Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 8
Skömmu slöar var allur hópurinn flutt- ur til Fort Bliss I Texas, nálægt þvi svæöi, þar sem fyrsta kjarnorkusprengjan var reynd. Jafnframt kom mestur hluti eld- flaugahlutanna, sem lagt var hald á i Harzen, með skipun um að setja þá sam- an og búa til V-2 eldflaugar sem reyna skyldi f eyöimörkinni. Enn var það geimurinn, sem átti huga Wernhers von Braun og var takmark hans. Draumur hans var enn aö senda menn út I geiminn. A löngum, einmana- legum kvöldum, tók hann aö skrifa vis- indaskáldsögu, byggða á köldum staö- reyndum. Hún fjallar um nokkra menn, sem fara frá jörðinni í eldflaug, leggjast aö gerfitungli og taka eldsneyti, en halda siöan förinni áfram til Mars er þeir gera aö nýlendu. Von hans var að bókin seldist þaö vel, aö hún gæti fjármagnað flutninga Mariu frænku sinnar og unnustu til Bandarikjanna. Hann vildi lika fá aldraöa foreldra slna yfir. Rússar höfðu tekið fjöl- skyldusetriö I Prússlandi sem nú tilheyrði Póllandi. Foreldrarnir voru fluttir til V- Þýzkalands og bjuggu þar I sárri fátækt. Starf Wernhers von Braun I Bandarikj- unum varö ein sigurganga þegar frá upp- hafi. Arið 1947 fékk hann leyfi til að fara til Þýzkalands til að kvænast Mariu von Quistrop. En þar var eitt vandamál: hann var ennþá striösfangi og hann var færasti eldflaugasérfræðingur heimsins. Skilyröi fyrir förinni var að hann yrði stööugt und- ir gæzlu bandariskra öryggisvarða, til aö Rússar rændu honum ekki. Wernher von Braun var bara ánægður meö þetta fyrir- komulag. Hann vissi, aö margir þeirra samstarfsmanna hans, sem ekki komust til Bandarlkjanna, voru síöar fluttir til Sovétrlkjanna. Ariö 1948 og 1949 voru merkisár i lífi von Brauns. Bandaríski herinn flutti hann og aðstoðarmenn hans yfir landamærin til Mexikó, þar sem þeir sóttu um innflytj- endavegabréf til Bandaríkjanna og fengu þegar I staö. Þeir fóru aftur yfir landa- mærin sem frjálsir menn og sóttu um bandarlskan rikisborgararétt. A meöan voru Rússar teknir aö fram- leiöa V-2 eldflaugar og höfðu aukið her- styrk sinn til muna. Sögur komust á kreik um aö Stalin ætlaöi að framleiða eldflaug- ar, sem skjóta mætti milli heimsálfa. Truman forseti veitti þegar 75 milljón- um dollara til að koma á fót sérstakri eld- flaugastöð á Canaveralhöfða (síðar Kenn- edyhöföa) f Flórida og lét flytja alla Þjóö- verjana yfir til Redstone Arsenal I Ala- bama. Á skömmum tima smiðuöu von Braun og félagar hans bandarlsku Redstone-eld- flaugina, sem leysti af hólmi V-2. Hunts- ville I Alabama, sem verið hafði lítið, ró- legt þorp, varð skyndilega miðstöð eld- flaugaiðnaðar Bandarfkjamanna' og þýzku tæknimennirnir, sem skapað höfðu þetta tækniundur, uröu fljótt vinsælir borgarar. Wernher von Braun og unga, fallega konan hans, Maria, voru eins kon- 8 ar ókrýnd konungsfjölskylda, von Braun var galdramaðurinn sjálfur, snillingurinn sem gat orðið trompás Bandarlkjanna I spilinu við Sovétrikin. En hann var draumóramaðurinn, sem vildi komast út I geiminn, löngu áður en fyrsta litla gervi- tunglið losnaði frá jörðu. Wernher von Braun dró enga dul á á- huga sinn á geimferðum. 1 hinu vinsæla Colliers-tímariti, birti hann árið 1952 grein, þar sem hann sýnir með teikning- um hvernig hann imyndaöi sér geimrann- sóknir i framkvæmd og hann stakk oft- sinnis upp á þvi, að Redstone-eldflaug hans yrði látin setja gervitungl á braut. Það var ekki fyrr en 1957, að hann átti tækifæri til að verða fyrstur manna með gervitungl. A alþjóðajarðeðlisfræðiárinu átti allur heimurinn að starfa saman um rannsóknir á jörðunni og bæði Sovétmenn og Bandarikjamenn létu að þvi liggja að skerfur þeirra yrði visindaleiðangur út I geiminn. Ekki með mönnum, heldur með gervitungli, fylltu visindatækjum. Nú komst hernaðarpólitikin i spiliö. Flugherinn taldi, að þetta heyrði undir sitt yfirráðasvæði og hafði á laun smiðað Atlas-eldflaug i þessu augnamiði. Flotinn kom með Vanguard-áætlun sína, en eld- flaugin var enn ekki til, nema á pappirn- um. Loks voru það þjóðernissinnar, sem töldu, að svona mikilvægt bandarlskt verkefni ætti ekki að fela erlendum fyrr- verandi stríðsföngum. Bandarlska stjdrnin valdi Vanguard og baö Wernher von Braun og menn hans aö einbeita sér að þvi að smiða varnareld- flaugar. Það gerðu þeir og árangurinn varð Júpiter C. stærsta, öflugasta og langdrægasta eldflaug sem Bandarikja- menn hafa nokkurn tlma smiðað. 1 reynsluferð sinni flaug hún 5000 km, náði 108 km hæð og 25 þús. km/klst. hraða. HUn gat komið gerfitungli á braut án erfið- leika, en öllum upplýsingum um hana var haldið leyndum. Vanguard-áætluninni seinkaði hvað eft- irannað og meðan menn hikuðu og gerðu tilraunir, skutu Sovétmenn upp fyrsta gervitunglinu 4. október 1957, Sputnik. Bandartkin höfðu tapað þessari lotu. NU var allt sett I gang til að flýta Vanguard- áætluninni, en áður en eldflaugin komst á skotpallinum, sendu Sovétmenn Sput- nik 11 út í geimmn, meo tiKinm L,aiKu sem farþega. Þegar Vanguard stóð loks á skotpallinum á Canaveral-höfða, niður- talningunni var lokið og búið að skipa að kveikja, sást engin eldflaug stlga með glæsibrag upp til himins. Það kvað við gífurlegur hávaði, eldur, reykur og gufa breiddist um allt svæðið og þegar aftur varð sjónbjart, sást hrúga af bráðnum málm á jörðunni, það sem eftir var af flauginni og skotpallinum. Bandaríkin höföu beðið alvarlegan álitshnekki Ut á við. Daginn eftir fengu Wernher von Braun og menn hans fyrirmæli: BUið Júpiter C undir að senda gervitungl Ut I geiminn eins fljótt og mögulegt er. Þann 30. janUar 1958 bar svo Júpiter Könnuð I Ut I geiminn og aftur var komið á jafnvægi í kalda strlðinu.' Maðurinn sem hafði gert þetta kleift, varð þjóðarhetja og fékk jafnframt stærstu ósk sina uppfyllta: að kanna geiminn. Sá sem ræöur geimnum, ræður jörðunni, var sagt og Bandarlkin ákváðu að sigra I baráttunni um yfirráð I geimn- um. IJkön af öllum þeim eldflaugum, sem von Braun hefur smíftað eftir aft hann kom til Bandarikjanna, skreyta skrifstofu hans.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.