Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 18
& O o 19. ágúst Þú nýtur þess að velta hlutunum fyrir þér og hefur brennandi áhuga á öllum lærdómi. Þú ert snöggur að gera þér grein fyrir öllu nýju og vilt athuga allar hliðar nýjunganna gaumgæfilega, áður en þú skapar þér undirstöður, sem þú siðan byggir ofan á með allri þeirri vitneskju sem þú nærð i um málið. Þú hefur ágætis fjármálavit og berð yfirleitt sigur úr být- um, þar sem viðskipti fara fram. Gættu þess að fljótfærni þin komi ekki fram á röngum timum og stöðum. Tilfinn- ingar þinar verða auðveldlega vaktar og þú átt auðvelt með að láta þær i ljós. Þótt þú viljir góðan skerf af ástog umhyggju, ertu jafn fús að leggja eitthvað að mörk- um sjálfur. Konur fæddar þennan dag verða fyrirmyndar húsmæður sem annast heimili sin af svipuðum dugnaði og karl- menn fyrirtækin. Allt gengur vel hjá þeim og heimilið verður þægilegur staður, þar sem fólki liður vel. Lif þitt er nánast eins og flóð og fjara, stundum gott ogstundum lakara. Notaðu vel þann tima, sem þú ert á öldutoppun- um, og vertu sem rólegastur, þegar þú ert i öldudal. Með timanum kemstu vænt- anlega að raun um, að febrúar er góður mánuður til að byrja á einhverju nýju og að notalegir hlutir vilja gjaman gerast á þriðjudögum. Hugmyndaflug þitt og hug- boðersterktog þúskalt taka tillit til þess, þegar þú þarft að taka mikilvægar á- kvarðanir. 18 20. ágúst Það litur helst út fyrir, að örlögin hafi skapað þér mikilvæga atburði. Þú ert djúpt hugsandi og munt að likindum visa þeim veg, sem til þin leita eftir aðstoð. Þú getur orðið góður verkfræðingur, leiðtogi eða formaður. Metnaðargirni þin og hrifning og þau takmörk, sem þú stefnir að, er háleitt, en þig skortir talsvert af einbeitingu og tilgangi, hvað störf þin varðar. Þúertsvo fjölhæfur, að þig langar mest til að gera marga hluti i einu. Stundum hefurðu svo mörg járn i eldinum, að þú hefur of mikið að gera til að geta sinnt þó ekki sé nema einu þeirra almennilega. Þessi dreifing orku og áhugamála er stór galli á þér. Þú verður að læra að einbeita þér að einu ákveðnu, ef þú átt að komast þangað sem þú vilt. Þú tjáir þig með afli og ákafa og he(fur hæfileika til að fá aðra á þittband. Þess vegna geturðu orðið mikill stjórnmálamaður. Hvort þú gengur svo langt að verða þingmaður, er undir þvi komið, hvort þú ert fær um að vikka sjón- deildarhring þinn. Þú getur orðið mikill maður á mikilvægum stað og skalt ekki stefna að neinu minna en þvi. Þar sem hitt kynið laðast að þér, færðu mörg tækifæri til að giftast. Konur fæddar þennan dag, munu að likindum geta valið úr mönnum, en velja þó yfirleitt eftir hjart anu. I 21. ágúst Stjömurnar hafa úthlutað þér leiðtoga- hæfileikum og áhrif þin á opinbert lif eru mikil. Vertu viss um, að þú beinir öðrum i rétta átt. Þú tekur hlutina á þinn sérstaka hátt og ert oft æði frumlegur við það. Einkum hefurðu visindalega hæfileika. Þú munt geta gert eitthvað þýðingarmik- ið fyrir velferð heimsins. Þótt vegferð þin gegn um lifið verði að likindum allt annað en auðveld, muntu þegar fram i sækir losna'við það sem verið hefur þér til traf- ala siðan á unga aldri. Þriðja vika desember ár hvert, er heppilegur timi fyrir þig og örlögin munu einkum segja til sin þann 19. desember. Hins vegar skaltu fara varlega i öllu sem þú tekur þér fyrir hendur i júnimánuði, þar sem hann er þér ekki besti hluti árs- ins, hvað atvinnumálin snertir. Lærðu að fá það besta út úr góðu timabilunum og. ýttu ekki á eftir neinu, þegár þú átt að vera rólegur og horfa aðeins á lifið liða. Þú ert dálitið æstur tilfinningalega og átt erfitt með að hemja skap þitt. Þú lend- ir i nokkrum ástarævintýrum, áður en þú velur þér maka. Þú keppist við að eignast sem fegurst heimili. Konur sem fæddar eru þennan dag eru fyrirmyndar hús- mæður og einstakir gestgjafar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.