Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 14
Þar tók hún lyftuna upp á veitingahæð- ina og setti Mike i barnastólinn, sem stjóm fyrirtækisins hafði af skynsemi þama handa fólki með litil börn. Hún rannsakaði matseðilinn vandlega og pantaði drykk handa sjálfri sér og appelsinusafa handa Mike. Um leið og hún stakk servitettu undir hökuna á hon- um, heyrði hún nafnið sitt nefnt. — Angela, hvenær tókst þú upp á þvi að borða úti? Með ilmvatnsský umhverfis sig og minkaslá um hernaðnar, lét Jean Henderson fallast niður á stól við borðið. Magurt andlitið var með áhyggjusvip og hendurnar lagði hún á dúkinn, þannig að glitrandi hringarnir blöstu við. — Halló, svaraði Angela brosandi. — Ég hefði mátt vita, að einhver kæmi auga á mig. j — Þaðerengin synd að borða úti, sagði Jean. — en það veit sá sem allt veit, að þú gerir það ekki oft. — Ég á tvö börn, svaraði Angela. — Já, en ég á eitt og mann, sem er svo erfiður, að hann er á við tvö til viðbótar. Jean bauð Angelu sigarettu og kveikti i annarri handa sjálfri sér. Þær höfðu unnið á sömu skrifstofu, áður en þær giftu sig og það og hitt, að þær bjuggu i sama bæ, var hið eina, sem þær áttu sameiginlegt. Samt leiö Jean vel I félagsskap Angelu. Greini- leg peningavandræði hennar voru and- stæða við ástæður Jean sjálfrar og það var notalegt að hafa einhvern, sem öfund- aði mann. Hún sá að Angela leit á minka- sláið og sagði snöggt: — Gjöf frá David. Notalegt, ekki satt? — Stórkostlegt! Angela brosti. Hún sá hvemig Jean renndi augunum yfir buxna- dragtina hennar, áður en hún leit niður á borðiö, óræðum svip. Þótt henni væri það þvert um geð, leið Angelu ekki sem bezt. 1 návist Jean fannst henni hún alltaf vera bláfátæk og var óánægð með að hafa hitt hana. Henni hafði liöið svo vel og verið svo ánægð, með drykkinn, hárkolluna og allt. Nú var hún aftur orðin utanveltu og án þess að hugsa sig um, sagði hún: — Það er afmælið mitt i dag. Jean glennti upp augun. — En gaman. Hvað gaf Jimmy þér? — Hann... Angela fann að hún roðnaði og hefði getað sparkað i sjálfa sig. — Ég veit það ekki ennþá, hann gefur mér það i kvöld. Jean setti upp hneykslissvip. Það er leiöinlegt fyrir þig. Ég heimta alltaf gjöf- ina min um leið og ég vakna. David kem- ur þvi alltaf fyrir þannig, að við borðum hádegismat ibænum á afmælinu minu og svo verzla ég siðdegis, áöur en við borðum kvöldverð á notalegum stað og förum svo að dansa á eftir. — Það er skemmtilegt, sagði Angela og þurrkaöi appelsinusafa ef miklum móði framan úr Mike. Kæruleysislega sagði hún: — Já, við gerum venjulega eitthvað til tilbreytingar, en það verður vist ekkert i ár. Þú veizt hvernig þetta er... — En það er einmitt með þvi, sem vesöldin hefst, mótmælti Jean. — Það er upphafið á endinum. Trúðu mér, ég læt David aldrei lita á mig sem sjálfsagðan hlut. Hann er jafn hugsunar- samur eftir niu ára hjónaband og það er bara af þvi hann veit, hvers virði ég er. Þú ert skynsöm, ertu ekki sammála? Angela svaraði ekki. Hún var niður- dregin og svolitið hrædd. — Heyrðu, sagði Jean. — Getið þið ekki litið inn i kvöld og fengið ykkur i glas? Þú hlýtur að fá barnfóstru? Eitthvað verðið þið að gera. — Ja, ég... byrjaði Angela en þagnaði svo. Mike hafði náð i saltstaukinn og hún færði hann ósjálfrátt út fyrir seilingu, áöur en hún hélt áfram.: — Þakka þér fyrir Jean, ég vil það gjarnan. Komið snemma svona um áttaleitið þá getum við átt langt og notalegt kvöld. Jean var skyndilega i sólskinsskapi: — Við erum búin að ryðja dagstofuna til að koma flyglinum fyrir. Hann er dásamleg- ur. — Gott, sagði Angela og hjartað seig. Hún minntist siðustu heimsóknar sinnar til Jean. í það skiptið hafði hún þurft að dást að fötunum hennar, gluggatjöldun- um, og nýju eldhúsinnréttingunni. Eins og i blindni gekk hún heim með Mike. t hverju i ósköpunum átti hún að vera? Hún var