Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 3
ALvitur. , svatar brétum N(J verö ég aöbiöja ykkur aö hafa svo- litla biölund, því mér hefur borizt slík- ur aragrúi bréfa, aö þau endast fram á sumar. Ég reyni aö taka þau I réttri röb, eftir þvi sem hægt er. Þá hef ég veriö beöinn fyrir leiö- réttingu úr blaði nr. 9. Þar var á bls 10 sPurt hvar Myggenæs væri. Aö sjálfsögöu er þarna átt viö Mykines I Færeyjum og er þaö rétt skrifaö þann- ig. Alvitur. Næri Alvitur! Vinkonu mlna dreymdi draum núna fyrir stuttu, sem hana langar til aö fá réðningu á. Hann er svona: Mér fannst sem ég stæöi uppi á fjalli. Svo kom skæöadrifa af snjó. Ég fann ekki til kulda, þó ég væri litiö klædd og þaö varö allt hvltt af snjó. Svo kom strák- Ur, sem ég elskaöi einu sinni heitt, en Vur samt ekki með. Hann kom labb- audi á náttfötunum. Hann rétti snöggt fram hendina I áttina til mln og þar glitraöi á mjög fallegan giftingarhring **r gulii, allan útflúraöan. Aö lokum, hvernig er skriftin? ^eturöu lesiö eitthvað úr henni? Hvað helduröu aö ég sé gömul? Ein, sem skrifar fyrir aðra. ^var: Darumasérfræðingurinn okkar er hrifinn af þessum draum, segir hann fyrir ánægju og velgengni á öll- Um sviöum. Strákurinn skiptir ekki f^Sli sem slíkur, hann merkir bara e*tthvað gott og þægilegt. Gullhringur- inn bobar þér heiður og snjórinn, sem þú fannst ekki til kulda af, þýðir, að ef þú hefur átt i einhverjum erfiðleikum, eru þeir að baki. Skriftin er falleg, en þú mættir vanda þig svolitið meira, einkum við stafsetninguna. (Jr henni les ég að þú sért listræn, dugleg og ákveðin. Alvitur. Kæri Alvitur. Mig langar að fá svör viö nokkrum spurningum. 1. Ég er 1,62 sm á hæð. Hvað á ég að vera þung? 2. Er ekki hægt að fá eitthvað viö örum og exemi og af hverju fær maður exem? 3. Hvernig fara nautið og tvlburarnir saman, jómfrúin og steingeitin og hrúturinn og vogin? Að lokum þakkaég fyrir allt gott I blaðinu og þá sérstaklega framhalds- söguna „Ókunnur eiginmaöur. P.S. Hvernig er skriftin og hvaö lestu úr henni? Elin. svar 1. Það eru engin lög tii um það hvað fólk á að vera þungt, en ég geri ráb fyrir að þú viljir vera grannvaxin eins og flestir. Farðu ekki mikið yfir 55 kiló. 2. Við örum er vist ekkert ab gera, nema vona að þau lýsist og jafni sig með tlmanum.en exem getur stafað af ýmsum orsökum og bezt er að ræða um það við lækni. 3. Nautið og tviburarnir eiga margt sameiginlegt og geta farið vel saman, en sé hún nautið, er bezt fyrir hana að vera sammála honum i flestu. Jómfrú og steingeit eiga alltaf mjög vel sam- an, hvernig sem kynin skiptast, en öðru máli gegnir með hrútinn og vog- ina. Sé hún vog, þarf hún ekki að gera sér vonir um að fá að ráða neinu, en sé hún hrútur, þarf hún að vera driffjöðr- in i sambandinu. Skriftin er svolitið misjöfn, en ég gæti imyndað mér, að þú værir góöur skipuleggjandi. Alvitur. Kæri Alvitur. Ég þakka þér mjög gott blað og góöar ráðleggingar. Mig langar aö biðja þig bónar. Ég er mjög lélegur I ensku og þarf að komast tii Englands næsta sumar I vinnu til aö læra máliö betur. Ég verð þá 17 ára. Getur þú gef- ið mér upplýsingar um hvert ég get sent bréf út og fengiö svar. Viltu vera svo vænn aö birta þetta fljótt, svo ég verði búinn að fá örugga vinnu fyrir sumarið. Hvað lestu úr skriftinni? Nonni. svar: Kunningjar minir, sem starfað hafa á Butlin’s Holiday Centres i Eng- landi, mæla með þeim. Skrifaðu til: Foreign Recruitment, officer Butlins Ltd., 441 Oxford Street, London WE, England. Skriftin bendir til röskleika, en hann gæti stundum orðið of mikill. Alvitur AAeðal efnis í þessu blaði: Richard Wagner ......................... Bls4 Hvaðveiztu? ........................... - 7 Blekking eða veruleiki? ................ - 8 Engar f lækjur i garnkörf unni .......... -10 Af mælistertan sem hvarf ............... - 10 Rvottur í baðherberginu............... - 11 Pop- David Bowie ....................... - 12 Einskis nýtur dagur, smásaga............. -13 Spé-speki............................... -16 Við höf um 10 milljarða staðreynda í nöfðinu 17 Eru þær eins? ................../....... - 20 Börnin teikna............................ - 21 Leó Ijón og Gréta gíraff i ............... -22 Pan og yrðlingarnir, barnasaga ........... -24 Föndurhornið, f lugdreki ................. -27 Indælis páskamatur ....................... -28 Einkastjörnspáin ......................... -30 Að Þrístöpum, Ijóð....................... —32 Pabbi, mamma og börn, f rh.saga barnanna - 33 Endurf undir, f rh.saga................... -35 Ennf remur Alvitur svarar, krostgáta, pennavinir, skrítlur og f leira . 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.