Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 13
Tómas og Fernando í geimferð TóMAS er fimm ára. Stund- um situr hann uppi i rúminu sinu dálitla stund, áður en hann fer að sofa á kvöldin. Þá horfir hann út um gluggann, á tunglið og allar stjörnurnar, sem blika og veifa til hans aí svörtum himninum. Eitt kvöld, þegar hann sat þannig, með litla tuskufrosk- inn sinn undir handleggnum, sagði hann: — Heyrðu Pernandi, en það hét froskur- inn— heldurðu, að það búi ein- hver á stjörnunum þarna uppi? — Ja, svaraði Fernando. — Fyrst við búum hér, þá búa áreiðanlega einhverjir þar. Já, ér er alveg viss um það. — Hugsaðu þér, ef við gæt- um farið upp til stjarnanna og heilsað upp á krakkana, sem eiga heima þar, sagði Tómas. — Ja, hvers vegna ekki? Fyrst ég er nú einu sinni töfra- froskur, get ég bjargað því, sagði Fernando stoltur. — Geturðu raunverulega töfrað okkur upp til einhverr- ar stjörnunnar, Fernando? Tómas hrópaði upp yfir sig af gleði. — Uss. Þú mátt ekki láta pabba þinn og mömmu heyra til okkar, sagði Fernando. — Nei hvislaði Tómas. — Já, hvernig voru töfra- orðin nú aftur, sagði Fern- ando. — Já, látum okkur nú sjá.... Ef þú þá, vilt stjörnu sjá, fljúgum þá i himininn há. — Hvviiiiisssss, heyrðist utan við gluggann og þegar Tómas leit upp, sá hann...... — Fljúgandi diskur, hrópaði hann. — Já, uss, sagði Fernando. — Þetta er gamall vinur minn, prófessor Krulli i stjörnudisk- inum sinum. Nú skulum við opna gluggann varlega og leggja af stað. Gegnum einn gluggann á diskinum, sá Tómas litinn, feitan karl með snarhrokkið hár og hann veifaði til hans. Þeir opnuðu gluggann og prófessorinn skaut út stiga, svo þeir gátu klifrað um borð. — Jæja, prófessor, þetta er Tómas. Ég bý hjá honum, sagði Fernando við Krulla. — Góða nótt, góða nótt, svaraði prófessorinn og brosti. Tómasi fannst dálitið skrýtið , að hann skyldi segja góðan dag, en þá mundi hann, að það var nótt. Þá var það ekki svo skrýtið. — Góða nótt, góða nótt, svaraði Tómas. Prófessor Krulli dró stigann inn aftur og ýtti á hnapp, svo að dyrnar lokuðust. — Ja, sagði Fernando. — Þannig er mál með vexti, að Tómas langar til að heim- sækja einhverja krakka á ann- arri, hm, stjörnu. Þá datt mér i hug, prófessor Krulli, að þú værir rétti maðurinn, — Réttari mann en mig gætuð þið ekki fengið, svaraði Krulli. — Ég held, að við för- um i næturskotferð til stjörn- unnar Snú. — Snú, það er skritið nafn, sagði Tómas. — Já, við köllum hana Snú, af þvi þeir, sem þar eiga heima, snúa öllu við, sem þeir segja. Málið þeirra er þannig. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.