Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 35
AAARY RICHMONT: AðeíllS e/flfl kOStUF b^otnað, en þótt hermennirnir rannsökuðu húsið, 9ætu þeir varla fengið af sér, að eyðileggja fallegu o'utina þar. Það gæti enginn maður með einhverjar f'lfinningar. En nú kom meiri hávaði og enn aftur °9 þagnir á milli. Loks heyrðist byssuskot. Blanche reyndi að rísa upp, en var ýtt niður af tur °9 haldið fastri. — Sleppið mér, sleppið mér, hrópaði hún. Hún tarðist við að reisa sig upp og hvíslaði áköf: — Var ekki einnver skotinn? Heyrðuð þið það ekki? ~~ Jú, ég heyrði það, svaraði þernan. ~~ En við verðum að.... ~~ Stoðar ekkert núna. Þaðylli bara Ferskjublómi Vendræðum. ~~ En þessar skepnur hafa skotið einhvern, mót- rr**li Blanche. ~~ Þá er viðkomandi dauður núna og það þýðir ekkert að hugsa um það lengur, svaraði þernan rök- rétt. ~~ En það... það hefði getað verið hún, hvislaði “lanche skjálfandi. Þernan svaraði ekki. Blanche fann svitann spretta fram á enni sér. ö, 9°ð, hugsaði hún. Þeir geta ekki hafa skotið ^erskjublóm. Til þess hefðu þeir enga ástæðu. Ef '*l vill höfðu þeir skotið einhvern þjónanna, sem reyndi að hjálpa henni.... . Hræðslan, sem hún hafði fundið til fyrr um dag- lnr>, þegar hún fann á sér, að eitthvað væri ekki i la9i/ kom aftur og hún andvarpaði. En meira að Se9ja þernan heyrði ekki andvarpið og báturinn sil- aöist framhjá húsinu og tók stefnuna út á flótið. ^að suðaði fyrir eyrum Blanche og það var óþægi- e9 tilfinning, sem hún hafði ekki fundið i mörg ár. L-°ks leið yfir hana. ^egar hún kom til sjálfrar sín aftur, lá hún ekki J^hgur undir pokunum. Hún sat i botni bátsins með dökku kápuna, sem Ferskjublóm hafði lánað henni, yfir herðunum og pokana um fæturna. Það var ekki “einlínis kalt, en loftið var svalt og rakt og þegar hún leit upp og í kring um sig, sá hún hvers vegna. Þ°ka hafði lagzt yfir, svo ekki sást til fljótsbakk- ar|na. Hún huldi litla bátinn og þernan og gamli 'heðurinn líktust mest vofum. Þernan leit á hana. — Líður þér betur núna? sPurði hún. ■~~ Já, það er allt í lagi með mig. En... hvað hef ur 9erzt, Sue Wong? ~~ Veit ekki. ,7~ Hvenær förum við til baka? Við áttum að snúa V|ð um leið og hermennirnir væru farnir... til að at- u9a hvort ekki væri allt í lagi með Ferskjublóm... Ekki fara aftur, svaraði þernan stuttlega. — En hún sagði að við ættum að koma, þegar her- mennirnir færu, ítrekaði Blanche. — Þýðir ekki. Sjáðu. Þernan greip í handlegg Blanche og sneri henni við, þannig að hún leit til baka. Þokan var þéttari þar og gullleit eins og lýsti af henni. — Skrýtið, sagði Blanche. — Hvers vegna er þok- an svona gul? Eins og til að svara spurningu hennar, gisnaði þokan andartak og á því andartaki sá Blanche, að guli luturinn kom af miklum eldi. Þykkur, svartur reykur steig upp og í miðri reyksúlunni logaði glatt og neistaregn féll niður á f Ijótið, en síðan féll þokan saman aftur. — Hvað er þetta? spurði Blanche rugluð. — Hermennirnir kveiktu í húsinu, svaraði þernan. — Ég sá það áður en þokan kom. Þessir djöf uls syn- ir hlupu með greinar af trjánum, sem þeir kveiktu i. Þeir gerðu stóran köst úr húsgögnunum og kveiktu i. Ég sá það allt saman. — Ó! Blanche saup hveljur. Hún greip í handlegg þernunnar og hristi hana.— En Ferskjublóm? Hvað gerðu þeir við hana? — Veit ekki. — Það áttu að vita. Þú hefðir átt að fara aftur og athuga það, i staðinn fyrir að flýja og skilja hana eftir eina. — Ferskjublóm sagði við mig: — Sue Wong, taktu Blanche með þér og sjáðu um að ekkert komi fyrir hana. Ég geri eins og Ferskjublóm min segir. Það þýðir ekki að fara aftur. Gæti ekkert gert. — En... þú gætir hafa bjargað henni, mótmælti Blanche. — Gæti ekki gert neitt, ítrekaði þernan. Blanche starði á gulleita þokuna og hjarta hennar barðist ótt.Hún fann reykjarlyktina og var viss um að hún heyrði snarkið í eldinum. Hjarta hennar varð blýþungt við tilhugsunina um Ferskjublóm. Menn sem gátu hagað sér svona innan um alla þessa dýrgripi, væru ekki líklegir til að þyrma varnarlausri konu. Þernan hafði rétt fyrir sér, auðvitað og það væri óðs manns æði að snúa til baka. En Blanche þoldi illa tilhugsunina um að hún væri orsök þessa alls og að hún ætti að vera örugg, en enginn vissi hvað hefði komið fyrir Ferskjublóm. Hvað gerðist næst? hugsaði hún, Hvert færi þern- an með hana? Þokunni létti þegar sólin kæmi upp og ef þessir villimannlegu hermenn yrðu þá i grennd, ætti hún ekki von á góðu. Þeir f yndu bátinn og hana. — Nick, Nick, hvíslaði hún. — Ó, hvers vegna 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.