Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 28.11.1974, Qupperneq 25

Heimilistíminn - 28.11.1974, Qupperneq 25
T auBnu sina og örlög. Margt hefir verið um land okkar sagt, nokkurt lof, mikið oflast allt frá þvi er hinn fyrsti bóndi renndi feg- ins augum yfir viðlendi þess og mikinn auð landgæða, allt frá þvi er hin fyrsta búkona kenndi sér ilm úr grasi fyrir málnytu sina. ' En hversu sem maður kann að meta þetta land, hvort hann metur það sem Hrafna-Flóki eða bórólfur smjör, eða sem Herjólfur, sá er sagði kost og löst, þá skiptir hitt mestu, að þetta land eitt eigum vér, fyrir sjálfa okkur og niðja okkar, svo langt sem við kunnum fram að sjá. Við eigum enga völ, við eigum ekkert að flýja, niöjar vorir ekki heldur, það er séð verður. Heimurinn, sem nylega var svo viður, er nú þröngur orðinn. Hverjum og einum okkar er haslaður völlur hér á þessu landi einu, og tveir kostir fyrir hendi: að verða hér að manni eða hvergi. Eru þetta harðir kostir, ungi maður, karl eða kona? Finnst þér ekkert vera að vinna vegur enginn heima á Fróni allt frá jökli út að lóni ekkert viðnám krafta þinna? Hitt er heldur, að hvergi á þessari jörð mun nú vaxa upp kynslóð ungra manna sem öfundsverðari sé af þvi hlutskipti sem henni varð áskapað. bjóðin er enn allt of fámenn, landið er vitt og ekki hálfnumið. En þjóðin er nógu mannmörg til þess að valda þeim verk- efnum sem miklu fámennari þjóð og fátækari hefir skilið það áleiðis sem komið er, og landrýmið eitt má verða okkur hin rikasta hvöt til að hugsa i engu smátt. bað mætti vera okkur mest áhyggja, hvort við fáum einir >að eiga þetta fagra land, og mest þakkarefni, ef svo má þó verða. Við höfum hlotið fé og hagsæld og frelsi, meðan aðrar þjóðir út- helltu blóði og tárum. Ný framtið biður nú þjóöarinnar, fögur og rik framtið mætti það verða, ef börn hennar kunna vel til að gæta. Unga kynslóðin á dýran menning- ararf i tungu sinni og bókmenntum, andlegan höfuðstól, jafnvel öllum þjóöum meiri að tiltölu. bað eitt, að við lifðum og varöveittum tunguna og bókmennirnar sýnir það, að i islenzku eðli er einhver sú taug sem gefur þjóðinni rétt til að örvænta nú hvergi um framtið sina. Allmargar þjóðir eru það, sem geta gert land sitt allt að einum aldingarði. Eru þær öfundsverðari af landi sinu? Eins og hind- in leitar hins rennandi vatns, svo mun þjóðarsál íslendinga jafnan leita viðátt- unnar og þurfa hennar, heiðrikju loftsins, hviti jökulsins, þögn auðnarinnar, foss- niðurinn, brimgnýrinn og veðurhljóðið i hömrum fjallanna,þetta eru hinir römmu tónar landsins, kraftur tungunnar og efl- ing hugarfarsins. útsærinn, hafrastirnar fyrir nesjum landsins, veðrin á beltamót- um jaröarinnar, hafa fóstrað hina vösk ustu sjómenn og sæfara. Hin torsótta viðátta landsins mun og temja við harðfylgi og þrautseigju þá sem landið erja. Harðindi þess og isavetur mættu kenna okkur forsjá og fyrirhyggju og vernda okkur fyrir fávislegu bjartsýni um kjör okkar og lifsvenjur. En gnægtir hafsins og auður landsins að grænu grasi og óþrotlegu afli og vitundin um ósnert og ókunn gæði þess, allt þetta gefur ærnar vonir um byggð fjölrtiennrar og vaxandi þjóðar á Islandí. En við sólmánaðar sunnangöngu, sumardýrð og næturfriðinn, eins og nú er, megum við enn skynja þýöingu hins langa, sibjarta dags á is- lenzku sumri. Sú gjöf er gefin skáldinu i sál þjóðarinnar, hugsjónum hennar og draumi hennar um hina æðstu fegurð ofar hverjum timanlegum gæðum. Misdægrin, ævintýrið i lifi landsins sjálfs, mun vernda þjóðarsálina frá að falla um of i vanans fasta hlekk. betta land okkar eigum við nú fremur en áður að annast einir og verja einir. Hvað höfum við til landvarna? Ekkert annað en vilja okkar og manndóm, ekkert annað en það, að láta ekki bugast né blekkjast, ekkert annað en það, að gera glögg skil á munaði og velferð, ekkert annað en að vera sjálfir nýtir menn. HI^GIÐ — bað er reynsla min, að kvenfólk þoli sársauka mun betur en karlmenn. — Nú. Ertu kannski læknir? — Nei, ég er skókaupmaður. — Nei, Hulda! Hvar hefuröu eiginlega verið þessi tvö ár? Ég var einmitt að fara út að gá að þér. Aður hneyksluðu ungar stúlkur umhverfið með þvi að Iesa bækur eins og þær semja nú til dags. Ég skulda konu minni allt... sérstak- lega afsökunarbeiðni. ♦ bað bezta við vinsæl lög er hvað þau eru vinsæl I stuttan tima. Ef þér finnst timinn lengi að liða, skaitu bara samþykkja vixil. Ég er I megrun, en hef engu náð af mér nema góða skapinu. ' + Konan min á von á sér og litla bróður er alveg sama, hvað það verður, bara ef það lfkist Andrési önd. A bú þarft ekkert að skammast þin fyrir að hafa ekki fundið upp púðrið. A Astin getur verið svo áfeng að maður sé timbraður allt hjónabandið. Heppnin er einn af beztu eiginleikum mannsins. Enn eru allt of margir, sem fremja sjálfsmorð með hnlf og gaffli. Ég hef aðeins tvennt út á manninn minn að setja: Allt sem hann segir og allt scm hann gerir. Kjaftagangurinn á flestum hárgreiðslustofum nægir til aö lyfta hárinu. 25

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.