Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 12
Sly, leiðtogi Sly & The Family Stone, er áhrifaríkasti einstaklingur i tón- listarheiminum i dag. Aheyrendur og aðrir tónlistarmenn dá hann, en hljómleikahaldarar hata hann, þvi hann á heimsmet i að aflýsa hljóm- leikum. Sly & The Family Stone komu fram á sjónarsviðið á siðustu árum sjöunda áratugsins með soultónlist sina. Klæðnaður meðlimanna var litskrúð- ugur og mjög i stil við tónlist þeirra. Þátttaka i stórhljómleikum, eins og t.d. Woodstock gerði að verkum, að rokkið var tekið á dagskrána. Allt frá byrjun hafa hljómleikahaldarar verið gráhærðir af þvi að eiga við Sly og fjöl- skyldu, ýmist kom hann of seint eða alls ekki og gestir styttu sér biðina með þvi að veðja um, hvort Sly kæmi eða ekki. En samt varð hljómsveitin vinsæl mjög. Sly og tónlist hans var ómót- stæðileg og meðal vinsælustu laganna má nefna „Dance to the music”, „Stand”, „Everyday People” og „Life”, en þau komu öll fram, áður en hópurinn tók sérlangt fri. Þegar Sly og Co komu aftur var það með brauki og P05 bramli og albUminu „There’s a Riot Going On”. Margir hafa likt eftir Sly, en enginn beinlinis stælt hann, þvi hann er svo einstakur, að það er varla hægt. En þegar það boð var látið Ut ganga, að Sly hefði gift sig með miklum tilþrifum á hljómleikum i Madison Square Garden, vonuðu ýmsir, að nU væri hann bUinn að hlaupa af sér hornin og væri orðinn góður bandariskur borg- ari. En ekki var þvi að heilsa. Hjóna- bandið entist i þrjá mánuði, þá stakk Sly af með nýfæddan son sinn undir handleggnum. Hann er alltaf sá sami. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.