Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 17
16. ágúst Þú ert starfssamur og skarpur að eðlis- fari og sérð kjarna vandamálanna i einni svipan. Þar sem þú kýst helst að sýsla með stærðfræði og náttúruvisindi og hefur jafnframt þvi einbeitingarhæfileika um- fram það venjulega, erliklegt, að þú kom- ist langt sem verkfræðingur eða rann- sóknarmanneskja. Þúhefur lika prýðilegt viðskiptavit og munt að Hkindum safna þér talsverðum auðæfum um ævina, en ef þú ferð ekki varlega, kemstu ef til vill að þvi einhvern daginn, að þau hafa runnið milli fingra þér. Þú ert nefnilega ekki einn þeirra, sem sparar eins mikið og þú gætir með góðu móti. Þú nýtur þess að lifa iburðarmiklu lifi og borgar oft stórfé án þess að hugsa þig um. Þú ert æstur f skapi og neyðist þvi til að læra að hafa taumhald á þér, annars er hætt við að þú segir ranga hluti á röngum tima. Venjulega býrðu yfir góðum skammti af heilbrigðri skynsemi og dóm- greind og það er fyllilega óhætt að láta þig meta allar aðstæður i máli og dæma siðan rétt ogskynsamlega. Það er aðeins, þegar skap þitt kemur til skjalanna, að þú lendir i vanda. Þú ert ástúðlegur, meira að segja mjög tilfinninganæmur og þú skalt gæta þess að finna þér maka, sem hefur svipuð sjónarmið og skoðanir, þá verðurðu mjög hamingjusamur. önnur hlið á persónu- leika þinum krefst þess að listahæfileikar fái að njóta sin, einkum á sviði tónlistar og bókmennta. Samt er liklegast að þetta verði þér aðeins tómstundagaman, i mesta lagi aukastarf og þá ekki fyrr en seint um ævina, þegar þú ert að mestu hættur fyrri störfum. V /v /, 'j K \ v N-^y/ iV / \ \>—j( V / /i • c y i 1 C; i ii !í;i<7í,<é !;|4" í:!Sm .J" í WV'Vh'-i 17. ágúst Þú hefur margs konar hæfileika, en verðurekki alltaf mikið úr þeim. Ef þú átt að komast eitthvað áfram, verðurðu að halda augunum opnum fyrir tækifærun- um og gripa þau strax og þau gefast. Þér er eðlilegar að biða eftir að eitthvað komi, en að fara sjálfur á stúfana og leita þess. Reyndu að læra sannleikann i mál- tækinu gamla um að guð hjálpi þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Þú hefuráhuga á visindalegum málefn- um og ert með innbyggt kerfi, ef svo má segja, sem gerir þér kleift að vega og meta hlutina frá ýmsum sjónarhornum. Þegar þú hefur heyrt öll sjónarmið varð- andi ákveðið mál, geturðu komið með lausnina. Einn af göllum þinum er að þú lætur og dragast að ákveða þig og ert þvi oftast á siðustu stundu með allt. Þú ert stundum heldur of elskulegur og þvi er hætt við að fólk reyni að notfæra sér þig, nema þú lærir að segja hátt og skýrt nei, þegar það á við. Ævi þin mun að likindum skiptast i tvö tlmabil. Sem yngri maður einbeitirðu þér að þvi að móta persónuleika þinn, en siðar nýturðu velgengni. Hvað þú hefur megnað að gera, verður að likindum frægt og þú með, þegar þú nærð gamals aldri. Tilfinn- ingar þinar eru sterkar og hreinar og þú skalt giftast manneskju, sem skilur skap- lyndi þitt. Ást við fyrstu sýn er ekkert fyrir þig. Þú þarft að hugsa þig vandlega um. 18. ágúst Þú ert úthverfur persónuleiki og sifellt að gera eitthvað. Að likindum kemstu langt á viðskiptasviðinu, hvað sem þar er jm að ræða. Þótt þú sért fljótur að gera þér grein fyrir einstökum staðreyndum, ertu ánægðari, þegar þú hefur með að gera stærri verkefni. Þú ert eins og list- málari, sem vill mála á stóran flöt. Þegar þú hefur einu sinni tekið að þér verkefni, heldurðu stöðugt áfram, þar til þvi er lok- ið og þú ert ánægður með árangur. Þá fyrst slakarðu á. Oft gengurðu fram af þér.bæði andlega og likamlega og neyðist til að safna kröftum á nýjan leik, áður en þú getur gert nokkuð annað. Þú hefur góðan hæfileika til að afla þér vina og halda þeim. Þar sem framkoma þin er afar sannfærandi og getur fengið fólk til að styðja hvaða málefni, sem vera skal, er liklegt, að þú verðir beðinn að stjóma einhverjum kosningum eða sliku ogsitja i stjórnum. Þér er á móti skapi að skipta um skoðun og vilt að aðrir venjist þinum. Þér hentar illa að vinna undir annarra stjórn og vilt sjálfur vera leiðtog- inn. Þú ert yfirmáta rómantískur og verður hamingjusamastur, ef þú giftir þig snemma, en þú skalt velja maka af skyn- semi, annars getur tilfinningalif þitt orðið I meira lagi stormasamt. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.