Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 11
iklÐINNI Rekið ekki karlinn úr eldhúsinu — hann verður að læra að bjarga sér Þótt margir karlmenn hafi lært að búa til mat á siðustu árum, er ennþá til stór hópur þeirra sem aldrei stigur fæti f eld- húsið heima hjá sér. Auðvitað finnst þeim þetta ósköp þægi- legt núna, en þegar þeir eru komnir á eftirlaun, munu þeir iðrast þess biturlega að hafa ekki lært að búa sér til venjulegan hversdagsmat, hvað þá annað. Svo kann að fara, að þeir standi skyndilega uppi einir og þurfi að sjá um sig sjálfir og einnig getur verið, að þeim reynist nauð- synlegt að hafa eitthvað að gera til að uppfylla það tómarúm, sem myndast, þegar þeir þurfa ekki lengur i sina dag- legu vinnu. Sumum karlmönnum finnast þeir eins og illa gerðir hlutir i eldhúsi og það á oft rætur sinar að rekja til þess að þeir hafa hreinlega ekki fengið leyfi til að taka þátt i matargerðinni. Mörgum konum finnst erfitt að hafa karlmenn hjá sér i eldhús- inu. Einkum er það i byrjun, þegar hann veit ekki hvar hlutirnir eru og hann óhreinkar ótal ilát og verkfæri að óþörfu, á meðan hann er að feta sig áfram til að finna hvað er hentugast. Það er nauðsyn- legt að konan leggi þetta á sig, ef karl- maðurinn hefur jákvæða afstöðu til heimilisverka.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.