Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 14
En það færðu s jálfur að heyra, þegar þú kemur þangað, sagði prófessor Kruiii. — Já, einmitt, sagði Fern- ando, sem vissi þetta vel, þvi hann var töfrafroskur. — Tilbúnir til brottfarar, hrópaði prófessorinn. Hann ýtti á tuttugu eða þrjátiu takka og allt i einu tóku ljós að blikka og allt var uppljómað af rauðum, bláum og grænum ljósum. Það tikkaði, flautaði og ýldi i ótal apparötum inni i fiskinum. Tómas gægðist út um gluggann og sá, að diskur- inn var kominn á fulla ferð upp á við. Langt, langt fyrir neðan sá hann húsið, sem hann átti heima i. Hann sá göturnar, sem voru eins og mjó strik og þarna var garð- urinn stóri, sem hann lék sér stundum i. Tjörnin i garðinum leit út eins og lítill pollur og trén eins og steinseljuvendir. Áður en Tómas vissi af, voru þeir komnir svo langt, að jörð- in leit út eins og litill bolti. — Þetta gengur skinandi, sagði prófessor Krulli og Fernando tók undir það og raulaði af ánægju. — Nú verðum við að gæta þess að koma ekki of nálægt sólinni, sagði prófessorinn. — Geturðu stýrt svolitið, á meðan ég lit á himinkortið? spurði hann Tómas. — Ég— ég að stýra? Er það i lagi? spurði Tómas. — Já, já, svaraði prófessor- inn.— Beygðu bara svolitið til vinstri, þá er allt i lagi. Tómas settist. En þarna var ekkert stýri, heldur bara eitt- hvað, sem liktist krananum við vaskinn heima. Tómas greip um það og sneri þvi að- eins til vinstri. Hann fann, að diskurinn beygði og þeir svifu áfram i fallegum boga frá sól- inni. Nú tók diskurinn að nálgast stjörnu, sem stækkaði öðum, og Tómas kom auga á nokkra svarta depla á henni, sem hoppuðu og veifuðu. Harin veifaði aftur og það gerðu Fernando og Krulli lika. — Þetta er stjarnan Hopp, sagði Fernando. — Veiztu, af hverju hún heitir það, Tómas? — Já, það hlýtur að vera af þvi allir eru alltaf hoppandi, svaraði Tómas. — Rétt, sagði prófessorinn, sem var að vefja saman himinkortið til að taka við stjórninni aftur. — Nú förum við bráðum að lenda á Snú, sagði han. — Andartak, ég þarf bara að ýta á tuttugu og eitthvað takka, þannig að við getum lent sjálfkrafa. Tómas leit niður, en hann hafði ekki búizt við, að þannig væri umhorfs á Snú. Hann sá stóra, græna skóga og stór vötn. Þetta var alveg eins og i frumskógi. Stórir pálmar og mikið af grænum jurtum. Nú fóru ljósin aftur að blikka og suða og ýla i tækjun- um, en allt i einu varð allt hljótt aftur. — Við erum lentir. Tómas. .T 1' •»! WKt \ * * ws.'f&k f "~l f 1 1 1 1 [0% » » 41 % S í \Zeom.Æ iÆ 'O* h- ¥ i * 4r

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.