Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 24
Pan og yrðlingarnir PAN var litill hvolpur, sem hafði afskaplega gaman af að leika sér. En það var ekki allt- af auðvelt að finna einhvern til að leika sér við. Fyrst spurði hann mömmu sina, en hún var varðhundur á bænum og vildi helzt liggja i hundahúsinu og gæta að öllu, sagði hún. Svo sá Pan þröst, sem setzt hafði á brúnina á mstarfatinu. Pan ætlaði að biðja hann að leika við sig, en þá flaug þrösturinn burt og tók með sér vænan bita af matnum. — Voff, voff, voff! Komdu aítur og leiktu við mig, gelti Pan, en þrösturinn hvarf inn i skóginn. — Jæja, þá, hugsaði Pan. — Ég verð að finna ein- hvern annan leikfélaga. Gult fiðrildi flaug framhjá, þegar Pan ýtti við fallega, rauða boltanum sinum. Hann hoppaði á eftir fiðrildinu, en það ílaug bara yfir blómunum og virtist ekki langa neitt til að leika sér. Pan reyndi að hlaupa i kapp við það og þegar hann kom að skógarjaðrinum, var hann dauðuppgefinn. — Kannski einhver sé inni i skóginum, sem vildi leika við mig, sagði hann við sjálfan sig, prilaði upp á stóran stein og gelti og spangólaði til að einhver heyrði til hans. Allt i einu sperrti hann eyrun. Það svaraði einhver inni i skógin- um, ekki langt frá. Þarna gægðust tveir for- vitnir yrðlingar út á milli runnanna i skógarjaðrinum. Þeir virtust svolitið hræddir, en þegar Pan hljóp til þeirra með boltann i munninum, skildist þeim, að þetta var ekki hættulegur varðhundur. — Komið og leikið við mig, gelti hann og sló i boltann, svo hann skoppaði yfir grasið. Brátt var leikurinn i fullum gangi, þeir veltust hver um annan og áður en þeir vissu af, voru þeir komnir að grjóturð, alllangt frá bænum. Þar sat refamamma og rak upp stór augu, þegar hún sá, hvað um var að vera. — Lilli og Lina! kallaði hún reiðilega. — Komið strax! Er ég ekki bú- in að banna ykkur að leika ykkur við hunda? Hundar mannanna geta verið hættu- legir fyrir refi! Þá hallaði Pan undir flatt og dillaði rófunni. Hann skildi ekki almennilega af hverju refamamma var svona reið. — Ég heiti Pan, sagði hann — og ég er ekki vitund hættulegur. Lina kom til hans og nartaði i eyrað á honum og þá skildi refamamma að allt var i lagi- — Haldið bara áfram að leika ykkur, sagði hún, — en farið ekki of langt frá greninu. En Lilli og Lina mega ekki fara heim að bænum, því varðhundurinn þar er hættu- legur og hefur oft elt mig. — Sjáið, þarna er ennþá stærri bolti, gelti Pan og tritl- aði að stóru tré, þar sem stórt vespubú hékk undir einni af 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.