Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 7
en hún sprakk. Við þessu var engin vörn önnur en sú, að eyðileggja verksmiðjurn- ar sem framleiddu gripinn, ásamt skot- pöllunum, sem beindust að Englandi. Aðfaranótt 17. ágúst var heit og mollu- leg i Peenemunde. Rétt fyrir miðnættið kváðu loftvarnarflauturnar við, en það var orðið svo algengt, þegar brezkar og bandariskar sprengjuflugvélar söfnuðust samanyfir Eystrasalti til árása á þýzkar borgir, að engar sérstakar ráðstafanir voru gerðar. Ljós voru slökkt og eld- flaugastöðin i Peenemunde hvarf undir gömlu eikunum. Þetta var aðeins venju- leg ráðstöfun. Aldrei var skotið af sterku loftvarnabyssunum umhverfis stöðina til að koma ekki upp um hana. Þær voru að- eins til varnar við beina árás. Nokkrum minútum siðar kváðu. ,,al- vöru”-flauturnar við og þúsundir verka- manna og visindamanna flyðu sem fætur toguðu i loftvarnarbyrgin. Sprengjunum rigndi yfir svæðið, þegar 600 flugvélar bandamanna vörpuðu á einni nóttu niður hálfri annarri milljón kilóa af sprengiefni og eldsprengja á stöðina. Yfir 800 starfs- menn létu lifið, meðal þeirra margir af nánustu samstarfsmönnum von Brauns. Verkstæðin voru algjörlega eyðilögð og útilokað var að halda eldflaugasmíðum á- fram þama i stórum stfl. Framleiðslan var þvi flutt til Herzen, i neðanjarðarstöð, en Wernher von Braun hélt áfram að endurbæta V-2 f Peenemunde. Litill áhugi hans á eldflaugavopnum og mikill áhugi á geimferðum var opinbert leyndarmál. Þegar fyrsta V-2 eldflaugin hitti London og hann var spurður-álits á atburðinum, svaraði hann. — Hún hagaði sér eins og hún átti að gera, en lenti á rangri reiki- stjörnu. SS-foringinn Heinrich Himmler, sem reyndi að ná yfirráðum yfir eldflaugunum úr höndum hersins f sinar eigin, kallaði von Braun til Berlinar og bauð honum að starfa fyrir SS. En von Braun neitaði að taka þátt i neinu starfi með SS og var skömmu siðar handtekinn, ákærður fyrir skemmdarverk og var hún byggð á þvi að hann hefði það mikinn áhuga á geimferð- um, að það kæmi niður á vopnatilraunun- um. Dornberger hershöfðingi kom sjálfur i réttarsalinn með skriflega yfirlýsingu um að án Wernhers von Braun yrði aldrei um að ræða framleiðslu á neinum áhrifamikl- um eldflaugavopnum. Vildi rétturinn bera ábyrgð á þvi? Wernher von Braun var þegar látinn laus og sneri aftur til Peenemunde. Yfir til bandamanna En það biðu hans ný vandamál. Sókn Rússa á austurvigstöðvunum gekk svo Vel, að vænta mátti þeirra til Peene- niunde hvað úr hverju. En það var ekki það versta. Allt Peenemundesvæðið var girt og vandlega gætt af SS-sveitum. Wernher von Braun vissi að skipun Himmlers til hermanna sinna var sú að enginn eldflaugasérfræðingur mætti falla lifandi i hendur Rússum. Hann safnaði saman nánustu sam- starfsmönnum sinum og sagði stutt og laggott: — Þýzkaland hefur tapað styrj- öldinni. Hverjum eigum við að gefa vit- neskju okkar, Rússum eða Bandarikja- mönnum? Þar var enginn efi, allir sögðu Banda- rikjamönnum og þegar heyrðist I rúss- nesku fallbyssunum til Peenemunde, fór von Braun til SS-yfirmannsins á staðnum og sagði honum i fyllsta trúnaði, að hann hefði verið að fá skipun beint frá aðal- stöðvunum um að flytja alia menn sfna þegar i stað til Harzen. SS-maðurinn kannaðist ekki við skipunina, en þorði ekki að andmæla von Braun. Hann spurði um nafn brottflutningaverkefnisins og von Braun,serr> hafði gleymt þvi að hver aðgerð hefur sitt tákn eða númer, litaðist vandlega um, eins og til að athuga, hvort nokkur stæði á hleri, meðan hann var að sjóða eitthvað saman. Niðurstaðan varð skammstöfunin VZBW og SS-maðurinn lofaði, að allir bilar og vagnar, sem bæru það merki, skyldu fá að fara gegn um girðingarnar. Allan daginn var unnið að þvi að mála stafina á bila og vagna, sem siðan voru hlaðnir eldflaugaeldsneyti. 