Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 28
að þrengja sér inn á yfirráðasvæði hinna fullorðnu. Ég hef heyrt foreldra segja með and- varpi: — Ó, barnið mitt er svo eigin- gjarnt. Auðvitað eru börn eigingjörn. Það er þeirra aðferð til að skipta máli i heiminum. En barnið má lika vera hrifið af sjálfu sér og hafa sjálfstraust. Mörg börn hafa glatað sjálfstrausti sinu og eftir getur verið að byggja það upp aftur. Sjálfs- traust er eitt af aðalatriðum hverrar manneskju, annars getur hún ekki um- gengist annað fólk. — Tveggja ára aldurinn er indæll, en erfiður, af þvi barnið segir fátt annað en nei. Hvað gerir maöur þá? — Það er gaman að athuga börn á þess- um aldri, af þvi að þá komast þau skyndi- lega að raun um vald sitt, þegar þau segja nei. Ef til vill er maður aðeins að klæða 28 barnið i hlifðarbuxur og þá segir það allt i einu: — Nei, nú skal ég svo sannarlega ráða. Krafan um hreinlæti getur einnig orðið til þess að árekstrar verða á þessum aldri. Harðstjórarnir litlu fá nú ágætis tækifæri til að athuga vald sitt yfir þeim fullorðnu: — Nei, ég geri það ekki. Ég ræð þvi sjálf. Ég get vel setið á koppnum i hálftima, ef þú vilt, en ég geri ekkert, fyrr en ég er staðin upp aftur og komm i allar buxurnar. Nú verður gaman og þá er spurningin, hver viðbrögð móðurinnar verða. Barnið felur sig að hurðarbaki og gerir i buxurn- ar. Þá verða foreldrar að fara viturlega að þvi að takmarka völd bai;nsins, svo það komist yfir þetta sjálfsánægju-eigin- girnisástand og i samband við hinn raun- verulega heim. Verður að laga sig að öðrum. — Hvað á að gera gagnvart börnum á þráaaldrinum? Maður á einu sinni enn að gera barn- inu skiljanlegt að það eru þeir fullorðnu, sem eiga siðasta orðið. Nú er i tizku, að enginn eigi helzt að gera neitt nema það, sem hann langar til, en til eru þó reglur, sem halda verður i heiðri. Annars verður ástandið óþolandi bæði fyrir börn og foreldra. Algengter aðbörn tefji fyrir foreldrum, þannig að þeir komi of seint til vinnu. — Hann neitaði að fara i stigvélin, eða: — Hún þurfti að ljúka við mynd, sem hún var að teikna. Ef foreldrar þurfa að fara á ákveðnum tima, er skynsamlegt að aðvara barnið, svo það viti til dæmis, að það á að fara eft- ir tvær minútur eða hvað sem það er. Sið-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.