Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 4
Manneskjan að baki nafninu — 2 Maria Montessori Brautryðjandinn í starfi að frjálsu uppeldi barna Þau stóðu þarna grátandi og hrædd og svo feimin, að varla var hægt að fá orð út úr þeim. Andlitin voru sviplaus, augun störðu dauf út i loftið, eins og ekkert hefði nokkru sinni haft áhrif á þau. Þetta voru vanrækt börn. Þau voru lokuð blóm, litlar innilokaðar sálir að baki harðri skel. Þannig lýsir Maria Montessori áhrifun- um, sem hún varð fyrir, þegar hún í janú- ar 1906, þá 36ára, opnaði sitt fyrsta Casa de bambini (barnahúsið) fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára i einni af út- borgum Rómar. Með byltingarkenndum uppeldisaðferðum sinum, opnaði hún Htlu, mæddu sálirnar, þannig að þær uxu ogljómuðu, svo aðbjarmanum sló um all- an heim. Óvenjuleg kona En hiin var lika mjög óvenjuleg kona. Þegar snemma á skólaárum sinum hafði Maria Montessori ákveðið að verða verk- fræðingur. I Róm á árunum kring um 1880 var þetta óþekkt, þvi þá giftust stúlkur og stofnuðu heimili, fæddu börn og stjönuðu við eignmenn sina. Að stúika gengi i há- skóla var fásinna. En Maria Montessori fékk vilja sfnum framgengt og vegna undirbúningsnáms- ins varðaðsetja hanaá drengjaskóla. Allt fór það fram undir þvi stranga eftirliti, sem siðsemi þess tima krafðist. 1 friminútum var hafður um hana vörður I sérstöku herbergi. En hiín var ekki ein þeirra, sem lætur bugast. í miðju verk- fræðináminu komst hún að raun um, að hiin vildi verða læknir, fjölskyldunni til mikillar skapraunar. Hún Jauk náminu, varðfyrsta konan á ttaliu, sem varð lækn- ir og fékk starf við sálfræðideildina i Róm, þar sem hún helgaði vangefnum börnum alla starfskrafta sina af svo mikl- — Ef við viljum skapa betri heim, verður að byrja á því að skapa betri manneskjur, sagði Maria Montessori, sem alla sína æfi barðist fyrir stöðu barnsins sem sjálfstæðrar veru. Enn í dag höfum við gott að kynna okkur kenningar hennar og reynslu, því hvar erum við stödd, þegar varðar skilning okkar á sálrænum vandamálum barna? um ákafa, að fáum árum eftir, var hún gerð að stjórnanda fyrsta skóla á Italiu fyrir vangefna. Þar byrjaði Maria Montessori að gera tilraunir með barnauppeldi eftir gjörsam- lega óþekktum aðferðum, sem sé frelsi. Þegar hún komst að raun um, að mörg þessara barna, sem urðu heilbrigð og fóru i venjulega skóla, stóðu sig mun betur en eðlileg börn, spurði hún sjálfa sig: Hvað er það sem skortir i uppeldi „eðlilegra" barna. Til að komast að raun um það, sagði hiin lausri stöðu sinni og sneri aftur i háskólanntilaðnema sálfræði. Næstu sex árin vann Maria Montessori að athugun- um sinum og gerði áætlanir um nýtt kennslu- og uppeldiskerfi. Hún heimsótti smábarnaskóla borgarinnar og það ftír hrollur um hana af að sjá börnin sitja grafkyrr á bekkjunum, meðan önnum kafin kennslukona hamaðist við að láta i ljósi alla námslöngun barnsins. — Ég varð fyrir áfalli, segir Maria Montessori. — Agi fæst gegnum frelsi, ekki helsi. Þeir, sem hlynntir eru gömlu uppeldisaðferðunum, eiga erfitt með að skilja þetta, en agi byggist á frelsi. Mann- eskja er ekki öguð, þegar hún er gerð óeölilega kyrrlát eins og blind og hreyfingarlaus eins og lamb. Það er mannesk ja, sem verið er að gera að engu. Ég kalla manneskju agaða, þegar hún ræður við sjálfa sig og getur stjórnað gerðum sinum og lifað eftir vissum regl- um." Erfitt var fyrir Mariu Montessori að finna barnahóp til að gera tilraunir með. 011 börn landsins voru i hinum venjulegu skólum og hvers kyns þörf barnsins til að gera eitthvað upp á eign spýtur var bæld niður. Meðferðin var slik, að tilfinninga- næmir hugir barnanna krækluðust og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.