i vinstri hliðinni. Stykkin eru siðan bæði sett á sama prjóninn, þannig að útaukn- ingarnar verði i miðjunni og 2 nýjar lykkjur eru fitjaðar upp á milli. Þá eru alls 46 1 á. Haldið áfram upp, þar til 8 1/2 sm eru frá nýju miðjunni. Þá er haldið áfram i röndum, 4 cm i viðbót, eða til og með 2. blágrænu röndinni. Felldar eru af 6 1 hvorum megin og haldið áfram i rönd- um, en jafnframt teknar 2 1 saman i byrj- un og enda annars hvors prjóns, þar til 28 1 eru eftir. Þegar komnir eru 6 hvitir prjón- ar á eftir 2. rauðgulu röndinni, eru 10 lykkjur I miðjunni felldar af fyrir háls- máli og hvor hlið prjónuð fyrir sig. Prjón- ið 2 1 saman i innri hlið i öðrum hvorum prjóni tvisvar og þá eru eftir 7 1. Haldið áfram með þær, þar til handvegurinn er 7 1/2 sm. Hin öxlin er prjónuð eins. Fram- stykkið: Fitjið upp 15 1 og prjónið rendur og aukið jafnframt eina 1 út i hægri hlið á 8. hverjum prjóni, alls 7 sinnum. Þegar græna röndin hefur veriö prjónuð tvisvar, er haldið áfram i hvítu. Þegar stykkið er um 18 sm, er það lagt til hliðar og annað prjónað, alveg eins, nema hvað útaukn- ingin verður i vinstri hlið. Stykkin eru siðan sett saman á prjón, eins og i aftur- stykkinu og 21 fitjaðar upp á milli þeirra. Prjónið þá beint áfram, þar til 6 1/2 sm AÐ sjálfsögðu þurfa brúðurnar að eiga falleg föt eins og hitt fólkið á heimilinu. Til að byrja með birtum við hér uppskriftir af prjónaf ötum á brúðu, sem er um 45 sm. á hæð. Þetta er peysa, skriðbux- ur, sokkabuxur, leistar, poncho, húfa, vettlingar og trefill. í uppskriftinni er miðað við litina á myndinni, en að sjálfsögðu er allt i lagi að nota þá afganga,sem til eru.... 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.