Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 12
POI DAVID BOWIE DAVID Bowie ólst upp i úthverfi London undir nafninu David Jones. Þetta var ósköp borgaralegt umhverfi og hann áleit að það hentaði honum ekki. Hann var i tækniskóla, sem átti ekki við hann heldur, svo hann hætti og fór að leika á tenórsaxófón og kynna sér búddisma. Meðfram starfaði hann sem auglýsingateiknari. Næsta stofnaði hann blueshljóm- sveit, sem hét „David Jones and the Lower third”, en þá kom David Jones úr Monkees og krafðist einkaréttar á nafninu og þá varð David að taka sér nafnið Bowie og hljómsveitin nefndist „David Bowie and the Buzz”. Þetta var þegar stóru magnararnir voru að ryðja sér til rúms og David varð leiður á þessum hávaða og ákvað að reyna sig á eigin spýtur, og lék undir á 12- strengja gitar. Þá kom út fyrsta LP- plata hans: „Love You till Tuesday”. Þá fékk hann aftur brennandi áhuga á búddismanum og stofnaði ásamt fleirum búddaklaustur i Skotlandi og lagði alla tónlist á hilluna um tima. Allt til 1969 var hann svo upptekinn af trúnni, að hann var ákveöinn aö gerast búddamunkur, en hætti við á siðasta andartaki. Þá fékk hann enn eitt áhugamál. Látbragðsleik. í tvö ár var hann i lát- bragðsleikhúsi, en kom siöan fram á tónlistarsviðið á nýjan leik. 1 þaö skiptið kom „Space Oddity” platan, sem vakti athygli heimsins á David Bowie, ekki hvað sist forsiðumyndin, þar sem hann lá á sófa, klæddur flegn- um kvöldlkjól og meö stórkostl. hár- greiðslu. En gæði tónlistarinnar köfnuðu næstum i vangaveltum fólks um kynferöislegar tilhneigingar Davids og hneykslissögum. Það var ekki fyrr en meö „Hunky Bory” áriö 1971, sem tónlist hans hlaut viður- kenningu sem slik. Þá varð hann skyndilega eftirlæti allra og tók að halda hljómleika. David Bowie var orðinn stjarna. I ljós kom, að hann kunni nákvæmlega réttu tökin á áheyrendum i hljómleikasal og það var hrein upplifun að vera meðal þeirra. David Bowie er hamingjusamlega kvæntur Angelu sinni og þau eiga 6 ára son, Zowie aö nafni. Angie er einlægur aðdáandi manns sins, en hugsar lika um sjálfa sig og leikur talsvert i brezk- um sjónvarpsþáttum. David Bowie er vinnuþjarkur mesti I stútiói og munar ei um aö halda áfram i 12-15 tima. Hann helur stór- kostlega einbeitingarhæfileika og er svo vel að sér i tæknihliöinni að hann gripur oft fram fyrir hendur tækni- mannanna til að fá fram þau hljóð, sem hann vill. Angie segir, að ef hún lifði ekki lifinu með sama hraða og hann væri sambandið vonlaust. Hann þolir ekki að vera verklaus andartak og það fer i taugarnar á hon- um að þurfa að eyða tima i að sofa. — Ég er viss um að ef hann gæti lifað og unnið 24 tima á sólarhring, væri hann ánægðastur! segir hún. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.