Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 42

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 42
systur þinnar, og það er alveg jafngott og að vera pabbi. Kannski betra. Hugsaðu þér nú bara, hvað þú átt gott. Pabbi þarf að vera að heiman i vinnunni allan daginn, en þú þarft aöeins að skreppa i skólann. Svo ertu heima allan daginn og getur hjálpað mömmu að hugsa um litlu systur. Þú færð kannski að baða hana og hjálpa mömmu að hugga hana, þegar hún grætur. Þú getur lika leikið við hana, þegar hún er vakandi. — Þá hýrnaði heldur en ekki yfir Jóni litla. Hann reimaði á sig strigaskónu og stökk af stað, en hann mundi þó eftir að kyssa ömmu i kveðjuskyni. — Segðu mömmu, að ég komi á eftir, þegar hún er búin að jafna sig betur, sagði amma. — Jón hljóp og hljóp eftir allri götunni og rétt náði i strætisvagninn. Skelfing var þessi vagn lengi að silast heim til hans Jóns! Það voru bara rauð Ijós á götuvitunum alla leiðina! Svona er það lika alltaf, þegar verið er að flýta sér. Það var ekki langt frá biðstöðinni heim til Jóns, en hann hljóp samt eins og fætur toguðu. Hann stökk upp allan stigann og tók tvær tröppur i hverju spori, enda var hann laf- móður, þegar hann kom að dyrunum og hringdi og hringdi. Pabbi kom til dyra. — Uss, uss, sagði pabbi. Þú mátt ekki hafa svona hátt. Litla systir sefur. Þá blöskraði Jóni alveg. Að hugsa sér að vera nýkominn i þennan heim. þar sem var svo margt fallegt að sjá, og fara strax að sofa! Já, það var nú ekki ofsögunum sagt af þessum stelpum. Pabbi skipaði Jóni að þvo sér, og það var alveg sama þó að Jón reyndi að hvisla þvi að honum, að hann hefði verið nýbúinn að þvo sér hjá henni ömmu. Þvo sér skyldi hann, og þvó sér varð hann. Svo var ekki meira um það að segja. — Loksins fékk Jón, hvitþveginn og dálitið rauður um eyrun, að læðast inn i svefn- herbergi. Þar lá mamma i rúminu i bleikum náttkjól með blúndum á, og brosti eitthvað svo sæl og ánægð. Við hliðina á rúminu hennar mömmu var vagga. Vaggan var stór, og það var tjald i kringum hana með blúndum og pifum, og annað tjald hékk yfir henni á eins konar himni. Jón gekk að vöggunni og gægðist i hana. Undir hvitri sæng með milliverki i, og á litlum blúnduskreyttum kodda, lá agnarlitið krili með mikið kolsvart hár. ,,Er þetta nú allt og sumt?”, hugsaði Jón fyrst, og varð fyrir dálitlum vonbrigðum, þvi 42 að hann hafði haldið, að litla systir væri jafn- stór og hann og gæti strax komið út að leika sér. Hann var næstum því búinn að segja þetta við pabba sinn og mömmu, og þá hefðu þau nú orðið fyrir vonbrigðum, en um leið opnaði litla systir augun sin, svo stór og dimmblá, og Jóni fannst hún horfa beint á sig. Svo fóru bros- viprur um munnvikin á henni. Jón varð yfir sig hrifinn. — En hvað hún er falleg! hrópaði Jón upp yfir sig. Hún er bara alveg eins og ég! Þá hlógu þau bæði, pabbi og mamma. Jón vissi nefnilega ekki, að litil, nýfædd börn geta ekki séð eins og við, og því hélt hann, að litla systir hefði orðið hrifin af sér. Hann hélt hún hefði verið að brosa, þegar hún var bara að gretta sig af magaverkjum. En það voru nú fleiri en Jón, sem voru dálitið heimskir. Pabbi hélt þvi til dæmis fram, að litla systir hefði verið farin að brosa þriggja daga gömul og skellihlæja vikugömul. Bæði pabbar og litlir bræður geta verið hálfheimskir stundum. Litla systir var annars óvenjugóð og þæg. Hún var aldrei óþekk eða óvær á nóttunni, og brosmild og glöð á morgnana. Hún var lika að borða, og það var vist ástæðan fyrir þvi, hvað hún var fljót að stækka. Einn daginn gat hún velt sér á magann á teppinu sinu i stofunni, og skömmu seinna fór hún upp á hnén og fór að skriða. Þá kunni hún lika að segja mamma, babba og nonna, og það fannst Jóni skemmti- legt. Jón hafði nefnilega lært öðruvisi að tala en litla systir. Honum þótti svo gott að borða eins og þið munið kannski, og þvi sagði hann fyrst mamma, svo pabbi og næstu orðin hans voru vikki og tödd. Ég er ekkert hissa á þvi, þó að þið skiljið þessi orð ekki, en hugsið ykkur nú litinn mathák, sem sifellt vill meira. Hann vill fá vikki eða fisk og tödd eða kjöt. Þá skiljið þið það, eöa er svo ekki? Litla systir talaði svo skýrt. Hún tafsaði ekki eins og Jón hafði gert, þegar hann var lítill, en það var nú kannski vegna þess, að mamma hafði talað tæpitungu við Jón, þegar hann var litill, og það á maður aldrei að gera við litil börn. Þegar litla systir gat loksins staðið ein upp i rúminu sinu, var Jón einn heima hjá henni. Mamma hafði hlaupið út i búð. Jón varð svo hrifinn, að hann klappaði saman lófunum og sagði: —Húrra! Litla systir varð ósköp montin. Henni fannst hún vera drottningin á heimilinu. Hún varö svo hrifin, að hún sleppti stönginni, sem hún hafði haldið i, og skall beint niður á

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.