Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 3
H® Alvitur! Mig langar að spyrja þig nokkurra sPurninga, sem hljóða svona: '• Hvað þarf maður að vera gamall til taka afreksstig? 2. Hver er happalitur og happatala Þe*rra, sem fæddir eru í meyjunni og na**tinu? 3- Hvernig eiga meyjarstelpa og hautsstrákur saman? '*• Hvernig getur maður fengið þykkt °g fallegt hár? 5- Hvað á maður að gera til að losna v'ð bdlur I andliti? Hvernig er skriftin og hvað lcstu úr **enni? Viltu birta textann af • ■Kærastan kemur til mín.” Er eðlilegt að vera 60 kiló að þyngd og 164 cm á hæö? Hró. ^Var: 1. Ég held, að þú eigir við af- reksstig i sundi og ég veit ekki til, að þar sé neitt aldurstakmark. Aðalat- riðið er að vera nógu vel syndur. 2. Lítur meyjarinnar er gulgrænn, en nautsins appelsinugulur. Ég birti ekki "appatölur lengur, þvi ég komst að mör til hrellingar, að þær bækur, sem ég hef um slikt, eru svo ólikar, að það er tilviljun ef tölunum ber saman, og þá sé ég engan tilgang i þvi. 3. Meyjar- stelpa og nautsstrákur eiga vel saman °§ e*ga margt sameiginlegt. Hún slappar af i návist hans og hann yrði ghður eiginmaður handa henni. 4. B- vítamin, burstun, gott sjampó og mikjð af frisku lofti, ásamt hollu mataræði stuðlar að þykkra og fallegra hári. 5. Vatn og sápa, mikið af þvi og háfjallasól getur minnkað bólur mikið, en sælgætisát og feitur matur eykur þær hins vegar. Skriftin er dá- litið ójöfn og barnaleg og starf- setningin slæm. Þú ert sennilega traust og áreiðanleg og hefur ein- hverja listamannahæfileika og ert um fermingu. Ég birti ekki texta af ástæðum, sem ég hef áður greint frá. Það er fullkomlega eðlilegt að vera 60 kiló og 164 cm. Alvitur. Sæll, Aivitur! Ég var að lesa þar, sem þú svarar spurningum tveggja stúlkna, sem báðar spurðu hver væri happatala krabbans. Annarri svaraðir þú fjórir, en hinni tveir. Nú iangar mig til að vita, hvort er rétt. Ég er fædd 27/6. Hver er happatala min og happalitur! Hvað lestu úr skriftinni? Bendir skriftin til þess, að ég sé fimmtán ára? Svava. Svar: Allt um þetta með happatölurnar getur þú lesir i svari næsta bréfs hér á undan og nú hætti ég sem sagt að birta happatölur. Happa- litur þinn er hins vegar appelsinugul- ar, dálitiö meira gulur en rauður. Úr skriftinni les ég, að þú sért heilsteypt manneskja, ákveðin og dugleg. Skrift- in bendir til, aö þú sért 15-16 ára. Alvitur. Kæri Alvitur. Ég þarf að biðja þig að hjálpa mér svolitið. Þannig var, að cg fékk nafnið mitt birt I pennavinadalki ykkar fyrir stuttu. t siðutu viku fékk ég nafnlaust bréf i gulu umslagi, þar sem ég var beöinn að hitta ákveðna manneskju á vissum stað í Reykjavik, tiltekinn dag. Þar sem ég hef verið erlendis, komst ég ekki á stefnumótið. En nú langar mig til að fá annað gult bréf frá þess- ari nafnlausu manneskju, hvort sem verið er að hafa mig að fifli eða ekki og mér datt i hug hvort ekki gæti hjálpaö að skrifa þér. Þessi nafnleysingi virðist Icsa blaðið þitt. Ef þessi i gráa jakkanum og svörtu buxunum, i skóm nr. 42er að lesa þetta núna, þá er hann beðinn að skrifa aftur gult bréf til ..elskunnar sinnar” Hvað lestu annars úr skriftinni? Fórnardýr gulu bréfanna Svar: Venjulega er fólki ráðlagt að láta sem nafnlaus bréf séu ekki til„en auövitað má hver sem er láta hafa sig að fífli, ef hann vill. Vonandi er samt ekki svo i þessu tilviki, og ég kem þessu hér með á framfæri. Úr skriftinni les ég, að þú sért listræn i þér, hreinskilin og heiðarleg i alla staði og vílir ekki fyrir þér, að lenda í ævintýrum. Þetta er nokkuð sérkenni- leg skrift. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: Maria Montessori.........................Bls 4 Eldhúskrókurinn............................— 9 Rekiðekki karlinn úr eldhúsinu.............— 11 Pop-Sly....................................— 12 Tómasog Fernando í feimferð/ barnasaga .— 13 Einkastjörnuspáin .........................— 16 Börninteikna............................ — 20 Barnsrán eftir pöntun......................— 22 Spé-speki .............................. — 23 Borðog f jórir stólar, smásaga.............— 24 Hvaðveiztu?................................— 26 Litlu harðstjórarnir.......................— 27 Eru þær eins?........................... — 30 Vígarstökur............................ — 30 Föndurhornið, borðlampi..................— 31 Pennavinir......................... — 32 og 38 Magnús í hættu (4) ......................— 33 Aðeinseinn kostur (10) ..................— 35 Ennfremur Alvitur svarar, krossgáta, skrýtlur o.f I. Forsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson á Bakkafirði í sumar. Það er Svavar skipstjóri á strandferðaskipinu Heklu, sem þarna stendur í skut skips síns og dregur góðan þorsk. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.