viss um að kvöldið yrði misheppnað. Þetta hafði ég fyrir að geta ekki haldið mér saman, sagði hún gröm við sjálfa sig. Hún hringdi til Jims á skrifstofuna og sagði honum það. — Uff, nei. Hún er hræðileg manneskjua. Þú ert alltaf miður þin 1 margar vikur eftir heimsókn til hennar. Hún hefur alltof mikinn tima og peninga. — David á alltaf fullt hús af bjór, sagði Angela og reyndi að gera heimsóknina freistandi. — Ég get keypt bjórinn minn sjálfur, sagði Jim úrillur, — en ef þetta er ákveð- ið, þá er það ákveðið. — Ég lofaði að við kæmum um áttaleyt- ið. Hún lagði tólið á og horfði reið á sim- ann. Hann hefði þó getað munað eftir deg- inum. Ekki að það skipti öllu máli, en það gerði það samt! Bálvond hugsaði hún um aöhann myndi aldrei neitt, sem hún sagði eða gerði. Hún lyfti tólinu af aftur og hringdi til Jean. — Geturðu ekki sleppt þvi að segja nokkuð um afmælisdaginn minn? Já, ég veit að það er heimslulegt, en við viljum vera ein um slika hluti... þú veist um þessar asnalegu venjur, sem alltaf er gripið til i litlum veizlum, þegar einhver á afmæli. Hún heyrði sjálf, að hún var öryggislaus og stamaði og sá næstum fyrir sér efasemdabros Jean. • — Allt i lagi, hann hefur sennilega gleymt þvi og ég skal ekki minna hann á það. Hann skal sannarlega fá að sjá eftir þvi og ekki tækifæri til að bjarga sér á slöustu stundu. Jean var með á nótunum og sagði að óhætt væri að treysta sér. Röddin var hlý- leg, en með svolitlum meðaumkunartón. Allt hefur farið úrskeiðis I dag, hugsaði Angela og skellti tólinu á simann. Börnin sváfu og barnfóstran horfði á sjónvarpið, þegar Jim kom heim. — Flýttu þér, sagði Angela óþolinmóð meðan hann þvoði sér og hafði fataskipti. Hann gleypti I sig matinn meðan hann hneppti skyrtunni með annarri hendi og var enn með siðasta bitann uppi i sér, þegar hún dró hann út úr dyrunum. David stóð og blandaði drykki, þegar þau komu. — Til að hressa okkur upp, sagöi hann og sparaði ekki ginið. Angela dreypti á, gekk um stofuna og dáðist að breytingunum. — Mmmm, þetta var dýrt, sagði Jean létt. — En til hvers eru peningar? Jimmy var byrjaður á öðru glasi og sat og spjallaði við David, sem honum likaði vel við. Angela gaf þeim auga og velti fyrir sér, hvernig Jim gat verið svona rólegur, þegar hann vissi að David hafði þrisvar sinnum hærri laun en hann, gekk I betri fötum og átti konu sem var eins og klippt út úr tiskublaði. Venjulega dáðist hún að þessum eiginleika hans, en I kvöld fór það I taugarnar á henni. — Hefurðu séð hringinn minn? spurði Jean Angelu. Hún rétti fram höndina og gaut augunum til Jimmys til að fullivssa sig um að hann heyrði til hennar. Hann leit kurteislega á stðran, bláan steininn. — Fallegur, sagði hann og bætti við i viröingartón: — Hann hlýtur að hafa kost- að eitthvað. Jean virtist óörugg. Hún vissi aldrei hvort Jimmy meinti það sem hann sagði, eöa var að gera grin að henni. — David gaf mér hann I afmælisgjöf, sagði hún. — Hann getur verið hræðilega eyðslusamur öðru hverju. Angela leit skelfd upp, en Jean ýtti við henni með fætinum, eins og hún gæfi með þvi til kynna, að allt væri i lagi. Angela kreppti höndina um glasið og sór að binda endi á vináttu, sem alltaf hafði verið vafa- söm. —Það er af þvi þú ert svo aðlaðandi, sagði Jimmy eins og hann væri að tala við barn. Hann er að gera grin að henni, hugsaði Angela. Það er mátulegt á hana, eins og hún lætur. — Ég hélt, að ég hefði gefið þér pels i afmælisgjöf, sagði David. — Nei, það var á brúðkaupsafmælinu, elskan, sagði Jean og rétti fram glasiö til að fá meira i það. David fyllti það og kyssti hana á hárið um leið og hann rétti henni það Angela var fokreið innra með sér og lauk úr sinu glasi meö samanherpt augu. Alltaf var það eitthvað svona, sem gerði hana reiða, þvi hún vissi til hvers það var 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.