Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 34
treysta þvi, að maður á að segja lögreglunni, ef maður sér smyglara, svo hægt sé að taka hann. Magnús svaraði ekki og allt í einu stóð Patti upp og þaut niður að húsunum. Hundarnir tóku að gelta i girðingunum og Magnús varð mátt- laus i hnjánum. En Patti hélt áfram og hvarf inn i einn skúrinn. — Patti, Patti, hrópaði Magnús. — Komdu hingað upp eins og skot! En Patti heyrði ekkert núna og þá munaði minnstu að Magnús reiddist. Hann mátti ekk- ert vera að þvi að fara að leita að Patta. Hann átti bráðum að vera kominn niður að höfninni og bíða þar eftir Frans frænda og hvitum fiski- báti og sigla siðan til Hænueyjar. En hann gat ekki skilið Patta eftir þarna hjá hundunum og það i þessari þoku. Þá rataði Patti kannske aldrei heim aftur. Hann yrði að taka hann með sér niður að höfninni, svo hann gæti farið til ömmu sinnar, sem átti heima þar hjá og hún mundi svo hjálpa honum heim. Eða þá að hann yrði hjá henni, þar til þokunni létti. Magnús stóð upp og fór hægt á eftir Patta. Honum leið illa og var svolítið hræddur. En svoleiðis var hann oft. Ef hann átti að vera al- veg hreinskilinn, var hann bæði hræddur við stóru strákana, ókunnugt fólk, stóra vörubila, myrkrið á næturnar og fleira. Mamma og pabbi sögðu að vísu, að ekkert breyttist þó það dimmdi, en það leit samt öðruvisi út. Svo var hann hræddur við hesta, sem hlupu áfram og voru kannske að hugsa um allt annað og gátu stigið óvart upp á gangstéttina, þegar maður var þar og þá yrði ekkert eftir af manni nema blaut klessa. Það hafði aldrei komið fyrir, að hestur hefði stigið ofan á Magnús og eini hest- urinn, sem hann þekkti eitthvað, var Lotta gamla og hún var svo góð, að aldrei dytti henni í hug að stiga ofan á neinn. En þar með var ekki sagt, að allir hestar væru jafn varkárir. Stórir hundar gátu lika verið hættulegir. Og litlir hundar lika þvi þeir hlupu á eftir manni og geltu og urruðu. Svo gat maður hitt stóra stráka og stelpur, sem maður þekkti ekki og horfðu á mann, þegar maður gekk framhjá og það var aldrei að vita, hvað þau hugsuðu. Magnús reyndi alltaf að gera sig litinn, ganga fallega og fara varlega framhjá, svo þau tækju ekki eftir honum, en stundum greip einhver svona strákur i hann og spurði: — Heyrðu góurinn, hvert ert þú eiginlega að fara? Þá var ekki um annað að ræða en forða sér eins fljótt og hægt var. Stundum þegar maður var í lögguleik eða 34 feluleik, varð maður að læðast inn i garða eða á bak við runna og þá kom alltaf einhver fullorð- inn hlaupandi og spurði, hvað maður væri að gera þarna. Þá varð maður lika að taka til fót- anna. Þess vegna fór Magnús varlega núna, þar sem hann fór á eftir Patta inn á milli ljótu skúranna. Hann nam staðar og athugaði vand- lega, hvort nokkur möguleiki væri á að hund- anir kæmust undir eða yfir girðingarnar. Svo fór hann aðeins lengra og loks kom hann að skúrnum, þar sem Patti hafði horfið. Hann gægðist varlega inn um dyrnar. Þar logaði á oliulampa á borði og við borðið sat gamall maður með stutt, hvitt skegg og taldi tómar flöskur upp úr poka. Við hlið hans stóð Patti með þumalfingurinn i munninum. — Patti, hvislaði Magnús. — Komdu nú, Patti. Maðurinn með hvita skeggið leit upp. — Jæja, þarna kemur bróðir þinn að sækja þig. Já, það er sannarlega gott, þvi það er ekki vandi að villast i þessari þoku. Hvað heitir þú svo? — Magnús, svaraði Magnús varlega. — Magnús. Það var skritið. Einu sinni átti ég skútu, sem hét Magnús. Það var góð skúta, stöðug og örugg. — Hann er ekki bróðir minn, sagði Patti. — Við erum bara vinir. — Ja, þú skalt ekki segja bara, sagði maður- inn. Ef menn eru vinir, er allt í lagi. Magnús og Patti, það eru ágætis nöfn, finnst mér. Þið megið kalla mig skipstjórann, þvi ég er van- astur þvi. — Hefurðu verið á sjó? spurði Patti. — Hvort ég hef? Litli vinur, ég hef siglt, síð- an ég var átta ára, svaraði skipstjórinn. Framhald

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.