Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 30
Einkastjörnuspdin 20. marz Þú ert jákvæð manneskja og hefur bæði hæfileika og vilja til að fylgja eftir hug- myndum frá upphafi til hagstæös endis. Þú hefur áhuga á visindum, en heillast Hka af öllu dulrænu og leyndardómsfullu og auk þess geturðu hæglega sameinað þetta. Framúrskarandi minni þitt og sá fróöleikur, sem þú ert alltaf að viða að þér, getur orðið þér til mikillar hjálpar i starfi þfnu. Þó að þú sért fremur ákveðinn, geturðu virzt feiminn, þegar þú stendur frammi fyrir ókunnu fólki. Þetta er i rauninni skjöldur, þar sem þú kærir þig ekki um að þekkja fólk lauslega. En ef einhverjum tekst aö komast inn I vinahóp þinn, er viökomandi vinur þinn til lifstiðar og þú bregst honum ekki. Þar sem þú vilt helzt starfa upp á eigin spýtur, gengur þér stundum illa að vinna með öðrum, jafnvel þótt þaö sé allra hagur, aö verkið takist sem bezt. En ef þú lærir list samstarfsins, kemstu að raun um að hlutirnir ganga betur og velgengni þin er örugg. A yngri árum muntu að Hkindum ferð- ast mikið og ekki setjast um kyrrt fyrr en slöar á ævinni. Eftir þaö ferðastu um i huganum og rifjar upp kynni þin af hinum ýmsu slóðum. 21. marz Þú ert brautryðjandi, berzt fyrir nýjum hugmyndum og öllu jákvæðu. Hrifning þin er háfleyg og þú ert fús til að reyna allt. Ef eitthvað tekst vel, er það gott, en ef það mistekst, áttu margar aðrar hug- myndir, sem þú getur reynt, og þú heldur áfram, þangað til áætlanir þinar takast. Þú hefur hæfileika bæði á sviði bók- mennta og tónlistar, en sennilega læturðu þér nægja það siðartalda. Hugmyndir þinar eru sérkennilegar, og ef til vill kemur að þvi að þú sezt niöur og skrifar tónverk. Ef þú hins vegar vilt koma tónlist á framfæri, geturðu leikið á hvaða hljóðfæri sem er og haft framfæri þitt af þvi. Mikilvægt er að þú haldir aftur af fljótfærni þinni, þar sem hún gæti skemmt fyrir þér, þegar listin er annars vegar. Þú gerðir rétt i að tileinka þér meiri kimnigáfu og taka hlutina ekki allt of alvarlega. Þú lætur þig oft hagi ann- arra miklu skipta, en skynsamlegra væri fyrir þig, að hugsa meira um sjálfan þig. Þar sem þú ert bæði vingjarnlegur og bliðlyndur, munu margir koma til þin og leita hjálpar og ráða, þegar þeir lenda I vandræðum. Oft eyðirðu svo miklum tima i annað fólk, að þér gefst ekki timi til að sinna þinum eigin málum. 22. marz Þú hefur marga listræna hæfileika og vandinn er aðeins sá, að þú verður að velja eitthvað af þessu sem ævistarf. Þá ert nautnaseggur hinn mesti og lifir lifinu frá degi til dags og veitist erfitt að halda kyrru fyrir við ákveöið starf um lengn tima og átt þess vegna erfitt meö að ljúka þvi sem þú byrjar á. Helzt ættirðu að verða málari eða myndhöggvari. Þú ert afskaplega ástriðufullur og þar sem þú ert jafnframt mjög aðlaðandi persónuleiki, mun fólk dragast að þér- Skynsamlegast væri fyrir þig að giftast ungur, stofna heimili og eignast stóra fjöÞ skyldu. Þar með öðlastu ábyrgð, sem ®r nauðsynleg til að þú getir stefnt að ein- hverju ákveðnu takmarki. An þessarar ábyrgðar er liklegast að þú verðir ^ flakki hingað og þangað án þess aö neyta nokkru sinni krafta þeirra og hæfileika sem i þér búa. Þar sem þú ert vingjarnlegur og rausnarlegur, mun margt fólk koma til þln I leit að góðum ráðum og leiðbeining' um og flestum þykir vænt um þig. Þig mun aldrei skorta neitt af heimsins g®ö' um, þar sem þú getur alltaf öðlazt næga peninga á hæfileikum þinum, þú verður heldur aldrei rikur. Þú lánar öllum, sem þurfa og styrkir þá, sem þér finnast þesg viröi. Þú veltir ekki vöngum yfir að g®ta þinn siðasta eyri. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.