Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 31
Föndurhornið Borðlampi Hér kemur borðlampi, sem er ágætt v>ðfangsefni fyrir drengi á aldrinum 12-16 ^ra- Helzt þarf að hafa við höndina hefil- hefil, borsveif, stingsög, rasp, þjalir °g sandpappir. Efnið i lampann þarf að Vera harðviður, t.d. teak. Stæröin á efninu I lampafótinn er 30x19x5 cm og er þarna átt við lengd, breidd og þykkt. í plötuna undir lampafótinn þarf 20x12,5x2,5 cm. Þegar þið hafið sagað niður efni i þessar tvær plötur, heflað þær og gert hornrétt- ar, þarf að búa til „skapalón” úr pappa. A pappaspjald teiknið þið rúður eða reiti, sem eru 4 cm á hvern veg, og er þá frekar auðvelt að teikna myndir I og II. Sfðan eru „skapalónin” eða sniðin klippt nákvæm- lega út og siðan strikað eftir þeim á efnið, sem smiða skal úr. Þá er næst að saga umlinurnar sem nákvæmlegast út. Bora þarf stórt gat, jafnvel 2-3 i röð i gegnum handfangið (A), siðan er stingsögin notuð og svo siðar raspar og þjalir. Lampi þessi er sverastur um miðjuna, en gengur að sér i báða enda, einkum þó að ofan. Minn- ir lampinn fullgerður dálitið á blómavasa. Gatið fyrir rafmagnssnúruna þarf að bora ofan frá og svo sem 10 cm niður, með 9 mm tré- eða járnbor. Siðan er borað á móti neðan frá, og mætti þá nota sverari bor, t.d. 12 mm. Tvær skrúfur með flötum haus ganga upp i gegnum undirstöðu og dálitið upp í lampann. Hæfileg stærð á þeim er 2”xl0, en þetta tákn, 2”, þýðir það, að skrúfan er tvær tommur eða þumlungar á lengd. Ein tomma er sama og 2 1/2 sentimetri. Skrúfurnar eru þvi' 5 cm á lengd, en gildleiki þeirra 10. Ekki eru það þó 10 cm eða mm, heldur er þetta sérstaktgildleikamál á skrúfum, skrifað i tölunum 1-12 eða jafnvel hærra upp. Bora þarf göt fyrir skrúfurnar með hæfilega gildum bor (Iiklega 6 mm) og snara iitið eitt neðan frá, svo að skrúfuhausinn sökkvi alveg upp i plötuna (sjá mynd I). Aður en þessi tvö stykki, I og II, eru skrúfuð saman þarf að „forma” þau til með skafthefli, raspi, þjölum og sand- pappir, en eins og áður er sagt likist lampinn dálitið blómavasa, þ.e.a.s. hann er ávalur og mjókkar upp, svipað og flöskuháls. I plötunni undir iampanum er borað fyrir litlum tappa, sem er slökkv- ari, og er þetta gat u.þ.b. 3 1/2 cm frá frambrún plötunnar (sjá II). Bezt niun þó að kaupa fyrst rafmagnssnúru með slökkVara og hafa siðan gatið hæfilega stórt fyrir hann. Punktalinurnar á myndunum sýna rafleiðslurnar, en helzt þarf lærður rafvirki að annast lagningu þeirra. Þegar lampinn er fullgerður, þarf að bera á hann teak-oliu og nudda hana vel inn i hann með tusku. (Mynd og teikningar úr „Dansk Skole- slöjd” 1960). G.H. Sjá teikningar 31

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.