Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 41

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 41
ætluðu að fá nýtt barn. Jóni þótti mamma hundleiðinleg. — Pabbi er hættur að klappa mér, þegar hann fer i vinnuna, sagði hann við ömmu. Hann klappar á magann á henni mömmu og segir: Vertu nú góð i dag, litla lús. Amma hafði aldrei heyrt neitt jafnhræðilegt. — Hvað ertu að segja? spurði amma hneyksluð. Kallar hann mömmu þina litla lús á hverjum einasta morgni? — Nei, sagði Jón, sannleikanum samkvæmt. En hann kallar barnið i maganum hennar það. — Hvers vegna? sagði amma, og nú munaði minnstu að það liði yfir hana aftur, þvi að amma er svo yfirliðagjörn. — Ég veit það bara ekki, svaraði Jón. En ég held, að þau ætli að skira barnið Lúsindu, ef það verður stelpa, og Lúsifer, ef það verður strákur. Og þá steinleið yfir ömmu. Lúsifer er nefnilega annað orð yfir ljóta karlinn, þó að það merki eiginlega Ijósberinn, Jón var heljar lengi að fá ömmu til að rakna við i þetta skipti. Honum fannst svolitið leiðin- legt að vera alltaf að segja henni leiðinda- fréttir. Amma var máttlaus, þegar hún vaknaði. Hún þurfti að fara inn til sin og leggja sig, og Jón átti að vera mjög góður á meðan. Hann átti að svara i simann og segja, að amma væri lasin, og hann átti að fara til dyra og segja, að amma liefði lagt sig. Amma átti vist von á konu i heimsókn. Það var alltaf einhver að heimsækja hana ömmu. Ef það var ekki Jón, þá voru það kerlingar. Jón kallaði allar konur kerlingar, og mömmu sina lika. Ég held lielzt, að Jón hefði kallað nýfædda stelpu kerlingu og nýfæddan strák karl. Svona var hann Jón nú einu sinni. Jón sat hinn rólegasti og var að lesa mynda- blöð (þvi að amma kaupir alltaf myndablöð handa Jóni. Henni finnst svo skemmtilegt, þegar hann þegir, og það gerir hann venjulega, ef hann hefur eitthvað að skoða), þegar siminn hringdi. Það var pabbi. — Er amma ekki heima? spurði hann. Þú ^kalt sækja hana strax. — Nei, hún er ekki heima, svaraði Jón, sem hugsaði aðeins um það eitt, að amma væri ekki heima, ef einhver hringdi, bara ef einhver kæmi. — Skildi hún þig einan eftir? spurði pabbi, og var nú svolitið áhyggjufullur. — Já, hún gerir það stundum, sagði Jón. — Jæja, þá skaltu segja henni að senda þig heim, þegar hún kemur. Mamma er búin að eignast litið barn. Agnarlitla stelpunóru. Pabbi gat ekki sagt meira, þvi að Jón skellti sim- anum á. Hann stökk upp stigann eins og elding og hrópaði á ömmu. Amma kom auðvitað hlaupandi fram úr herberginu sinu. — Hvað er að þér, barn? sagði hún áviíandi. Sagði ég þér ekki að hafa hljótt, meðan ég væri að jafna mig? — Já, en amma, hvernig heldurðu að ég geti það? hrópaði Jón. Ég verð að fara heim. Ég verð að komast strax heim. Ég er orðinn pabbi, ainma.! — Hvaða vitleysa, Jón minn, sagði amma hans. Þú ert orðinn bróðir. — Áttu við, að pabbi sé pabbi hennar litlu stelpu lika? spurði Jón steinhissa. Það finnst mér ranglátt. Það var ég, sem stakk upp á henni og mér finnst, að ég eigi að fá að vera pabbi hennar. Pabbi fékk að vera pabbi minn, og það er alveg nóg fyrir hann. Jóni fannst þetta svo ranglátt, að minnstu munaði að hann beygöi af. Amma sá, hvernig Jóni leið, og hún tyllti sér i tröppuna hjá honum og strauk honum um kollinn. — Jú, sjáðu nú til Jón minn, sagði amma bliðlega. Þú færð að vera bróðir hennar litlu 41

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.