Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 5
FULLUR eftirvæntingar og áhuga kom ungi leikarinn til Drottningarleikhússins i Dublin. Hann hafði ekki hugmynd um, að hann hafði verið fenginn frá Englandi til að koma i stað mjög vinsæls leikara, sem hafði verið rekinn fyrir að móðga leikhús- stjórann. Nú gekk sá brottrekni milli kránna að leígja rustamenni til að eyði- leggja sýningarnar fyrir nýja leikaran- um. Þetta var árið 1860, og ungi Englendingurinn var Henry Irving, fæddur 22 árum áður I Somerset. Rétt nafn hans var raunar John Henry Brodribb. Fyrsta leiksýning hans gekk áfallalaust, vegna þess að þá lék hann ekki hlutverk þess brottrekna. En um leið og hann tók að leika það, urðu slik læti i - áhorfendasalnum, að ekki heyrðist eitt einasta orð ofan af sviðinu. Flestum leikurum hefðu liklega fallizt hendur við slikar móttökur, en Irving hélt ótrauður áfram kvöld eftir kvöld og lét sem hann tæki ekkert eftir látunum i fólkinu og öllum dónaskapnum. Loks kom aö þvi, að leikhússtjórinn fékk áhorfendur til að haga sér eins og fólk og lofa Irving að leika i friði. Ekki er hægt að segja, að hann hafi átt sjö dagana sæla i upphafi frama sins. Irving var sonur fátækra foreldra. Hann gekk I skóla, en hóf siöan störf á skrifstofu. En bráðlega fékk hann „leik- húsdellu” og fór að sækja tima hjá reyndum leikara, William Hoskins, á hverjum morgni, áður en hann fór á skrif- stofuna. Hann kom fyrst fram i Sunderland, og einn gagnrýnandi ráðlagði honum að „taka fyrstu ferð heim til sin og gefa upp alla von um að verða nokkurn tima leikari.” En unglingurinn átján ára var á annarri skoðun. Á þessum timum var ástandið i brezkum leikhúsmálum vægast sagt Fram til þessa var leikurum jafnað við flökkulýð fólkið kom til að sjó Irving og brátt skapaðist vi leikhúsunum.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.