1 skjóli nætur- innar kom síðan von Braun öllum tækni- mönnum sinum og miklum hluta fimm þúsund manna starfsliðs stöðvarinnar, á öruggan stað fyrir Rússum. Þeir tóku með sér margar lestir af teikningum og útreikningum, filmum og myndum, til- raunaskýrslum og fleira af ómetanlegu tæknilegu efni. 1 stuttu máli sagt árangur- inn af tiu ára eldflaugatilraunum. Skömmu eftir komuna til Harzen fékk von Braun að vita, að Rússar hefðu her- tekið Peenemunde og orðið bálvondir yfir að sérfræðingunum hafði tekist að komast undan og taka allt gagnlegt með sér. Bar- áttan um mikilvægustu menn Evrópu var hafin. Wernher von Braun ákvað að skilja eft- ir allar filmur og skýrslur i gömlum námagöngum i Harzen, á staö sem aðeins fáir samstarfsmanna hans höfðu hug- mynd um og halda sjálfur suður á bóginn ásamt nánustu mönnum sinum, þar sem búast mátti við að mæta Bandarikja- mönnum. En Kammler, hershöfðingi SS, sem var yfirmaður þeirra hundruða manna, sem hætt höfðu lifi sinu og heilsu i neðanjarð- arverksmiðjunum i Harzen, varð á undan honum. Hann skipaði von Braun að velja 500 úr starfsliði sinu og fara i lest, sem var tilbúin til brottfarár suður á svið. Kamml- er var hræddur um að bandamenn gerðu sér litið fyrir og notuðu visindamennina sem verzlunarvöru. Mennirnir voru send- ir i gamlar herbúðir i Oberammergau i S- Þýzkalandi og gætt þar vandlega af SS- mönnum, sem höfðu skipanir um að halda von Braun og mönnum hans einangruðum frá umheiminum. Enn einu sinni tókst Von Braun að narra SS-yfirmann. Bandariski herinn nálgaðist með hverjum deginum og hóf árásir á ná- læg skotmörk. — Hér sitjum við allir samankomnir undir einu þaki, sagði von Braun. — Hugsið ykkur, ef sprengja fellur á búðirn- ar. Allir helztu sérfræðingar Þýzkalands láta lifið I einu og framleiðslu á V-2 verð- ur hætt. Þorið þið að taka ábyrgð á þvi? Hversvegnaskiptið þið okkur ekki i hópa og komið okkur fyrir i ýmsum þorpum? SS-foringjarnir veltu þessu dálitið fyrir sér og fannst það skynsamlegt. Mönnun- um fimm hundruð var skipt niður á ýmsa staði i svæðinu. Sömu nóttina var yngri bróðir von Brauns, Magnus, sem talaði ensku,sendurmeð leynd á hjóli til Banda- rikjamanna. Honum tókst að komast i samband við hermenn, sem fóru með hann til næstu aðalstöðva. Bandarikjamenn voru ekki lengi að taka ákvörðun. A nokkrum klukkustund- um voru miklar sveitir sendar út til að leita að von Braun og mönnum hans fimm hundruð ogkoma þeim á öruggan stað hjá Bandarikjamönnum. Næstum samtimis komust sveitir USA-mannanna i .Herzen á snoðir um staðsetningu neðanjarðar- verksmiðjanna þar sem V-2 voru smiðað- ar. Þrátt fyrir að svæðið var að baki lin- um, sem samkvæmt Jalta-sáttmálanum átti að falla i hlut Rússum, sóttu banda risku sveitirnarhratt fram og tæmdu neð- anjarðargöngin af öllum verðmætum. Þrjú hundruð járnbrautarvagnar voru fylltir eldflaugabúnaði, hálfsmiðuðum eldflaugum, varahlutum, teikningum, myndum og fleira og allt var þegar sent til Bandarikjanna. Bandariskir verkfræðingar og visinda- menn voru sendir til Evrópu til að ræða við von Braun og menn hans, sem allir vildu fara til Bandarikjanna og halda á- fram aö starfa saman að eldflaugatil- raunum. Bandariski herinn valdi 300 menn úr hópnum og fór þess á leit við bandariska þingið, að fá að flytja þá til Bandarikjanna. En þar vestra voru menn orðnir þreyttir á styrjöldinni og fram- leiðslu herbúnaðar og sáu enga ástæðu til að fóma fé til þess. Eftir nokkurt samn- ingaþóf, fékk herinn leyfi til að flytja Wernher von Braun og 100 af færustu mönnum hans yfir hafið. En þeir fengu ekki að taka með sér neina fjölskyldu- meðlimi. Galdramaður og hetja. 1 september 1945 komu Wernher von Braun og menn hans til Boston. Þaðan voru þeir þegar sendir til herbúða i Mary- land, þar sem 40 lestir af skjölum úr leynigöngunum i Herzen beið þeirra. Kalda striðið milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna var hafið og Bandarikin höfðu sigrað i fyrstu lotu. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.