Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 7
ar dætur þeirra á undan sér til Þýzka- lands, þvi sjálfur hafði hann of mikið að gera og var heldur ekki vel friskur. Hann œtlaði að koma seinna. Eyöslusemin eykst Konungurinn hafði lofað Wagner húsi, Þjónum, hestum og vögnum, öllu sem hann óskaði. Þegar Cosima kom, var hús- ekki tilbúið, þvi Wagner var svo sérvit- ur, að það tók iðulega vikur, að útvega honum nákvæmlega það sem hann vildi. Þegar hún kom, bjó hann við vatn eitt og hafði aðeins einn þjón hjá sér og auðvitað hund. Hann vann enn að Tristan og Isolde, sem var fyrsta óperan, sem sýnd var i Munchen. Konungurinn hafði sjálfur séð um uppsetningu hennar og útvegað bestu fáanlega söngvara, tónlstarmenn, bún- *uga og leiktjöld. En hvað um Minnu? Hún fékk enga hlutdeild i þessu nýja áhyggjulausa lifi uianns sins. Hún var nú orðin öryrki til lifstiðar og þau Wagner höfðu ekki búið saman i mörg ár. 1 tilefni silfurbrúðkaups þeirra fjórum árum áður, skrifaði hún vinkonu sinni að hún óskaði þess aö hægt v®ri að þurrka þessi 25 ár úr lifi sinu.... Næsta barn Cosimu, stúlka, fæddist niu uiánuðum siðar og hlaut nafnið Isolde. Þá vissi Hans ekki enn, að hann var ekki fað- 'rinn. 1 Munchen gerðist Cosima eins kon- ar framkvæmdastjóri Wagners. Lánar- drottnar voru enn á hælum hans, en hann fyllti húsið af silki og satini og garðinn af rósum og páfuglum. Bleikt, purpurarautt, gýllt og fjólublátt. Skaplyndi Wagners hreyttist með hverjum lit og hann hélt því fram, að hann gæti ekki unnið, nema hafa fagra hluti i kring um sig. Eyðslusemi hans var gegndarlaus og daginn, sem Tristan og Isolde var sýnd i fyrsta sinn, kom fógetinn og fjarlægði öll húsgögmin ór húsinu vegna gamallar skuldar. Sýningin, sem Wagner sjálfur taldi fullkomna, varð fyrir mörgum ó- höppum þennan dag, Söngkonan Sem söng Isolde, missti röddina vegna gufubaös og aflýsa varð sýning- Ul*ni. Fólk haföi komið til Munchen við fagnaðarlátunum með Tristan og Isolde við hlið sér, konunginn i konungs- stúkunni og Cosimu meðal áhorfenda. þrjú kraftaverk Ekki leið á löngu, unz Hans von Bulow uPpgötvaði að hann hafði verið svikinn, bæði af konu sinni og besta vini. Wagner varð svo óvinsæll I Munchen vegna lánar- drottnanna og slúðursagna, að hann neyddist til að yfirgefa borgina. Hans varð eftir i Munchen og þegar Minna lézt fveimur árum slðar, sótti Cosima um shilnað og giftist Wagner. Þaðan I frá sleppti hún ekki af honum hendinni og þau elskuðust innilega. En Wagner átti þá að- eins ellefu ár ólifuð. Þau Cosima höfðu þegar eignast aðra dóttur, Evu og eftir að þau giftu sig, fædd- ist sonurinn, Siegfried. Þrjú kraftaverk urðu i lifi Wagners. Það fyrsta að konungurinn skyldi senda eftirhonum frá Munchen, annað, að hann skyldi loks finna konu, sem var honum samboðin og skildi hann og það þriðja gerðist eftir að hann fór frá Munchen til litla bæjarins Bayruth i Bayern, sem átti eftir að verða svo frægur. Þegar leið að ævilokum Wagners, gerð- ist hann æ sérvitrari. I garðinum utan við stóra húsið reisti hann sitt eigið grafhýsi. Það var i Feneyjum, sem hann las textann að Tristan og Isolde fyrir Cosimu og Hans og nú var hann kominn þangað öðru sinni og lauk við Parcifal, slðustu óperu sina. Hann var enn i Feneyjum, þegar hann 15. febrúar 1883, féll skyndi- lega niður og lézt. Þá var hann sjötugur að aldri. Niðurbrotin af sorg tók Cosima likið með sér til Bayern. Það eina, sem hún gerði sér grein fyrir, var að hún yrði að hafa styrk til að halda áfram með tónlist- arhátiðina i Bayruth, þannig að bærinn gæti orðið frægur fyrir tónlist mannsins, seih hún elskaði svo heitt. Hvað grafhýsið varðaði ... Um mið- nætti, rétt eftir aö Wagner hafði verið jarðsettur, reið Ludwig konungur einn inn i garðinn fullan af rósum og páfuglum. Þögull sat hann þar á hestbaki i tungl- skininu, og sýndi snillingnum Richard Wagner hinztu virðingu. — Þetta er áreiðanlega sonur minn! — Ég þoli ekki aö sjá þig strita svona, Jóna. Fáðu þér stærri gólfkúst. HVAÐ VEIZTU 1. Hver sarndi tónlistina viö Porgy og Bess? 2. Hvaö þýöir mannsnafnið Leó? 3. Af hvaða dýri er mohair-ullin? 4. Hvaöa land framlciðir Toyota-bil- ana? 5. Frá hvaða landi er dansinn masúrka? 6. i hvaöa hafi eru Azoreyjar? 7. Hvaö heitir hæsta fjall á Sikiley? 8. Hver var konungur Gyöinga á undan Daviö? 9. Hvaöa list iðkaði Sókrates á yngri árum? 10. Er fillinn stærsta landspendýriö? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. — Góðan daginn, ég er aö selja barnaföt, bleyjur og.... 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.