Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 6
Tveimur árum siðar var enn samband þeirra á milli, og þegar Wagner samdi forleikinn að Valkyrjunni, skrifaði hann bókstafina á handritið. Frú Wesendonck hélt þvi siðar fram, að þessir bókstafir væru upphafsstafir þýzku orð- anna, sem þýddu „blessuð veri Mat- hilde”. Skömmu siðar kom hann til henn- ar með Tristan i fullgerðu ljóði. Ungur eiginmaður Mathilde var af- brýðisamur, en hann reyndi að dylja það vegna konu sinnar og Wagner gerði alveg ófeiminn heimili þeirra að sinu. Hins veg- ar tókst Mathilde að teija mann sinn á að kaupa handa honum litið hús i grenndinni. Minna var fokreið og skammaði Mat- hilde og lýsti henni siðar sem „heimskri og hrokafullri”. Wagner skrifaði örvænt- ingarfullt bréf til Liszt: — Þú verður að koma og hjálpa mér, ég er i óskaplegum vanda. Mikil átök áttu sér stað milli Wagners og Minnu, en Mathilde hélt þvi stöðugt fram, að hún hefði alltaf sagt manni sinum Otto, allt. Loks áhyggjulaus Eigingirni Wagners var svo takmarka- laus, að hann taldi blátt áfram, að Minna og Otto ættu að hypja sig, vegna þess að návist Mathilde væri honum nauðsyn vegna starfsins. Loks hélt Wagner til Fen- eyja og Minna til vina sinna i Dresden. Bréf Wagners til Minnu komu óopnuð til baka. Siðar kom hún til hans i Paris, en ekki batnaði samband þeirra. Dóttir Liszts, Cosima, var nú orðin full- orðin og nýlega gift Hans von Búlow, ungu tónskáldi og hljómsveitarstjóra. A brúð- kaupsferð þeirra las Wagner upp textann af Tristan og Isolde og bað Hans að út- setja tónlistina fyrir pianó. Enn einu sinni komst Wagner upp á milli ungra hjóna. En þá gerðist skyndilega kraftaverk fyrir Wagner, atburður, sem skapaði grundvöllinn að tónlistarhátiðinni i Bay- ruth. Konungurinn af Bayern lézt og við tók sonur hans, Lúdwig II, einkennilegur, tilfinninganæmur og viðkvæmur ungur maður. Arið 1870 sendi hann út menn til að „finna” Wagner, þvi hann dáði tónlist hans mjög. Wagner fór til Munchen og lif hans tók slikum breytingum, að hann hefði aldrei getað imyndað sér það. Hann skrifaði vinum sinum og sagði, að konungurinn hefði tekið að sér að birta verk hans heiminum, einmitt á þann hátt, sem Wagner sjálfur óskaði og auk þess vernda höfundinn fyrir öllum erfiöleikum og áhyggjum. Jafnskjótt og þetta var ákveöið, sendi Wagner eftir — ekki Minnu — heldur Hans von Bulow og konu hans. Það átti að sýna óperurnar i Munchen og Wagner þarfnað- ist Hans von Bulow við undirbúninginn og hljómsveitarstjórnina. Ósennilegt var að Hans von Bulow hafi þá gert sér grein fyrir að kona hans og Wagner voru orðin ástfangin hvort af öðru, þvi hann sendi Cosimu og tvær ung- ingar eins og: — Ef Richard missir móð- inn, hefur heimurinn misst snilling. Hún fór með honum til Dresden og Parisar, þar sem hann leitaði framleiðanda, sem vildi styðja hann og hjálpa honum áfram. Við einn vina sinna sagði hann: — I Paris leið okkur hræðilega og án hjálpar Meyer- beers hefðum við liklega svelt... En Minna hélt ennþá, eins og hann raunar siálfur, að hann væri listamaður, sem yröi að fylgja leiðarljósi sinu alla leið. Hann sagði við hana. — Þú verður að veita mér frið, taktu mig eins og ég er! Það var loks i Dresden, að hann byrjaði að skapa sér nafn. 1 sjö ár fékk hann frið- inn, sem hann krafðist, þótt stjórnmála- störf tækju mikið af tima hans. Minna var mjög mótfallin þátttöku hans i stjórn- málum, henni fannst hann fjarlægjast list sina — og hana sjálfa. Hann skrifaði nú prósa i stað tónlistar og að lokum fór svo að hann var rekinn frá Dresden, einmitt vegna stjórnmálavafsturs sins. Það sem loks varð til þess að Minna og Wagner slitu alveg samvistir var frú Wesendonck, sem hann hitti i febrúar 1852. Sá rómantisiki atburður hafði geysi- mikla þýðingu fyrir Wagner sem tón- skáld. Hún var hugfangin af snilli Wagners og einnig af óhamingju hans, sem hún kenndi skilningsleysi eiginkonunnar um. Astir Cosimu og Richards Wagner entust, þar tii dauöinn aöskildi þau. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.