Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 31
Verður maður gáfaður af að borða fisk? lip msm wmm Hvað eru eiginlega réttar fæðutegundir? Verður maður gáfaðri af þvi að borða fisk? Er heppilegt að drekka áfengi með feitum mat? Sænskur prófessor, Ivar Wemer, svarar hér þess- um spurningum og fleiri. Hann er sérfræðingur i sjúkrafæði og stárfar við háskólasjúkrahúsið i Uppsölum. — Hvað er eiginlega rétt mataræði? — Rétt mataræði er einfaldlega það að veita likamanum þau næringarefni, sem hann þarfnast i hæfilegu magni. — Er ekki erfitt að skipuleggja matar- æði? — Það er varla hægt að segja það. Flestir fá tii sin réttu næringarefnin meira eða minna ósjálfrátt. Flest borðum við grænmeti, egg, fisk, kjöt, ávexti, brauð o.s.fr.v. Við höfum nógan mat af öllum tegundum og hættan á efnaskorti og sjúkdómum af völdum hans ér þvi sára- litil, eins og i sumum þróunarlöndum. Okkur hættir frekar til að vera ofnærð — Hver er ástæðan? — Venjur og skortur á upplýsingum. Það er ekki svo ýkja langt siðan við urð- um að borða mikinn mat af þvi að um mikla likamlega vinnu var að ræða. Hún krefst matar. sem gefur likamanum þrek. Smám saman hefur vinnan orðið léttari. En gegnum árin hafa samt sem áður varðveitzt sömu matarvenjurnar. — Til hvers leiðir þetta? — Okkur hættir til að fitna. — Nú hlýtur að finnast tilhneiging i gagnstæða átt? — Já, og það er einmitt af þvi, að megrunarfæða og hugmyndir i sambandi við hana hafa náð útbreiðslu, svo og hefur fleira fólk tamið sér meiri hreyfingu. — Er það ekki kostnaðarsöm leið til að halda þyngdinni i skefjum? — Það er kostnaðarsöm leið. Meiri hreyfing er auðveldasta leiöin tii að halda þyngdinni i skefjum. Hin leiðin er að borða réttan mat, valinn af umhugsun, en þarfnast þekkingar, og hana skortir fólk almennt. — Er fitan hættuleg? — Fita er ekki hættuleg, ef það, sem neytt er, brennist með starfi. Skógar- höggsmaður getur borðað mjög feitan mat, þvi að hann á ekki á hættu að fá æða- kölkun, þar sem maturinn, sem hann 31

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.