Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 43

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 43
það er fátt sem ég veit ekki um þær skepnur. Auk þess ræktum við hveiti og hafra og höfum talsvert af nautgripum. Landareignin Burnettiaer um það bil tutugu þúsund ekrur. Þetta var athyglisvert. Janet reyndi að ímynda sér svo stórt landssvæði — og það í eigu eins manns. Hvað með þig? Hann skipti snarlega um um- ræðuef ni. — Þú lítur út fyrir aðeiga heimili hér. — Ég sagði að ég byggi hérna. Hún lagði slíka áherzlu á orðið byggi, að hann leit rannsakandi á hana. — Ég leigi herbergi.... — Ein? Hann setti upp undrunarsvip. — Já. Janet kinkaði killi. Foreldrar mínir fórust í einu af þessum hræðilegu umferðarslysum ög ég var einbirni. Hún starði beint fram undan sér og kingdi ákaft. — Veslingurinn! Það var innileg meðaumkun í rödd hans. — Ég hef það áhætt, f lýtti hún sér að segjai boru- brött. — Ég á marga vini og Betty... — Er það kannske hin unga stúlkan í Mávakaff i? Hún sem kallar alla ,ielskuna" Janet kinkaði killi og gat ekki annað en brosað að vandlætingarsvip hans. — Mér finnst ekkert gaan að láta ókunnuga kalla mig „elskuna". Hann nam staðar og leit í kring um sig. — Þá erum við komin aftur að Máva- kaff i. — Og tími til kominn fyrir mig að fara inn. Hún leit á úrið, sem móðir hennar hafði átt. 7 Frú James, sú sem á kaffihúsið, vill að við séum stund- vísar. Þakka þér kærlega fyrir skemmtunina og ef við sjáumst ekki aftur , þá óska ég þér góðrar ferð- ar heim. Vonandi batnar líka veðrið, svo allar minningarnar héðan verði ekki leiðinlegar. Þegar Neil Stonaham var aftur orðinn einn, leit hann niður götuna, i átt að sjónum, sem sást ekki fyrir þoku og rigningu. Hann hrukkaði ennið. Það var vísf ekki um annað að ræða en fara aftur til Herragarðsins, ekki gat hann reikað um göturnar að eilífu, Hann var innilega þakklátur fyrir að hverfa innan skamms héðan, heim til alls þess sem honum þótti vænt um og líf hans snerist um. Þar varengin Phoebe frænsk, sem talaði í belg og biðu og sagði með rödd sem þoldi engin mótmæli: „Nei, Neil, ég hef hugsað mér, að við gerum dálítið annað í dag" eða „Neil, ég hef boðið kunningjum í kvöld- mat og vil að þú verðir skemmtilegur. Þau eiga svo laglega dóttur...." Þar af komu einmitt öll vandræðin, hugsaði hann og var þungt í skapi á göngunni. Phoebe frænska virtist enga þekkja, sem ekki áttu „svo laglegar dætur" og í hverri þeirra sá hún tilvonandi brúði hans. Líklega var það honum sjálf um að kenna, þar sem hann hafði eitt kvöldið sagt hlægjandi, að mál væri komið til að fara að gifta sig. Þá hafði frænka sagt, að það væri heitasta ósk henar, að hann tæki með sér enska brúði heim, eins og elskulegur f aðir hans hefði gert á sínum tíma. Hún sagði líka, að hann væri mjög eftirsóknarverður sem mannsef ni, ætti stórt og fallegt heimili, í landi þar sem lofts- lagið væri dásalegt, hann ætti peninga og viður- kenndi, að engin stúlka bii hans heima. Þess vegna notaði hún líka hvert tækifæri til að kynna dætur vina sinna fyrir honum og alltaf neitaði hann hann á bíta á krókinn. Nokkrum sinnum hafði hann verið hreint og beint ókurteis, en frænka hafði þá bara sagt: ,, Ég er hrædd um að þessir Ástralir séu svona vinan. En þeir eru sérstæðir og mjög aðlaðandi, ekki satt?" Hann hafði látið í Ijósi ósk um að ferðast um Eng- land og sjá sem allra flest, á þeirri forsendu, að hann kæmi ekki aftur þangað næstu árin. l rauninni gerði hann þetta til að sleppa undan frænku sinni. En oftast hafði frænkan þó komið því þannig fyrir, að hún f ór með. Afsakanirnar voru óteljandi. Ýmist þarfnaðist hún þess sjálf að taka sér frí, eða þá að hún vissi betur en hann, hvað hann ætti að skoða. Hún hafði alltaf þúsund ástæður til að elta hann um allt. Loks fannst honum hann hata hana og hann brosti meðsjálfum sér, er hann hugsaði um svipinn sem kom á andlif hennar, þegar hann sagðist ætla að fara heim fyrr en ákveðið hafði verið í upphaf i. Hann hafði treyst því að hún myndi ekki bjóðast til að f ylgja honum til Ástralíu og það hefði hún heldur ekki gert. Það var erfitt að ímynda sér Benjamín frædna sem einkabróður móðurhans Þau voru svo ólík sem dagur og nótt. Hún hafði verið svo glaðlynd og kát, en frændi var svo hæglátur og þögull. En þrjátíu ár voru langur tími, ef til vill hafði Benjamín frændi verið öðruvisi, þegar systir hans yfirgaf England með Ástralíumanni, sem hún hafði þekkt nákvæm- lega einn mánuð. Það var enginn vandi að ímynda sér að þetta breytti hvaða manneskju sem var, að búa með Phoebe frænku árum saman. Herragarðurinn var stórt steinhús, ekki langt f rá miðbænum og hann gekk áleiðis þangað, hægt og treglega. Honum leið eins og strák, sem veit, að hann fær skammir f yrir að f ara út upp á eigin spýt- ur. Við þá tilhugsun, rétti hann snögglega úr ser. Hann var ekki strákur og hann vildi engar skamm- ir. Hann var tuttugu og átta ára, sinn eigin húsbóndi 43 /

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.