Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 6
Balzac klæddist munkakuflinum og hóf
verkið. Osennilegt er að nokkur rit-
höfundur, fyrr eða siðar hafi erfiðað svo.
Það var ekki aðeins að afköstin væru
mikil, heldur vann hann þannig. Eftir að
hafa skrifað alla nóttina, fór hann i bað.
Klukkan niu um morguninn kom sendill
frá prentaranum með prófarkir og Balzac
sat yfirleitt langt fram á siðdegið við leið-
réttingar og endurbætur.
Endurbætur á próförk kosta peninga og
þess vegna breyta höfundar þeim eins
litið og hægt er að komast af með. En
Balzac notaði prófarkir sem grundvöll
endurritunar bókarinnar, hann krotaði út
hvern blett, sem auður var með hrafna
sparki sinu, sem var flestum ólæsilegt.
Prentarinn hafði sérstaka menn til að
þýða rithönd hans, eftir að ljóst varð, að
Balzac dugði ekki ein próförk og ekki
heldur tvær eða þrjár.
Þessum föstu starfsháttum hélt Balzac i
hvorki meira né minna en tuttugu og eitt
ár. Eina hvildin, sem hann tók yfir daginn
var kvöldmatarhlé um sex-leytið og þá
bauð hann gjarnan vinum sinum til sin og
svo var mikið borðaö. Sagt er að eitt sinn
hafi kunningjarnir horft á eftir hundrað
ostrum, tólf kótelettum, önd, tylft af
perum og fleira smávegis ofan i Balzac I
einni máltið. Um átta-leytið fór risinn
siðan i rúmið og svaf til miðnættis, en þá
hófst hringurinn á ný.
—• Ég er galeiðuþræll! kvartaði hann
stundum. — Galeiðuþræll með penna i
stað árar!
Hann var það og það var að mestu
honum sjálfum að kenna. En sögurnar
fóru frá honum eins og á færibandi og
peningarnar hefðu átt að streyma til hans
með sama hraða. En þeir gerðu það ekki
og það er ekkert undarlegt, þvi
kostnaðurinn við endalausar leiðréttingar
prófarka gleypti ágóðann og það sem
hann liföi á, var það sem hann fékk fyrir
blaðagreinar.
Það mætti svo sem imynda sér, að
Balzac heföi ekki haft tima til að eyða
peningum með slikum vinnubrögðum, en
hann gat það samt, án mikillar fyrir-
hafnar. Stöku sinnum tók hann sér hlé, en
gætti þess þó, að prentsmiöjan stöðvaðist
ekki þess vegna.
— Nú þarf ég að vinna f jórtán stundir án
afláts til að bæta þetta upp, sagði hann
eitt sinn við konu gestgjafa sins eftir
mikla veizlu. Og þegar Balzac var að
vinna, hvarf hann bókstaflega vikum
saman og þá fór hann stundum alls ekkert
i rúmið, heldur hélt sér vakandi og
hressum á sardinum og smjöri. En þegar
hann tók sér fri og fór út á lifið, gætti hann
þess að það færi ekki fram hjá neinu
meiri háttar fólki i Paris.
Fyrstu bækurnar af „Hinum mannlega
gleðileik” höfðu kynnt nafn hans viða um
Frakklandi og frægðin steig honúm svo til
höfuðs að hann tók að eyða peningum
meira en nokkru sinni og barst mikið á.
Hann átti brezkan vagn, sem hann lét
mála fjólubláan og setja á hana skjaldar
merki sitt og klæddi eklana i litskrúðuga
búninga. Hann átti safn af gimsteinum
settum göngustöfum, hann gekk i dýrum
og mjög áberandi fötum og drakk
kampavin i litratali. Og stöðugt var hann
að hæla sjálfum sér af einhverju.
— Þið verðið að smakka mitt eigið, sér-
staka romm, sagði hann. — Það gerjaðist
sérstaklega i geymum niðri á hafsbotni i
þúsund ár. Eða hann lýsti teinu, sem hann
fékk úr sérstökum garði I Klna, þar sem
fagrar ungur stúlkur tindu laufið i dögun
Framhald á bls. 38
Hann kvartaði stund-
um viö vini sina yfir
þvl að hann væri gal-
eiðuþræll með penna I
stað árar.
6