Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 35
t*að er sagt, að margt sé skrýtið, en þó höldum við, að þessi slái þvi flestu við. Arkitekt, sem við könnumst við, hafði tekið að sér að teikna hús fyrir mann einn, og kom maðurinn til hans til að ræða málið. — Ég skal segja yður eitt, sagði arkitektinn, að ef þér segið mér svona i aðalatriðum, hvernig hús þér viljið byggja... — Já, svaraði maðurinn, það á að vera i stil við hurðarhún, sem konan min kom með frá Ameriku i vor. i plássi einu úti á landi höfðu tvær aldraðar konur átt i illdeiium um þó nokkurt skeið. Þegar svo ungur prest- ur kom i sóknina, hófst hann handa um að sætta þær, og hætti ekki fyrr en hann taldi sig hafá komið þvi i kring. Skyldi friðarráðstefnan standa heima hjá presti, og áttu konurnar að drekka kaffi hjá honum til merkis um, að öll illindi væru úr sögunni, rétt eins og Indiánar reykja friðarpipu. önnur kom á tilscttum tima, hin litlu siðar. Er hún kom, gekk sú, er fyrir var, á móti henni, faðmaði hana að sér og mælti: — AHs þess, sem þú óskar mér, óska ég þér. Hinni brá ónotalega viö og hún svar- aði með þjósti: — Það er alveg dæmalaust, að jafn- vel hérna skuli ég ekki hafa frið fyrir dylgjum þinum og aðdróttunum. Það varð ekkert úr kaffiveizlunni. — Læknirinn minn ráölagði mér að hreyfa mig meira, og þess vegna sauma ég með lengri enda. Myndirnar viröast eins, en þó hefur sjö atriðum veriö breytt á þeirri neðri. Lausnin birtist i næsta blaði. 'Láki lati hafði loksins gengið gjör- samlega fram af kennaranum, svo að þolinmæðina þraut með öllu. Kennar- inn hélt langa þrumuræðu yfir honum, og lauk lienni meö þessum orðum: — Og til þess að þú gerir þér ljóst, hvilikur trassi og letihaugur þú ert I raun og veru, áttu, um leið og þú kem- ur heim, að taka stóra pappirsörk og skrifa greinilega á hana: ÉG ER HEIMSKUH OG LATUR TRASSI! Svo læturðu pabba þinn skrifa nafnið sitt undir og kemur með örkina til min I skólann á inorgun. Lausn á ,fEru þær eins?" úr síðasta blaði: Strákurinn hefur rönd á sokkunum, skottið á kettin- um er sverara, myndin á veggnum hangir i spotta, húsið fyrir utan til hægri er hæð hærra, vængurinn á efsta fuglinum á myndinni er lengri, M-iö á töflu stráksins er meö lengri enda, fellingu vantar i gardinuna lengst til hægri 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.