Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 26
legur. Þegar Tina og Jóhannes voru kom- in aftur Ut á götuna, sagði hann: — Þetta er nú leiðinlegt fyrir hana. — Það lagast, svaraði Tina og hélt eft- irvæntingarfull áfram : — Hvað finnst þér um lifnaðarhætti þeirra? — Ja. það er óneitanlega svolitið frá- brugðið þvi venjulega. En ég er farinn að skilja meira og meira. Það er hagsýni i að gifta sig ekki, heldur flytja bara saman. Ef maður kann ekki við sig, er ekkert annað en taka fötin sin og hverfa. Tina andvarpaði ánægð. Henni hafði ekki skjátlast. Jóhannes var námfús. En þegar hún byrjaði að tala um klæðnað hans, mætti hún mótstöðu. — Það getur verið að þér finnist fötin min og skyrtan eins og einkennisbúning- ur, sagði hann. — Enég neyðist til að vera svona klæddur. Ég get ekki verið i galla- fötum við að selja lúxusbila. Og ég sé fram á góða og örugga framtið, þrátt fyrir fötin min. Hann var svo hæðnislegur i málrómn- um, að hún ákvað að fara heim til sin i staðinn fyrir að fara með honum upp i leiðinlegu ibúðina hans með borðinu og stólunum fjórum. Þegar hún kom heim, lá hún lengi og velti fyrir sér ást sinni á Jóhannesi. Hann var satt að segja vonlaus, já, meira að segja starf hans var vonlaust. Allir vinir hennar höfðu eitthvað öðruvisi fyrir stafni. Bent skrifaði leikrit fyrir sjón- varpið og fékk uppörvandi svör ásamt neitununum. Jörgen ætlaði að setja á stofn hljómplötufyrirtæki og Súsönnu dreymdi um að verða ijósmyndafyrir- sæta. Hún vissi, að það þurfti mikla ást til að sannfæra Jóhannes um að hann lifði lifinu á rangan hátt. Þegar hún hafði sctið við þögulan símann i tvo sólarhringa, hafði hún loks safnað nægri ást til að hjálpa honum. Þegar hann opnaði dyrnar að ibúðinni, virtist hann ekki hið minnsta hissa yfir að sjá hana. Aldrei þessu vant var hann jakkalaus og hún heyrði i einhverjum, sem blistraði hátt og falskt i baðherberg- inu. — Britta er hérna i baði, sagði hann. — Mér finnst.... hún er stórkostleg. Tina deplaði augunum og skildi ekki hvað var svona stórkostlegt við Brittu. Hún var alveg einsog allar aðrar stúlkur i gallabuxunum sinum og tréskónum með ljósa hárið hangandi slétt niður bakið. Blistrið þagnaði skyndilega og Britta hrópaði: — Var einhver að koma? — Bara Tina, svaraði Jóhannes. „Bara Tina” Tina átti i erfiðleikum með að kyngja og kallaði —- Halló! Næsta stundarfjórðunginn var þögn i baðherberginu. Jóhannes var farinn fram I eldhús. Hann hellti upp á kaffi og kom með smákökur. Þá opnuðust baðherbergisdyrnar og Tína glennti upp augun. Ef það hefði ekki verið vegna raddarin.nar, hefði hún ekki þekkt vinkonu sina. 26 Britta var i kjól og hælaháum skóm. Hún hafði látið klippa sig og háriö féll mjúklega um andlit hennar. Hún kyssti Jóhannesá vangann og hann þrýsti henni snöggt að sér. — En hvað það var fallegt af þér að lána mér baðherbergið, kvakaði Britta — og var ekki einu sinni með tyggigúmmi uppi i sér. Tina var orðlaus. — Hvarer Jens? spurði hún með mestu erfiðleikum, i von um aö það hefði viss á- hrif á Brittu. En ekkert gerðist, þegar vinkonan svaraði glaðlega, að það skipti hana engu máli. Hún hefði verið orðin dauðleið á honum. — Auk þess á bráðum að fara að rifa húsiö, sem ég bý i, sagði Britta — og þá á ég ekkert heimili lengur. Hún sneri sér við og leit á Jóhannes, þegar hún hélt áfram: — Það er heppi- legt, að maður skuli eiga vini, sem eiga ibUð. Tina leit liha á hann, en hann hafði ekki augun af Brittu. Tina varð að viðurkenna, að Britta i kjól, mittisgrönn og ávöl um mjaðmirnar hlaut að hafa áhrif á vissa karlmenn. — Þú getur þó alltaf... byrjaði Jó- hannes, en Tina greip snöggt fram i fyrir honum. Hann var alltaf svo góður i sér og myndi vafalaust stinga upp á þvi að Britta settist að hjá honum. — ÞU getur búið hjá mér, sagði Tina á- kveðin. — Þangað til þú finnur eitthvað annað. — En það er bara eitt rúm i herberginu þinu, mótmælti Britta. Tina hugsaði um, að Jóhannes hefði að visu lika eitt rúm og allt i einu varð henni blátt áfram illa við vinkonu sina. Þaðleið klukkustund, þar til Britta fór loksins. Tina og Jóhannes sátu lengi þegj- andi og hann leit ekki á hana, þegar hann sagði nokkru seinna i hálfum hljóðum: — Það væri kannski ekki svo galið.... — Hvað? — Að Britta flytti hingað. — Ertu orðinn vitlaus? — Ég? Hvers vegna? Við ætlum að lifa eins ogannað ungt fólk. Við ætlum ekki að gifta okkur. Mér finnst hún stórkostleg. — Stórkostleg. Tina bragðaði á orðinu, en sagði ekki meira. — Eða.... byrjaði hann. — Eða hvað? — Þú getur flutt hingað. ÞU getur mál- að eftir jrinum eigin smekk. Ef þú verður leið a mér, geturðu farið aftur. Hún lagði handleggina um háls hans og hvislaði: — Ég held frekar að ég vilji gift- ast þér með borði og f jórum stólum og þvi öllu. Hjónavlgslan fór ekki fram hjá presti, heldur borgardómara. Jóhannes hafði keypt brúðarvöndinn og það var reyndar i fyrsta skipti, sem karlmaður hafði gefið Tinu blóm. Hún var i kjól og borgardóm- aranum virtist geðjast vel að þvi' sem hann sá. Britta var með og hún hágrét. Henni hafði verið Utveguð gömul ibUð i' öðru gömlu húsi, sem stóð til að rifa siðar meir. Þar gat hún lífgað upp að vild með máln- ingu og ölkössum, meðan hUn léti sig dreyma um borð og fjóra stóla og ibUð með baðherbergi. Móðir Tinu var hrærð, en faðir hennar striddi henni: — Þið biðið vonandi með að eignast börn. Ég hef þegar upplifað tvær kynslóöir ungra kvenna og nU þarfnast ég langrar hvildar, áður en sU þriðja kemur með nýja duttlunga. HVAÐ VEIZTU 1. Iivað hét fyrsti kjarnorkukafbátur- inn? 2. Hvað er mustang? 3. Eftir hvern er hið fræga málvcrk ópið? 4. Cr hvaöa fiski er rússneskur kavl- ar? 5. Hvaöa ár er Gina Lollobrigida fædd? 6. Var hiaupársdagur 29. febrúar 1940? 7. Fyrir hvað var Louis Braille frægur? 8. Hvar er Eldland? 9. Hvort cr þyngra, einn lltri af köldu vatni cða heitu? 10. Hvað eru margar Mósebækur I bibllunni? Hugsaðu þig vandlega sm — en svörin er að finna á bls. 39. — Gættu þin á miðsteininum. Hann er laus.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.