Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 28
Washoe kann bara 175 orð. Það þætti ekki mikið ef 8 ára stúlka ætti i hlut, en þaö er nóg fyrir apa. Washoe er simpansi, sem getur talað við fólk og lika aðra apa. En ekki nóg með að Washoe kunni 175 orð, hún getur lika raðað þeim saman i setningar og hún skilur fleiri setningar. Það eina sem skilur hana frá mannfólkinu og máli þess, er að hún talar alls ekkert. Hún gerir sig skiljanlega á fingramáli, eins konar mállýzku af þvi, sem heyrnarlausir tala. Tilraunir til að kenna öpum að tala, hófst við Oklahoma-háskóla árið 1966. Visindamenn töldu, að það hlyti að vera hægt að ræða við apana. Þetta var svo sem ekkert nýtt, þúsundir visindamanna hafa reynt þetta áður. En allir aðrir visindamenn hafa reynt að kenna öpum að tala eins og fólki. Visindamennirnir við Okla- homa-háskóla gengu hins vegar út frá þeirri staðreynd, að taugakerfi apanna er gjörólikt mannfólksins, og þess vegna geta þeir ekki myndað sömu hijóðin. Tólf til sextán stundir á dag er Washoe i féiagsskap manna. Visinda- mennirnir og aðstoðarmenn þeirra tala eingöngu fingramál við Washoe og hver við annan. Eftir eitt ár gat Washoe farið að gera brýnustu þarfir sinar skiljan- legar á fingramáli. Það þýddi til dæmis, að hún vildi drekka, þegar hún stakk fingrinum i munninn. Eftir túmt ár tók hún siðan að raða orðunum saman i setningar. Annar hópur apa lærði að tala saman sin á milli. Sam- ræðurnar fjalla að sjálfsögöu mest um apana sjálfa og þarfir þeirra. Þumal - fingur og visit'ingur sem mynda 0 þýðir matur, og krepptur hnefni upp að vanganum þýðir ávöxtur. Höndin á nefið þýðir blóm. höndin uppi yfir höfðinu þýðir hattur og lófarnir saman þýðir bók. Lucy, sem er simpansi og ári eldri en Washoe, hefur það fram yfir frænku sina, að geta sjáif fundið upp ný orð og setningar. Ilag nokkurn beygði hún visifingurinn og snerti við hnakkanum á sér. Enginn skiidi hvað hún átt við þar til einum visindamanninum datt i hug, að hún vildi fá hálsbandið og fara út. Eitt sinn var Washoe úti á gangi með einum visindamanninum. Þá flaug fiugvél uppi yfir. Washoe setti saman orðin ,,up^i”og „bill” og spurði: ,,Þú, ég aka bil þarna uppi”? Washoe apinn sem getur talað 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.