Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 22
Leó Ijón og Gréta gíraffi Leó ljón I hann þarf 8 hnotur af drapplitu, grófu garni og 4 hnotur af brúnu i makkann, ásamt afgöngum af dökkbrúnu og raubbrúnu. Fyllingin er svampblokk, 52x45 cm að stærð og 12 cm þykk. 1 augun og trýnið er notað svolitið dökkbrúnt filt. Auk þess þarf prjóna nr. 5 og heklunál nr. 4. Festa: 15 1 garðaprjón eiga að vera 10 cm á breidd, annars þarf að skipta um prjóna. Hliðarstykki: Byrjið á öðrum fætinum. Fitnið upp 26 1 með ljósa garninu. Prjónið 8cm garðaprjón og geymið bútinn meðan þið prjónið annan eins. Siðan er fitjaöar upp 18 1 i framhaldi af seinna stykkinu og fyrra stykkið siðan prjónað með, þannig að nýju lykkjurnar komi á milli þeirra. Þá eru alls 70 1 á. Prjónið þá áfram, þar til stykkið er 23 cm. Þá eru felldar af 45 1 frá hægri hliðinni en 25 1 prjónaðar áfram og jafnframt fitjaðar upp 9 1 til viðbótar i vinstri hlið fyrir höfuð og haldið áfram með þessar 34 1 þangað til stykkið er oröið alls 45 cm á hæð. Fellið laust af. Prjónið annað stykki alveg eins, nema gagnstætt. Miðstykki: Fitjið 20 1 upp og prjónið beina ræmu, 212 cm langa. Felliö laust af. Eyru: Fitjið upp 6 1 með heklunál nr 4 og ljósa garninu. Heklið fm fram og til baka, en aukið I eina 1 á hvorri hlið i annarri hvorri umf. alls 3 svar sinnum. Þá verða 121 á. Siðan er tekið úr i hvorri hlið á ann- arri hvorri umf. þar til 4 1 eru eftir. Slitið frá og heklið hitt eyrað alveg eins. Heklið eina umf. fastal. með dökkbrúnu garni, kringum eyrun, nema á þann veginn, sem það er saumað á. Frágangur: Byrjið á þvi að leggja annað hliðarstykkið á svampinn og teikna eftir þvi. Skerið siðan 1-2 cm utan við strikið. Saumið miðstykkið fast við hliðarstykkin, en hafið þó op að neðan til að koma svampinum inn. Klippið augu og trýni úr filti og saumið framan á höfuðið. Saumið út augnahár og veiöihár með rauðbrúnu garni og festið eyrun á. Makkinn: Klippið u.þ.b. 18 cm langa spotta af dekkra brúna garninu, sem eru festir á með heklunál, þannig: Leggið spottann saman tvöfaldan, stingið heklu- nálinni milli tveggja lykkja og dragið lykkjuna á spottanum i gegn, stingið end- um hans gegn um lykkjuna og heröiö aö. Haldið þessu áfram röð eftir röð, þar til myndarlegur makki er kominn á ljónið. Stingið nú svampinum inn i og saumið fyrir opið. Snúið nokkuð svera snúru i rófuna og setjið dúsk á endann. Gréta giraffi 1 Grétu þarf 3 hnotur af appelsinugulu, meðalgrófu gami og 4 hnotur af brúnu, svampkurl eða heila svampblokk i stopp, en eins má nota ónýtar sokkabuxur eða eitthvaðannaðhentugtinnan i. Augun eru tveir hnappar. Gréta er hekluð úr 70 femingum, sem allir eru eins. Ferningur: Fitjið 15 11 upp með brúnu garni og heklið 3 umf fastalykkjur. Haldið slöan áfram með röndum: 2 umf appelsinugult og 2 umf. brúnt, þar til komnar eru 4 appelsfnugular rendur, þá er endað á 3 umf. brúnt. Heklið 70 svona feminga. Eyra:Fitjið 311 upp með appelsinugulu og heklið 3 fl. í næstu 3 umf. er aukin ein 1 i á hvorri hliö og verða þá 91 á. Heklið siðan 8 umf beint áfram og aukið þá aftur eina lykkju i á hvorri hlið = 11 lykkjur. Hekliö 4 umf. Takið þá úr eina lykkju á hvorri hlið og haldið siðan áfram aö taka úr, allt- af á báðum hliðum, þar til 3 1 eru eftir- Heklið annað stykki alveg eins úr brúnu gami, sem er bakhlið eyrans og heklið þessi tvö stykki saman með 1 umf. fl- * kring. Heklið önnur eins tvö stk. i hitt eyrað. Rófan: Snúið eða heklið appelsinugula snúru, 10 cm. langa. Búið til dúsk úr brúnu gami og saumið hann vel fastan i rófuendann. Frágangur: Saumið ferningana saman, til skiptis með rendurnar láréttar og lóð- réttar, eins og sézt á myndinni, en skiljið eftir op að neðan. Stoppið Grétu upp. Ef notuð er heil svampblokk, er farið að eins og meö Leó ljón hér á undan. Lokið opinú- Saumið eyrun á og látið ljósu hliðina snúa út. Saumiö brúna hnappa 1 fyrir augú og festiðrófuna vel á. Klippiö afganginn af brúna garninu niður i spotta, sem festir eru meö aðstoð heklunálar ofan á höfuðiö og niður aftanverðan hálsinn. Það er faxið á giraffanum. — Nei, frú Jónina. Maðurinn þinn er alls ekki hér. H$GIÐ — Nú er vorið komið, fyrst mennirnir eru komnir. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.